Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2025 07:02 Daniel og Daníel Óliver giftu sig í sænskum kastala. Caitlin Joice „Dagurinn hefði ekki getað verið betri,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Óliver Nyback sem gekk að eiga sinn heittelskaða Daniel Mattias Nyback um helgina í hundrað manna teiti í sænskum kastala. Blaðamaður ræddi við Daníel Óliver um stóra daginn. Daníel og Daníel eru búnir að vera saman í næstum fjórtán ár og eiga rætur bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Nýgiftir og glæsilegir!Caitlin Joice Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst í september 2023 eftir loftbelgsferð. Ég skildi ekki alveg af hverju hann bauð mér í loftbelg þar sem ég er frekar lofthræddur en þegar við lentum þá kom bónorð. Hann var svo stressaður að hann eiginlega henti hringnum í mig þegar hann spurði. Daniel Mattias var svo stressaður að biðja Daníels Ólivers að hann næstum kastaði trúlofunarhringnum í hann. Caitlin Joice Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Við byrjuðum að plana fyrir um það bil ári. Þegar við ákváðum að hafa brúðkaupið í Svíþjóð fengum ráð um að fá hjálp frá brúðkaupsskipuleggjanda (e. wedding planner) til að skipuleggja svona stórt brúðkaup þar sem fólk væri að koma frá mismunandi löndum og það var án efa besta ákvörðunin. Glæsilegir gestir og hjón!Caitlin Joice Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Dagurinn var frábær. Þetta var helgarbúðkaup svo gestirnir voru búnir að hittast og spjalla kvöldið áður þannig stemningin var bara góð. Allir peppaðir og dagurinn hefði ekki getað verið betri. Dagurinn hefði ekki getað verið betri segja Daníel og Daniel.Caitlin Joice Voruð þið sammála í skipulaginu? Já svona að mestu leyti. Við tókum auðvitað nokkrar málamiðlanir en í grunninn vildum við að brúðkaupið myndi aðallega snúast um skemmtilega upplifun fyrir fólkið okkar og vini og við unnum allt út frá þeirri möntru. View this post on Instagram A post shared by Caitlin Joyce (@caitlinjoycephotography) Hvað fannst ykkur mikilvægast? Það var mikilvægt fyrir okkur að vinir okkar frá hinum ýmsu tímabilum í lífinu og fjölskylda fengju að hittast og kynnast almennilega. Svo auðvitað að hafa gaman að þessu. Gleðin var í fyrirrúmi.Caitlin Joice Hvaðan sóttuð þið innblástur? Við ákváðum að hafa þetta þemabrúðkaup þar sem við vorum með þennan gamla kastala. Okkur fannst Gatsby þema skemmtilegt svo við og gestirnir gætum klætt okkur upp og fengið að upplifa hvernig það var að mæta í svona stórar veislur árið 1920. Það var alveg truflað gaman. View this post on Instagram A post shared by Daniel Oliver (@itsdanieloliver) Hvað stendur upp úr? Öll ástin sem við fundum frá fólkinu okkar og vinum. Það var ógleymanlegt. Skemmtilegar ræður, falleg atriði, fyndin uppistönd, söngur, gleði og gaman. Ástin var svo sannarlega í loftinu!Caitlin Joice Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? María systir mín og besta vinkona Nybacks voru veislustjórar. Svo fengum við frábæran kvartett til að spila í athöfninni og svo æðislegan DJ um kvöldið með gestasöngkonu sem kom öllum í stuð. Strákarnir voru í gríðarlegu stuði!Caitlin Joice Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Hvað við eigum marga ótrúlega, fyndna, hæfileikaríka og yndislega vini. Umkringdir góðum fyndnum og skemmtilegum vinum!Caitlin Joice Hvað voru margir gestir? 