Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2025 09:58 Þórdís Björk gerði stólpagrín að Birni bróður sínum á TikTok og hefur myndbandið af kaffimáli hans vakið gríðarlega athygli. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, lenti í óheppilegu atviki um helgina þegar hann fékk sér þrjá kaffibolla úr „skringilega stórri“ krús. Bollinn reyndist þegar á daginn kom vera fyrir klósettbursta en ekki kaffi. Björn Þorfinnsson greindi frá atvikinu á Facebook og deildi á sama tíma TikTok-myndbandi frá systur sinni, leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinssdóttur. „Sunnudaginn 7. september átti sér stað sár hversdagslegur ósigur sem ég verð einhvern tíma að jafna mig á. Ég vaknaði snemma morguns til að undirbúa mig fyrir mikilvæga skák síðar þennan dag og naut mín með rjúkandi kaffibolla í þögninni á meðan annað heimilisfólk svaf. Meira að segja Bangsi minn lá við fætur mínar og þagði,“ skrifar Björn í færslunni. Björn Þorfinnsson er mikill skákmaður. „Það eina sem truflaði þögnina var nautnafullt sötur mitt. Kaffisopinn var óvenju ljúfur þennan morguninn,“ bætir hann við. „Þegar líf færðist í húsið og næðið á enda þá skreið ég aftur upp í rúm í stuttan lúr, þannig finnst mér jú gott að láta skákstúderingarnar síast inn. Nokkru síðar vakna ég síðan upp við öskurhlátur af neðri hæðinni,“ skrifar hann. „Þegar ég kem niður situr mín heittelskaða Kristín Erla Jóhannsdóttir, helsti aðdáandi ósigra minna, í andnauð og hafði ekki undan að svara vinum og ættingjum sem höfðu þegar fengið senda skýrslu í formi myndbands á meðan ég svaf.“ „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn“ Myndbandið hafi orðið „efniviður í Tiktok-myndband hjá ófétinu henni systur minni í hvers augum ég er fyrst og fremst gott content!“ skrifar Björn. Myndbandið sé í mikilli dreifingu og verði ekki stöðvað úr þessu. Hér fyrir neðan má sjá það og hvað Þórdís segir í myndbandinu. „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn. Það var verið að þrífa heima hjá honum og krúsin undan klósettburstanum var semsagt tekin og þrifin, svo var hún skilin eftir uppi á borði og svo var einhver meistarinn sem fer með þessa krús niður í eldhús og hún endar í bollaskápnum,“ segir Þórdís í myndbandinu. „Og hann fékk sér kaffi úr henni í morgun,“ segir hún svo áður en hún orgar af hlátri yfir bróður sínum. @thordisbjork ADHD Bjössi strikes again. Getið keypt svona kaffibolla í IKEA fyi. 🤠 @IKEA #fyp #islenskt #islensktiktok #fyrirþig #foryoupagе ♬ original sound - Dísa „Enn kvarnast úr orðspori mínu. Ég get ekkert sagt mér til varnar annað en að ég er með læknisvottorð fyrir hvatvísi og hugsunarleysi. Vissulega staldraði ég aðeins við hvað þetta var skringilega stór kaffibolli en hvað veit ég um nýjustu strauma og stefnur í þessum geira,“ skrifar Björn. „Það var nóg af öðrum valkostum í bollaskápnum… Ég drakk þrjá bolla…. Ég verð aldrei aftur hreinn….“ Grín og gaman Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Björn Þorfinnsson greindi frá atvikinu á Facebook og deildi á sama tíma TikTok-myndbandi frá systur sinni, leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinssdóttur. „Sunnudaginn 7. september átti sér stað sár hversdagslegur ósigur sem ég verð einhvern tíma að jafna mig á. Ég vaknaði snemma morguns til að undirbúa mig fyrir mikilvæga skák síðar þennan dag og naut mín með rjúkandi kaffibolla í þögninni á meðan annað heimilisfólk svaf. Meira að segja Bangsi minn lá við fætur mínar og þagði,“ skrifar Björn í færslunni. Björn Þorfinnsson er mikill skákmaður. „Það eina sem truflaði þögnina var nautnafullt sötur mitt. Kaffisopinn var óvenju ljúfur þennan morguninn,“ bætir hann við. „Þegar líf færðist í húsið og næðið á enda þá skreið ég aftur upp í rúm í stuttan lúr, þannig finnst mér jú gott að láta skákstúderingarnar síast inn. Nokkru síðar vakna ég síðan upp við öskurhlátur af neðri hæðinni,“ skrifar hann. „Þegar ég kem niður situr mín heittelskaða Kristín Erla Jóhannsdóttir, helsti aðdáandi ósigra minna, í andnauð og hafði ekki undan að svara vinum og ættingjum sem höfðu þegar fengið senda skýrslu í formi myndbands á meðan ég svaf.“ „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn“ Myndbandið hafi orðið „efniviður í Tiktok-myndband hjá ófétinu henni systur minni í hvers augum ég er fyrst og fremst gott content!“ skrifar Björn. Myndbandið sé í mikilli dreifingu og verði ekki stöðvað úr þessu. Hér fyrir neðan má sjá það og hvað Þórdís segir í myndbandinu. „Ég vona að þið séuð að eiga betri dag en bróðir minn. Það var verið að þrífa heima hjá honum og krúsin undan klósettburstanum var semsagt tekin og þrifin, svo var hún skilin eftir uppi á borði og svo var einhver meistarinn sem fer með þessa krús niður í eldhús og hún endar í bollaskápnum,“ segir Þórdís í myndbandinu. „Og hann fékk sér kaffi úr henni í morgun,“ segir hún svo áður en hún orgar af hlátri yfir bróður sínum. @thordisbjork ADHD Bjössi strikes again. Getið keypt svona kaffibolla í IKEA fyi. 🤠 @IKEA #fyp #islenskt #islensktiktok #fyrirþig #foryoupagе ♬ original sound - Dísa „Enn kvarnast úr orðspori mínu. Ég get ekkert sagt mér til varnar annað en að ég er með læknisvottorð fyrir hvatvísi og hugsunarleysi. Vissulega staldraði ég aðeins við hvað þetta var skringilega stór kaffibolli en hvað veit ég um nýjustu strauma og stefnur í þessum geira,“ skrifar Björn. „Það var nóg af öðrum valkostum í bollaskápnum… Ég drakk þrjá bolla…. Ég verð aldrei aftur hreinn….“
Grín og gaman Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira