„Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Agnar Már Másson skrifar 20. ágúst 2025 17:30 Saint Paul Edeh hefur verið uppnefndur „Dýrlinginn“ á brautum suðvesturhornsins. Samsett mynd Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. Edeh sást á myndskeiði sem birt var síðasta fimmtudag eiga í hvössum orðaskiptum við tvær mexíkóskar ferðakonur við Bláa lónið. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig. Í myndskeiði sem Friðrik Einarsson, betur þekktur sem rannsóknarleigubílstjórinn Taxý Hönter, birti virtist Edeh skella skotti bíls á höfuð annarrar konunnar þegar hún reyndi að sækja farangur sinn. Edeh hefur verið uppnefndur „Dýrlingurinn“ af kollegum sínum í stéttinni. Ferðamálastjóri sagði við Vísi í síðustu viku að málið væri ekki það fyrsta af sinni tegund, þó að það teldist til frávika. Sjá nánar: Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Fjarlægður af lista yfir leigubílsstjóra Nafn Saint Paul Edeh var í gær tilgreint á vef Samgöngustofu á lista yfir atvinnuleyfishafa í leigubílaakstri. En í dag er nafnið hans ekki lengur á listanum, sem var að því er virðist síðast uppfærður í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta vegna þess að hann hefur verið sviptur leyfi. Enn fremur er leigubílafyrirtæki Edeh, Taxi Amen, ekki lengur tilgreint á síðu Samgöngustofu yfir rekstrarleyfishafa. Sá listi var einnig uppfærður í gær. Samskiptastjóri Samgöngustofu, Þórhildur Elín Elínardóttir, sagði að stofnunin tjáði sig ekki um málefni einstaklinga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í síðustu viku að Samgöngustofa hefði tekið málið til skoðunar. „Enginn sagt mér neitt“ Þegar blaðamaður sló á þráðinn hjá Edeh í dag kvaðst hann ekki vera upplýstur um það hvort hann hefði misst leyfið. „Enginn hefur sagt mér neitt,“ sagði Edeh í samtali við blaðamann en hann stendur staðfastur á því að hann hafi ekki gert neitt rangt í myndbandinu. Edeh neitar því að hafa skellt skottinu á höfuð konunnar og segist aðeins hafa beðið þær um þann pening sem þær munu hafa skuldað honum. Frumvarp fyrsta mál á dagskrá Innviðaráðherra sagðist í viðtali á Sprengisandi um helgina ætla að leggja frumvarp um leigubílamál sem sitt fyrsta mál þegar haustþing hefst í september þar sem hann hyggst aftur setja á stöðvaskyldu, sem var afnumin þegar leigubílalögum var breytt árið 2022. Ráðherrann kveðst vilja gera íslensku að prófmáli leigubílstjóra og segist vera að athuga hvort hann geti gert það. Samkvæmt frumvarpi innviðaráðherra væri Neytendastofu einnig falið eftirlit með því að bílstjórar hefðu gjaldskrá sýnilega. Leigubílar Samgöngur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Bílar Bláa lónið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Edeh sást á myndskeiði sem birt var síðasta fimmtudag eiga í hvössum orðaskiptum við tvær mexíkóskar ferðakonur við Bláa lónið. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig. Í myndskeiði sem Friðrik Einarsson, betur þekktur sem rannsóknarleigubílstjórinn Taxý Hönter, birti virtist Edeh skella skotti bíls á höfuð annarrar konunnar þegar hún reyndi að sækja farangur sinn. Edeh hefur verið uppnefndur „Dýrlingurinn“ af kollegum sínum í stéttinni. Ferðamálastjóri sagði við Vísi í síðustu viku að málið væri ekki það fyrsta af sinni tegund, þó að það teldist til frávika. Sjá nánar: Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Fjarlægður af lista yfir leigubílsstjóra Nafn Saint Paul Edeh var í gær tilgreint á vef Samgöngustofu á lista yfir atvinnuleyfishafa í leigubílaakstri. En í dag er nafnið hans ekki lengur á listanum, sem var að því er virðist síðast uppfærður í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta vegna þess að hann hefur verið sviptur leyfi. Enn fremur er leigubílafyrirtæki Edeh, Taxi Amen, ekki lengur tilgreint á síðu Samgöngustofu yfir rekstrarleyfishafa. Sá listi var einnig uppfærður í gær. Samskiptastjóri Samgöngustofu, Þórhildur Elín Elínardóttir, sagði að stofnunin tjáði sig ekki um málefni einstaklinga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í síðustu viku að Samgöngustofa hefði tekið málið til skoðunar. „Enginn sagt mér neitt“ Þegar blaðamaður sló á þráðinn hjá Edeh í dag kvaðst hann ekki vera upplýstur um það hvort hann hefði misst leyfið. „Enginn hefur sagt mér neitt,“ sagði Edeh í samtali við blaðamann en hann stendur staðfastur á því að hann hafi ekki gert neitt rangt í myndbandinu. Edeh neitar því að hafa skellt skottinu á höfuð konunnar og segist aðeins hafa beðið þær um þann pening sem þær munu hafa skuldað honum. Frumvarp fyrsta mál á dagskrá Innviðaráðherra sagðist í viðtali á Sprengisandi um helgina ætla að leggja frumvarp um leigubílamál sem sitt fyrsta mál þegar haustþing hefst í september þar sem hann hyggst aftur setja á stöðvaskyldu, sem var afnumin þegar leigubílalögum var breytt árið 2022. Ráðherrann kveðst vilja gera íslensku að prófmáli leigubílstjóra og segist vera að athuga hvort hann geti gert það. Samkvæmt frumvarpi innviðaráðherra væri Neytendastofu einnig falið eftirlit með því að bílstjórar hefðu gjaldskrá sýnilega.
Leigubílar Samgöngur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Bílar Bláa lónið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira