Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. ágúst 2025 16:24 Hollywood-stjarnan giftist David Justice snemma á ferlinum áður en hún fékk Óskarsverðlaun, lék Storm í X-manna-myndunum og var Bond-stúlka. EPA David Justice, fyrrverandi eiginmaður Halle Berry, hefur vakið hörð viðbrögð eftir að hafa greint frá því hvers vegna þau hjónin skildu á sínum tíma. Fyrrverandi hafnaboltamaðurinn Justice, sem spilaði fjórtán tímabil í MLB-deildinni, var til viðtals í íþróttahlaðvarpinu All the Smoke á föstudaginn. Hann fór þar um víðan völl og rifjaði meðal annars upp hjónaband sitt við Halle Berry frá 1993 til 1997. „Hún bað mig að giftast sér eftir að hafa þekkt mig í fimm mánuði. Ég veit ekki hvort ég var með hjartað á réttum stað,“ sagði Justice um Berry. „En ég vildi ekki láta henni líða illa og segja nei. Ég var fastur í hita leiksins og þetta kom mér í opna skjöldu. Okkur kom vel saman, það var stemming, en það voru bara komnir fimm mánuðir og við vorum ennþá á hveitibrauðsstiginu,“ sagði hann jafnframt. Ekki nógu móðurleg húsmóðir Hann sagðist bara hafa verið í einu sambandi áður en hann kynntist Berry. Brestir hafi myndast í sambandið vegna væntinga hans um að hún sinnti heimilisstörfum. „Ég horfi á mömmu mína, ég er frá Miðvestrinu. Svo í mínum huga er ég á þessum tíma að hugsa um konu sem ætti að elda og þrífa,“ sagði Justice sem ólst upp í Cincinnati í Ohio. Hann hafi því hugsað: „Er þetta konan sem ég vil eignast börn með og búa til fjölskyldu með?“ Halle Berry’s ex-husband, former MLB player David Justice, says he left because he couldn’t see her as the mother of his kids: “She don’t cook, clean, don’t really seem motherly” pic.twitter.com/eVhwvnhmUL— The Art Of Dialogue (@ArtOfDialogue_) August 10, 2025 „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg og síðan byrjuðu vandræðin,“ sagði hann um Berry á þeim tíma. Hjónabandið endaði á vægast sagt slæmum nótum og fékk Berry á endanum nálgunarbann á hendur hafnaboltamanninum og lýsti því eftir skilnaðinn að hún hafi íhugað að svipta sig lífi. Berry hefur sömuleiðis ekki brugðist við viðtali Justice. Viðtalið hefur skiljanlega vakið hörð viðbrögð fólks og netheimar logað vegna þess síðustu daga. Justice hefur þar verið lýst sem karlrembu sem hefði betur fengið sér húshjálp en eiginkonu. Hollywood Tímamót Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira
Fyrrverandi hafnaboltamaðurinn Justice, sem spilaði fjórtán tímabil í MLB-deildinni, var til viðtals í íþróttahlaðvarpinu All the Smoke á föstudaginn. Hann fór þar um víðan völl og rifjaði meðal annars upp hjónaband sitt við Halle Berry frá 1993 til 1997. „Hún bað mig að giftast sér eftir að hafa þekkt mig í fimm mánuði. Ég veit ekki hvort ég var með hjartað á réttum stað,“ sagði Justice um Berry. „En ég vildi ekki láta henni líða illa og segja nei. Ég var fastur í hita leiksins og þetta kom mér í opna skjöldu. Okkur kom vel saman, það var stemming, en það voru bara komnir fimm mánuðir og við vorum ennþá á hveitibrauðsstiginu,“ sagði hann jafnframt. Ekki nógu móðurleg húsmóðir Hann sagðist bara hafa verið í einu sambandi áður en hann kynntist Berry. Brestir hafi myndast í sambandið vegna væntinga hans um að hún sinnti heimilisstörfum. „Ég horfi á mömmu mína, ég er frá Miðvestrinu. Svo í mínum huga er ég á þessum tíma að hugsa um konu sem ætti að elda og þrífa,“ sagði Justice sem ólst upp í Cincinnati í Ohio. Hann hafi því hugsað: „Er þetta konan sem ég vil eignast börn með og búa til fjölskyldu með?“ Halle Berry’s ex-husband, former MLB player David Justice, says he left because he couldn’t see her as the mother of his kids: “She don’t cook, clean, don’t really seem motherly” pic.twitter.com/eVhwvnhmUL— The Art Of Dialogue (@ArtOfDialogue_) August 10, 2025 „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg og síðan byrjuðu vandræðin,“ sagði hann um Berry á þeim tíma. Hjónabandið endaði á vægast sagt slæmum nótum og fékk Berry á endanum nálgunarbann á hendur hafnaboltamanninum og lýsti því eftir skilnaðinn að hún hafi íhugað að svipta sig lífi. Berry hefur sömuleiðis ekki brugðist við viðtali Justice. Viðtalið hefur skiljanlega vakið hörð viðbrögð fólks og netheimar logað vegna þess síðustu daga. Justice hefur þar verið lýst sem karlrembu sem hefði betur fengið sér húshjálp en eiginkonu.
Hollywood Tímamót Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sjá meira