Enski boltinn

Rýndu í lið Bjarna og Guð­laugs: „Eins og í for­manns­slagnum um árið“

Sindri Sverrisson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru báðir miklir fótboltaáhugamenn.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru báðir miklir fótboltaáhugamenn.

„Hann er bara að njóta lífsins og spila fantasy,“ sögðu strákarnir í Fantasýn um Bjarna Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins, sem þeir telja að sé með nokkuð öflugt lið í enska draumadeildarleiknum.

Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban fóru um víðan völl í nýjasta þætti Fantasýn sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Þeir skoðuðu meðal annars lið Bjarna og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Lið Bjarna heitir Inter Garðabær og virðist Bjarni nokkuð virkur í leiknum:

„Hann er að spila þetta aktívt. Hann gerði eitt transfer í þessari viku og hefur greinilega verið að nota transferin. Hann tók inn Sarr fyrir Kudus sem kom svo sem út á sléttu þessa vikuna,“ sagði Albert.

„Hann er ekkert í slæmum málum. Hann er með þrjá Arsenal-menn, sem við mælum með, en líka með Gravenberch og Muniz sem eru meiddir, tvö brennandi vandamál. Mbeumo er heitur...“ bætti Albert við en hér að neðan má sjá lið Bjarna og Guðlaugs.

Guðlaugur Þór Þórðarson á liðið vinstra megin og er án Erlings Haaland. Bjarni Benediktsson á liðið hægra megin og sleppir Mohamed Salah.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com

Strákarnir í Fantasýn voru hins vegar með ýmsar ábendingar fyrir Guðlaug sem þarf að fara að spýta í lófana:

„Eins og í formannsslagnum um árið þá er Guðlaugur að lúta lægra haldi í fantasy. Mér fannst ég hugrakkur að nota Florian Wirtz í sjö vikur en Guðlaugur er enn með hann,“ sagði Albert en umræðuna má heyra alla hér að ofan og hefst hún eftir 1:13:40.

Allir þættir Fantasýn eru aðgengilegir hér á tal.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×