Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2025 20:40 Gunnfaxi í lúpínubreiðu á Sólheimasandi fyrr í sumar. Snorri Snorrason Samgöngusafnið á Skógum fær ekki þristinn Gunnfaxa til varðveislu nema það takist að útvega landeigendum Sólheimasands aðra DC 3-flugvél til að sýna ferðamönnum á sandinum. Þetta er meginefni svars sem stjórn Loðmundar, landeigendafélags Ytri-Sólheima, hefur sent Vinum Gunnfaxa, áhugahópi um verndun gamallar Douglas Dakota-flugvélar Flugfélags Íslands. Eftir að landeigendur Sólheimasands keyptu Gunnfaxa af Þristavinafélaginu stofnuðu Flugfélagsbræðurnir Jón Karl Snorrason og Snorri Snorrason ásamt Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, áhugafélagið Gunnfaxa um kaup á þristinum í því skyni að afhenda hann Samgöngusafninu að Skógum til varðveislu. Hugðust þeir efna til fjársöfnunar til að kaupa flugvélina og koma henni í sýningarhæft ástand og var safnið búið að fallast á að taka við henni. Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi árið 1960 þegar Flugfélag Íslands sinnti þangað áætlunarflugi.Snorri Snorrason Í svari landeigendafélags Ytri-Sólheima segist stjórn Loðmundar fallast á að láta af hendi flakið af Gunnfaxa „..að því gefnu að landeigendafélaginu verði afhent önnur DC3 vél til að koma í staðinn fyrir Gunnfaxa á sama stað, landeigendafélaginu að kostnaðarlausu.”. Kveðst stjórnin veita Vinum Gunnfaxa frest til 1. desember 2025 til þess að ganga frá skiptunum, segir í svarinu sem Elín Einarsdóttir formaður ritar undir fyrir hönd stjórnar landeigendafélagsins. Landeigendur höfðu í fyrra svari til Vina Gunnfaxa útskýrt tilgang sinn með þristakaupunum: „Fyrir okkur Sólheimingum vakir að þjónusta enn betur ferðalanga sem leggja á sig ferð á Sólheimasand til að skoða gömul flugvélaflök í stórbrotinni íslenskri náttúrufegurð eins og hún gerist best.” Flugvélin var flutt úr flugskýli á Keflavíkurflugvelli austur á Sólheimasand í júnímánuði.KMU Snorri Snorrason, einn þremenninganna í Vinum Gunnfaxa, segir svar landeigendafélagsins mikil vonbrigði. Vinir Gunnfaxa sjái ekki fyrir sér að annar þristur fáist í staðinn innanlands né að þeir fari að flytja inn eitthvert annað gamalt flugvélarflak frá útlöndum. Það sé sorglegt að landeigendafélagið skuli ekki sjá flugsöguna með sama hætti og þeir og mikilvægi þess að vernda flugvélina. „Það yrði sorgarsaga íslenskrar flugsögu ef Gunnfaxi verður eyðileggingu og græðgi að bráð,“ segir Snorri. Hér má sjá þegar flugvélin var flutt austur: Fréttir af flugi Söfn Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27 Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. 18. júní 2025 22:44 Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Eftir að landeigendur Sólheimasands keyptu Gunnfaxa af Þristavinafélaginu stofnuðu Flugfélagsbræðurnir Jón Karl Snorrason og Snorri Snorrason ásamt Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, áhugafélagið Gunnfaxa um kaup á þristinum í því skyni að afhenda hann Samgöngusafninu að Skógum til varðveislu. Hugðust þeir efna til fjársöfnunar til að kaupa flugvélina og koma henni í sýningarhæft ástand og var safnið búið að fallast á að taka við henni. Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi árið 1960 þegar Flugfélag Íslands sinnti þangað áætlunarflugi.Snorri Snorrason Í svari landeigendafélags Ytri-Sólheima segist stjórn Loðmundar fallast á að láta af hendi flakið af Gunnfaxa „..að því gefnu að landeigendafélaginu verði afhent önnur DC3 vél til að koma í staðinn fyrir Gunnfaxa á sama stað, landeigendafélaginu að kostnaðarlausu.”. Kveðst stjórnin veita Vinum Gunnfaxa frest til 1. desember 2025 til þess að ganga frá skiptunum, segir í svarinu sem Elín Einarsdóttir formaður ritar undir fyrir hönd stjórnar landeigendafélagsins. Landeigendur höfðu í fyrra svari til Vina Gunnfaxa útskýrt tilgang sinn með þristakaupunum: „Fyrir okkur Sólheimingum vakir að þjónusta enn betur ferðalanga sem leggja á sig ferð á Sólheimasand til að skoða gömul flugvélaflök í stórbrotinni íslenskri náttúrufegurð eins og hún gerist best.” Flugvélin var flutt úr flugskýli á Keflavíkurflugvelli austur á Sólheimasand í júnímánuði.KMU Snorri Snorrason, einn þremenninganna í Vinum Gunnfaxa, segir svar landeigendafélagsins mikil vonbrigði. Vinir Gunnfaxa sjái ekki fyrir sér að annar þristur fáist í staðinn innanlands né að þeir fari að flytja inn eitthvert annað gamalt flugvélarflak frá útlöndum. Það sé sorglegt að landeigendafélagið skuli ekki sjá flugsöguna með sama hætti og þeir og mikilvægi þess að vernda flugvélina. „Það yrði sorgarsaga íslenskrar flugsögu ef Gunnfaxi verður eyðileggingu og græðgi að bráð,“ segir Snorri. Hér má sjá þegar flugvélin var flutt austur:
Fréttir af flugi Söfn Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27 Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. 18. júní 2025 22:44 Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27
Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. 18. júní 2025 22:44
Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00