Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 15:03 Smáhrifavaldar eru með fylgjendur um og yfir 1000 til 5000 á Instagram. Á undanförnum árum hafa svokallaðir smáhrifavaldar vakið sífellt meiri athygli í markaðsstarfi, bæði hér á landi og erlendis. Smáhrifavaldar hafa mun færri fylgjendur en stórir áhrifavaldar, en njóta oft meiri trúverðugleika og persónulegra tengsla við fylgjendur sína. Samkvæmt Forbes telja mörg fyrirtæki að samstarf við smáhrifavalda skili betri árangri en dýrara samstarf við stór nöfn. Rannsókn Stackla sýnir að smááhrifavaldar veita ekki aðeins meiri trúverðugleika heldur einnig betri innsýn í þarfir neytenda. Þátttaka fylgjenda (e. engagement) er að jafnaði mun hærri hjá smááhrifavöldum þar sem fylgjendahópar þeirra eru einsleitari, áhugasamari og með sterkari tengsl við áhrifavaldinn sjálfan. Trúverðugleiki óháð fylgjendafjölda Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, eigandi umboðsskrifstofunnar Atelier Agency og áhrifavaldur, telur að um 300 smáhrifavaldar starfi á Íslandi í dag. Fjöldi fylgjenda þeirra er yfirleitt 1000 til 5000 á Íslandi, en stærri áhrifavaldar eru um fimmtíu talsins. Spurður hvort smáhrifavaldar njóti meiri trúverðugleika en stærri áhrifavaldar segir hann að það sé misjafnt. Hann segist skilja hvaðan áhyggjur fólks koma en það komi ávallt niður að gildum hvers og eins, óháð fylgjendatölu. „Það er að mínu mati undir áhrifavaldinum sjálfum komið hvernig hann viðheldur trúverðugleikanum. Persónulega reyni ég að miða við sjálfan mig og byggja upp langtímasamstarf, ekki stutt verkefni í einn eða þrjá mánuði. Flest af mínum samstörfum hafa staðið yfir í nokkur ár. Það skapar bæði fjárhagslegan stöðugleika fyrir mig og styrkir trúverðugleika minn gagnvart fylgjendum mínum.“ Guðmundur segir fólk þurfi að stíga varlega til jarðar bæði vegna eigin vörumerkis, fyrirtækjanna og vegna ábyrgðarinnar sem fylgir því að hafa áhrif á aðra: „Oft eru smáhrifavaldar að gefa vinnu sína fyrir nokkrar vörur, sérstaklega á TikTok þar sem sumir eru að vinna með þrjá til fimm samstarfsaðila í einu, en eiga kannski margra klukkustunda vinnu að baki og fá lítið í vasann. Það er ekki gott fyrir neinn til lengri tíma,“ segir Gummi. Hér að neðan má sjá nokkra íslenska smáhrifavalda: Elísabet Metta Svansdóttir eigandi Maikai. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Metta Svan Ásgeirsd (@elisabmetta) Björn Boði Björnsson, flugþjónn og World Class-erfingi. View this post on Instagram A post shared by Björn Boði (@bjornbodi) Anna Guðný Ingvarsdóttir flugfreyja View this post on Instagram A post shared by Anna Guðný Ingvarsdóttir (@annagudnyingvars) Adam Helgason matargagnrýnandi View this post on Instagram A post shared by Adam Karl (@adamhelgason) Brynja Bjarnadóttir dansari View this post on Instagram A post shared by Brynja anderiman (@brynjabjarnaa) Friðþóra Sigurjónsdóttir pílateskennari View this post on Instagram A post shared by FRIÐÞÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR (@fridtora) Ábendingar um nýja smáhrifavalda má senda á svavam@syn.is Samfélagsmiðlar Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Samkvæmt Forbes telja mörg fyrirtæki að samstarf við smáhrifavalda skili betri árangri en dýrara samstarf við stór nöfn. Rannsókn Stackla sýnir að smááhrifavaldar veita ekki aðeins meiri trúverðugleika heldur einnig betri innsýn í þarfir neytenda. Þátttaka fylgjenda (e. engagement) er að jafnaði mun hærri hjá smááhrifavöldum þar sem fylgjendahópar þeirra eru einsleitari, áhugasamari og með sterkari tengsl við áhrifavaldinn sjálfan. Trúverðugleiki óháð fylgjendafjölda Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, eigandi umboðsskrifstofunnar Atelier Agency og áhrifavaldur, telur að um 300 smáhrifavaldar starfi á Íslandi í dag. Fjöldi fylgjenda þeirra er yfirleitt 1000 til 5000 á Íslandi, en stærri áhrifavaldar eru um fimmtíu talsins. Spurður hvort smáhrifavaldar njóti meiri trúverðugleika en stærri áhrifavaldar segir hann að það sé misjafnt. Hann segist skilja hvaðan áhyggjur fólks koma en það komi ávallt niður að gildum hvers og eins, óháð fylgjendatölu. „Það er að mínu mati undir áhrifavaldinum sjálfum komið hvernig hann viðheldur trúverðugleikanum. Persónulega reyni ég að miða við sjálfan mig og byggja upp langtímasamstarf, ekki stutt verkefni í einn eða þrjá mánuði. Flest af mínum samstörfum hafa staðið yfir í nokkur ár. Það skapar bæði fjárhagslegan stöðugleika fyrir mig og styrkir trúverðugleika minn gagnvart fylgjendum mínum.“ Guðmundur segir fólk þurfi að stíga varlega til jarðar bæði vegna eigin vörumerkis, fyrirtækjanna og vegna ábyrgðarinnar sem fylgir því að hafa áhrif á aðra: „Oft eru smáhrifavaldar að gefa vinnu sína fyrir nokkrar vörur, sérstaklega á TikTok þar sem sumir eru að vinna með þrjá til fimm samstarfsaðila í einu, en eiga kannski margra klukkustunda vinnu að baki og fá lítið í vasann. Það er ekki gott fyrir neinn til lengri tíma,“ segir Gummi. Hér að neðan má sjá nokkra íslenska smáhrifavalda: Elísabet Metta Svansdóttir eigandi Maikai. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Metta Svan Ásgeirsd (@elisabmetta) Björn Boði Björnsson, flugþjónn og World Class-erfingi. View this post on Instagram A post shared by Björn Boði (@bjornbodi) Anna Guðný Ingvarsdóttir flugfreyja View this post on Instagram A post shared by Anna Guðný Ingvarsdóttir (@annagudnyingvars) Adam Helgason matargagnrýnandi View this post on Instagram A post shared by Adam Karl (@adamhelgason) Brynja Bjarnadóttir dansari View this post on Instagram A post shared by Brynja anderiman (@brynjabjarnaa) Friðþóra Sigurjónsdóttir pílateskennari View this post on Instagram A post shared by FRIÐÞÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR (@fridtora) Ábendingar um nýja smáhrifavalda má senda á svavam@syn.is
Samfélagsmiðlar Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira