Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2025 08:02 Harvey Lewis þurfti að eyða nóttinni og gott betur á sjúkrahúsinu. @harveylewisultrarunner Ofurhlauparinn Harvey Lewis var í harðri baráttu um heimsmeistaratitilinn í bakgarðshlaupum í síðustu viku og var einn af þeim þremur sem héldu lengst út. Nú hefur komið í ljós að hann var ekki bara að keppa við þreytuna og þungar fætur eftir rúma fjóra sólarhringahlaup. Lewis náði ekki í mark áður en tíminn rann út í 112. hring og var því úr leik. Hann kláraði engu að síður 744 kílómetra í keppninni sem er magnaður árangur. Lewis endaði hinsvegar inn á sjúkrahúsi. Hann sagði söguna af því á samfélagsmiðlum sínum. Í ljós kom að hann hafði risbreinsbrotnað á tveimur stöðum við fall í brautinni. Harvey Lewis varð í þriðja sætinu á HM í bakgarðshlaupum en nú loksins á heimaleið eftir að hafa eytt tíma á sjúkrahúsi.@harveylewisultrarunner „Ég man eftir fallinu en ég hélt síðan áfram að hlaupa í tólf klukkutíma í viðbót. Ég hef dottið áður og líka af hjólinu mínu fyrir um áratug síðan. Ég hélt að það væru marin rifbein eins og þá en ég fylgdi því ekki eftir á sínum tíma. Venjulega er ekki mikið sem maður getur gert við brotin eða marin rifbein,“ skrifaði Harvey Lewis á Instagram-síðu sína. Fór á bráðamóttökuna Hann ákvað að láta skoða sig betur að þessu sinni. „Ég fór á sjúkrahúsið á föstudagskvöldið þegar ég kom heim því mér fannst það góð hugmynd að fá að sjá myndirnar. Röntgenmyndin sýndi að ég hafði brotið nokkur rifbein en líka að ég var með smá vökva í lungunum svo þeir lögðu til að ég væri lagður inn á bráðamóttökuna,“ skrifaði Lewis. „Eftir tvær sneiðmyndir, þótt ég hefði aðeins haft smá blæðingu, gátu þeir ekki staðfest að hún hefði hætt svo þeir vildu fylgjast með mér og ég var lagður inn á sjúkrahús til að fylgjast einnig með mér,“ skrifaði Lewis. Mesta matarlystin á ævinni „Ég mátti ekki borða í um sólarhring af því að þeir vildu halda möguleikannum opnum á aðgerð ef þörf væri á til að stöðva innvortis blæðingar. Loksins fékk ég samt leyfi til að borða. Ég hafði eina mestu matarlyst sem ég hef haft á ævinni og borðaði tvær máltíðir,“ skrifaði Lewis. Sjúkrahúslegan sá aftur á móti til þess að hann náði ekki að hlaupa þann daginn. Hann var búinn að hlaupa alla daga frá 14. júlí 2022. „Ég hef ekki verið sjúklingur á sjúkrahúsi síðan ég braut hálsinn á mér árið 2004,“ skrifaði Lewis. Hann segist ætla að nýta þennan tíma til að endurstilla skrokkinn, ná sér góðum og byrja síðan að byggja sig upp aftur. View this post on Instagram A post shared by Harvey Lewis (@harveylewisultrarunner) Bakgarðshlaup Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Lewis náði ekki í mark áður en tíminn rann út í 112. hring og var því úr leik. Hann kláraði engu að síður 744 kílómetra í keppninni sem er magnaður árangur. Lewis endaði hinsvegar inn á sjúkrahúsi. Hann sagði söguna af því á samfélagsmiðlum sínum. Í ljós kom að hann hafði risbreinsbrotnað á tveimur stöðum við fall í brautinni. Harvey Lewis varð í þriðja sætinu á HM í bakgarðshlaupum en nú loksins á heimaleið eftir að hafa eytt tíma á sjúkrahúsi.@harveylewisultrarunner „Ég man eftir fallinu en ég hélt síðan áfram að hlaupa í tólf klukkutíma í viðbót. Ég hef dottið áður og líka af hjólinu mínu fyrir um áratug síðan. Ég hélt að það væru marin rifbein eins og þá en ég fylgdi því ekki eftir á sínum tíma. Venjulega er ekki mikið sem maður getur gert við brotin eða marin rifbein,“ skrifaði Harvey Lewis á Instagram-síðu sína. Fór á bráðamóttökuna Hann ákvað að láta skoða sig betur að þessu sinni. „Ég fór á sjúkrahúsið á föstudagskvöldið þegar ég kom heim því mér fannst það góð hugmynd að fá að sjá myndirnar. Röntgenmyndin sýndi að ég hafði brotið nokkur rifbein en líka að ég var með smá vökva í lungunum svo þeir lögðu til að ég væri lagður inn á bráðamóttökuna,“ skrifaði Lewis. „Eftir tvær sneiðmyndir, þótt ég hefði aðeins haft smá blæðingu, gátu þeir ekki staðfest að hún hefði hætt svo þeir vildu fylgjast með mér og ég var lagður inn á sjúkrahús til að fylgjast einnig með mér,“ skrifaði Lewis. Mesta matarlystin á ævinni „Ég mátti ekki borða í um sólarhring af því að þeir vildu halda möguleikannum opnum á aðgerð ef þörf væri á til að stöðva innvortis blæðingar. Loksins fékk ég samt leyfi til að borða. Ég hafði eina mestu matarlyst sem ég hef haft á ævinni og borðaði tvær máltíðir,“ skrifaði Lewis. Sjúkrahúslegan sá aftur á móti til þess að hann náði ekki að hlaupa þann daginn. Hann var búinn að hlaupa alla daga frá 14. júlí 2022. „Ég hef ekki verið sjúklingur á sjúkrahúsi síðan ég braut hálsinn á mér árið 2004,“ skrifaði Lewis. Hann segist ætla að nýta þennan tíma til að endurstilla skrokkinn, ná sér góðum og byrja síðan að byggja sig upp aftur. View this post on Instagram A post shared by Harvey Lewis (@harveylewisultrarunner)
Bakgarðshlaup Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira