Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2025 11:21 Katrín Íris Sigurðardóttir er formaður BDSM á Íslandi. Vísir/Einar Formaður BDSM samtakanna á Íslandi segir dæmi um að fólki sé útskúfað af fjölskyldu og vinum þegar það opni sig um hneigðina. Árlega spinnist umræður um hvort BDSM fólk eigi heima í Gleðigöngunni. Í gærmorgun birtist grein á Vísi, þar sem formaður BDSM á Íslandi sagði að ár hvert kæmi upp spurning um hvort BDSM-fólk ætti heima í Gleðigöngunni, en hún var gengin um liðna helgi. BDSM fólk gekk í göngunni, og hafa aldrei fleiri verið hluti af gönguhóp félagsins en í ár. Formaðurinn segir viðbrögðin árlega vera á sömu leið, uppfull af vanþekkingu og fordómum. „Þannig í raun og veru voru skilaboðin mín bara einfaldlega það að þetta er miklu margslungnara fyrirbæri, BDSM-iðkun, en við fyrstu sýn virðist vera,“ segir Katrín Íris Sigurðardóttir, formaður BDSM á Íslandi. Margt fólk stofni ekki til náinna sambanda án þess að einhvers konar BDSM-dýnamík komi við sögu. „BDSM brýtur upp normið á alla þá vegu sem þarf til að geta flokkast sem hinsegin. Það hefur bara tekið svolítið lengri tíma fyrir okkur sem samfélag að sjá það. BDSM á Íslandi fékk hagsmunaaðild að samtökunum '78 árið 2016, en sú ákvörðun reyndist afar umdeild. „Þá er vandamálið svolítið það að við flokkumst ekki sem nógu hinsegin.“ Fordómar hafi fram að þessu aukist, samhliða auknum sýnileika. „Hluti af því að normalísera eitthvað er svolítið að ögra fólkinu sem mislíkar það. Þannig að við erum svolítið að finna fyrir auknum fordómum og erum að vinda ofan af því. Ég held að lykillinn að því sé í raun og veru bara fræðsla og meiri sýnileiki.“ Fólk fái oft að heyra að BDSM sé ofbeldi, og geti ekki haldist í hendur við heilbrigð sambönd. Það sé þrálátur misskilningur, en margt fólk veigri sér við að opna sig um BDSM-iðkun sína. „Ég held það sé bara að það fylgir því gríðarlega mikil skömm, og fólk hefur verið útilokað frá vinum og fjölskyldu því fólki er bara svolítið misboðið,“ segir Katrín Íris. „Við göngum út á það að við stundum BDSM sem er öruggt, samþykkt, meðvitað. Það er ekki BDSM ef það er ekki öruggt, samþykkt, meðvitað.“ Hinsegin Kynlíf Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
Í gærmorgun birtist grein á Vísi, þar sem formaður BDSM á Íslandi sagði að ár hvert kæmi upp spurning um hvort BDSM-fólk ætti heima í Gleðigöngunni, en hún var gengin um liðna helgi. BDSM fólk gekk í göngunni, og hafa aldrei fleiri verið hluti af gönguhóp félagsins en í ár. Formaðurinn segir viðbrögðin árlega vera á sömu leið, uppfull af vanþekkingu og fordómum. „Þannig í raun og veru voru skilaboðin mín bara einfaldlega það að þetta er miklu margslungnara fyrirbæri, BDSM-iðkun, en við fyrstu sýn virðist vera,“ segir Katrín Íris Sigurðardóttir, formaður BDSM á Íslandi. Margt fólk stofni ekki til náinna sambanda án þess að einhvers konar BDSM-dýnamík komi við sögu. „BDSM brýtur upp normið á alla þá vegu sem þarf til að geta flokkast sem hinsegin. Það hefur bara tekið svolítið lengri tíma fyrir okkur sem samfélag að sjá það. BDSM á Íslandi fékk hagsmunaaðild að samtökunum '78 árið 2016, en sú ákvörðun reyndist afar umdeild. „Þá er vandamálið svolítið það að við flokkumst ekki sem nógu hinsegin.“ Fordómar hafi fram að þessu aukist, samhliða auknum sýnileika. „Hluti af því að normalísera eitthvað er svolítið að ögra fólkinu sem mislíkar það. Þannig að við erum svolítið að finna fyrir auknum fordómum og erum að vinda ofan af því. Ég held að lykillinn að því sé í raun og veru bara fræðsla og meiri sýnileiki.“ Fólk fái oft að heyra að BDSM sé ofbeldi, og geti ekki haldist í hendur við heilbrigð sambönd. Það sé þrálátur misskilningur, en margt fólk veigri sér við að opna sig um BDSM-iðkun sína. „Ég held það sé bara að það fylgir því gríðarlega mikil skömm, og fólk hefur verið útilokað frá vinum og fjölskyldu því fólki er bara svolítið misboðið,“ segir Katrín Íris. „Við göngum út á það að við stundum BDSM sem er öruggt, samþykkt, meðvitað. Það er ekki BDSM ef það er ekki öruggt, samþykkt, meðvitað.“
Hinsegin Kynlíf Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira