Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. ágúst 2025 12:03 Viktor og Óskar eru stofnendur fyrsta fjölbragðaglímufélags Íslands. Vísir Stífar æfingar eru í gangi þessa dagana hjá Icelandic Combat theatre, eina fjölbragðaglímufélagi Íslands, fyrir þeirra fyrstu sýningu sem haldin verður á skemmtistaðnum Lemmy á Menningarnótt. Fjölbragðaglíma vísar til bardagaíþróttar með leikhúsívafi, þar sem öll brögð og glímutök eru æfð fyrirfram. Íþróttin hefur notið mikilla vinsælda vestanhafs þar sem Wrestle Mania er án efa þekktasta vörumerkið. Mörg fræg nöfn hafa sprottið úr sportinu, þar á meðal Hulk Hogan, en á meðal mestu aðdáenda íþróttarinnar er körfuboltagoðsögnin Shaquille O'Neal. Ísland í dag kíkti í heimsókn í nýja æfingahúsnæði félagsins. Þegar fréttamaður heimsótti Viktor Sigursveinsson og Óskar Dag Marteinsson stofnendur Icelandic Combat Theatre í júní var æfingahúsnæði þeirra í bílskúr og sýning aðeins fjarlægur draumur. Senn verður draumurinn að veruleika en nýja æfingaaðstaðan býður upp á mörg sóknarfæri. Á menningarnótt bjóða kapparnir á sýningu á skemmtistaðnum Lemmy. „Þessi sýning verðu blanda af fjölbragðaglímu og rokktónleikum,“ útskýrir Viktor. En hvað kom til að tveir menn stofnuðu fjölbragðaglímufélag á Íslandi? „Ég byrjaði fyrst að fylgjast með þessu 2011 og síðan er ég búinn að vera ástfanginn af þessu og dreymdi alltaf um að gera þetta,“ segir Óskar Dagur. Beið í ár eftir svari Árið 2023 bárust fregnir af því að Bray Wyatt, einn fremsti fjölglímukappi heims, hefði skyndilega fallið frá aðeins 36 ára gamall. „Andlega fór það rosalega illa með mig. Eftir það ákvað ég að gefa allt sem ég gat til að byrja þetta á Íslandi,“ segir Óskar, sem segist hafa litið upp til Wyatt. Eftir árangurslausa leit að fólki sem deildi með honum áhugamáli ákvað Óskar að birta færslu á samfélagsmiðlinum Reddit, þar sem hann spurði hvort fleiri hefðu áhuga á íþróttinni. Það var þó ekki fyrr en ári seinna þegar loks dró til tíðinda. „Þá sendir hann [Viktor] á mig skilaboð á Reddit. Við byrjum aðeins að spjalla og hittumst í miðbæ Reykjavíkur. Ég var rosalega stressaður, hélt að þetta væri bara einhver átján ára gutti að fíflast. En svo hittumst við, ætluðum bara að spjalla í klukkutíma en enduðum á að spjalla í fjóra, fimm tíma. Stuttu eftir það ákváðum við bara, já reynum á þetta. Í versta falli gerist ekkert. “ Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Viktor og Óskar stefna sem fyrr segir á fyrstu sýningu félagsins. Kapparnir tveir halda enn áfram að láta sig dreyma, og vonast til að geta stækkað æfingaaðstöðuna í framtíðinni enn fremur og þannig boðið mörgum að æfa á sama tíma. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Fjölbragðaglíma Glíma Ísland í dag Menningarnótt Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Fjölbragðaglíma vísar til bardagaíþróttar með leikhúsívafi, þar sem öll brögð og glímutök eru æfð fyrirfram. Íþróttin hefur notið mikilla vinsælda vestanhafs þar sem Wrestle Mania er án efa þekktasta vörumerkið. Mörg fræg nöfn hafa sprottið úr sportinu, þar á meðal Hulk Hogan, en á meðal mestu aðdáenda íþróttarinnar er körfuboltagoðsögnin Shaquille O'Neal. Ísland í dag kíkti í heimsókn í nýja æfingahúsnæði félagsins. Þegar fréttamaður heimsótti Viktor Sigursveinsson og Óskar Dag Marteinsson stofnendur Icelandic Combat Theatre í júní var æfingahúsnæði þeirra í bílskúr og sýning aðeins fjarlægur draumur. Senn verður draumurinn að veruleika en nýja æfingaaðstaðan býður upp á mörg sóknarfæri. Á menningarnótt bjóða kapparnir á sýningu á skemmtistaðnum Lemmy. „Þessi sýning verðu blanda af fjölbragðaglímu og rokktónleikum,“ útskýrir Viktor. En hvað kom til að tveir menn stofnuðu fjölbragðaglímufélag á Íslandi? „Ég byrjaði fyrst að fylgjast með þessu 2011 og síðan er ég búinn að vera ástfanginn af þessu og dreymdi alltaf um að gera þetta,“ segir Óskar Dagur. Beið í ár eftir svari Árið 2023 bárust fregnir af því að Bray Wyatt, einn fremsti fjölglímukappi heims, hefði skyndilega fallið frá aðeins 36 ára gamall. „Andlega fór það rosalega illa með mig. Eftir það ákvað ég að gefa allt sem ég gat til að byrja þetta á Íslandi,“ segir Óskar, sem segist hafa litið upp til Wyatt. Eftir árangurslausa leit að fólki sem deildi með honum áhugamáli ákvað Óskar að birta færslu á samfélagsmiðlinum Reddit, þar sem hann spurði hvort fleiri hefðu áhuga á íþróttinni. Það var þó ekki fyrr en ári seinna þegar loks dró til tíðinda. „Þá sendir hann [Viktor] á mig skilaboð á Reddit. Við byrjum aðeins að spjalla og hittumst í miðbæ Reykjavíkur. Ég var rosalega stressaður, hélt að þetta væri bara einhver átján ára gutti að fíflast. En svo hittumst við, ætluðum bara að spjalla í klukkutíma en enduðum á að spjalla í fjóra, fimm tíma. Stuttu eftir það ákváðum við bara, já reynum á þetta. Í versta falli gerist ekkert. “ Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Viktor og Óskar stefna sem fyrr segir á fyrstu sýningu félagsins. Kapparnir tveir halda enn áfram að láta sig dreyma, og vonast til að geta stækkað æfingaaðstöðuna í framtíðinni enn fremur og þannig boðið mörgum að æfa á sama tíma. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Fjölbragðaglíma Glíma Ísland í dag Menningarnótt Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“