Enski boltinn

Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gær­kvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Tarkowski reyndi að komast upp með að verja boltann með hendi en var gripinn í bólinu.
James Tarkowski reyndi að komast upp með að verja boltann með hendi en var gripinn í bólinu. Getty/George Wood

Nýliðarnir í Leeds United unnu 1-0 sigur á Everton í gærkvöldi í lokaleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu sex mínútum fyrir leikslok.

Lukas Nmecha skoraði af öryggi úr vítinu sem var dæmt fyrir hendi á fyrirliðann James Tarkowski.

Tarkowski lagðist fyrir skot Anton Stach og fékk boltann í hendina. Höndin var upp við líkamann en Chris Kavanagh dómari benti á punktinn. Myndbandsdómararnir staðfestu dóminn og töldu ekki á ástæðu til að kalla á Kavanagh í skjáinn.

Hér fyrir neðan má sjá vítadóminn og markið sem gerði út um leikinn á Elland Road í gær. Ríkharð Óskar Guðnason lýsti leiknum.

Klippa: Markið sem færði Leeds sigur á móti Everton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×