100 manns. Hvernig gekk að velja brúðkaupsfötin og hvaðan sóttirðu innblásturinn fyrir það? Við vildum vera svipaðir en samt mismunandi svo við vorum báðir í smóking, hann í svörtum jakka og ég í hvítum. Stórglæsilegir í svörtum og hvítum smókingum.Caitlin Joice Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Excel er vinur þinn og takið á móti allri hjálp sem þið getið fengið. Daníel Óliver mælir með að þiggja alla mögulega hjálp sem býðst þegar verið er að skipuleggja brúðkaup.Caitlin Joice Ætlið þið í brúðkaupsferð? Já, en það er ekkert ákveðið ennþá. Brúðkaup Ástin og lífið Íslendingar erlendis Svíþjóð Tímamót Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Daníel og Daníel eru búnir að vera saman í næstum fjórtán ár og eiga rætur bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Nýgiftir og glæsilegir!Caitlin Joice Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst í september 2023 eftir loftbelgsferð. Ég skildi ekki alveg af hverju hann bauð mér í loftbelg þar sem ég er frekar lofthræddur en þegar við lentum þá kom bónorð. Hann var svo stressaður að hann eiginlega henti hringnum í mig þegar hann spurði. Daniel Mattias var svo stressaður að biðja Daníels Ólivers að hann næstum kastaði trúlofunarhringnum í hann. Caitlin Joice Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Við byrjuðum að plana fyrir um það bil ári. Þegar við ákváðum að hafa brúðkaupið í Svíþjóð fengum ráð um að fá hjálp frá brúðkaupsskipuleggjanda (e. wedding planner) til að skipuleggja svona stórt brúðkaup þar sem fólk væri að koma frá mismunandi löndum og það var án efa besta ákvörðunin. Glæsilegir gestir og hjón!Caitlin Joice Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Dagurinn var frábær. Þetta var helgarbúðkaup svo gestirnir voru búnir að hittast og spjalla kvöldið áður þannig stemningin var bara góð. Allir peppaðir og dagurinn hefði ekki getað verið betri. Dagurinn hefði ekki getað verið betri segja Daníel og Daniel.Caitlin Joice Voruð þið sammála í skipulaginu? Já svona að mestu leyti. Við tókum auðvitað nokkrar málamiðlanir en í grunninn vildum við að brúðkaupið myndi aðallega snúast um skemmtilega upplifun fyrir fólkið okkar og vini og við unnum allt út frá þeirri möntru. View this post on Instagram A post shared by Caitlin Joyce (@caitlinjoycephotography) Hvað fannst ykkur mikilvægast? Það var mikilvægt fyrir okkur að vinir okkar frá hinum ýmsu tímabilum í lífinu og fjölskylda fengju að hittast og kynnast almennilega. Svo auðvitað að hafa gaman að þessu. Gleðin var í fyrirrúmi.Caitlin Joice Hvaðan sóttuð þið innblástur? Við ákváðum að hafa þetta þemabrúðkaup þar sem við vorum með þennan gamla kastala. Okkur fannst Gatsby þema skemmtilegt svo við og gestirnir gætum klætt okkur upp og fengið að upplifa hvernig það var að mæta í svona stórar veislur árið 1920. Það var alveg truflað gaman. View this post on Instagram A post shared by Daniel Oliver (@itsdanieloliver) Hvað stendur upp úr? Öll ástin sem við fundum frá fólkinu okkar og vinum. Það var ógleymanlegt. Skemmtilegar ræður, falleg atriði, fyndin uppistönd, söngur, gleði og gaman. Ástin var svo sannarlega í loftinu!Caitlin Joice Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? María systir mín og besta vinkona Nybacks voru veislustjórar. Svo fengum við frábæran kvartett til að spila í athöfninni og svo æðislegan DJ um kvöldið með gestasöngkonu sem kom öllum í stuð. Strákarnir voru í gríðarlegu stuði!Caitlin Joice Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Hvað við eigum marga ótrúlega, fyndna, hæfileikaríka og yndislega vini. Umkringdir góðum fyndnum og skemmtilegum vinum!Caitlin Joice Hvað voru margir gestir? 100 manns. Hvernig gekk að velja brúðkaupsfötin og hvaðan sóttirðu innblásturinn fyrir það? Við vildum vera svipaðir en samt mismunandi svo við vorum báðir í smóking, hann í svörtum jakka og ég í hvítum. Stórglæsilegir í svörtum og hvítum smókingum.Caitlin Joice Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Excel er vinur þinn og takið á móti allri hjálp sem þið getið fengið. Daníel Óliver mælir með að þiggja alla mögulega hjálp sem býðst þegar verið er að skipuleggja brúðkaup.Caitlin Joice Ætlið þið í brúðkaupsferð? Já, en það er ekkert ákveðið ennþá.
Brúðkaup Ástin og lífið Íslendingar erlendis Svíþjóð Tímamót Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira