„Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 12:59 Hanna Birna Valdimarsdóttir iðjuþjálfi er formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Vísir/samsett Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar ef greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS-sjúklinga verður alfarið hætt. Þetta segir formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Hætt sé við því að fólk sem hafi náð framförum með hjálp vökvagjafar detti aftur úr vinnu eða skóla og verði jafnvel aftur rúmliggjandi. Stöðubundið hraðtaktsheilkenni, jafnan kallað POTS, er heilkenni sem veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það eitt að setjast eða standa upp. Á vef Heilsuveru segir meðal annars um heilkennið að það valdi truflun á starfsemi ósjálfráða taugakerfisins sem veldur því að æðar dragast ekki nægilega saman og hjartsláttartíðni eykst mikið í kjölfarið, án þess að það verði blóðþrýstingsfall. Meðal einkenna geta verið svimi, hjartsláttarónot, yfirlið, þreyta, slappleiki og einbeitingarskortur svo fátt eitt sé nefnt. Samtökum um POTS á Íslandi barst bréf fyrir helgi um ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum þann 1. október næstkomandi, þó með einhverjum undantekningum. Hanna Birna Valdimarsdóttir iðjuþjálfi er formaður Samtaka um POTS á Íslandi. „Þetta er bara alls ekki gott. Við finnum og við skynjum mjög mikla hræðslu meðal þeirra sem eru með POTS,“ segir Hanna Birna. „Við erum að missa úrræði sem að hefur gagnast okkur vel, þeim sem að hafa nýtt sér þetta. Þetta er í rauninni innspýting inn í kerfið okkar þar sem okkur vantar vökva og vökvagjöfin hefur gefið okkur það að við höfum meiri lífsgæði. Við getum gert meira, við getum sinnt okkur sjálfum og gert það sem okkur langar til og við þurfum að gera.“ Þær forsendur eru meðal annars gefnar fyrir ákvörðun Sjúkratrygginga að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða. „Þau vilja meina það að þetta sé ekki nógu gagnreynd meðferð og að Norðurlandaþjóðirnar séu ekki að gera þetta. En við vitum nú til þess að það sé verið að gera þetta alla veganna í Svíþjóð. Maður getur bara ímyndað sér að þetta sé bara gert út frá peningalegu hliðinni. Að þetta sé of dýrt,“ segir Hanna Birna. Það muni kosta samfélagið meira fyrir vikið ef úrræðisins njóti ekki lengur við. „Fólk á eftir að finna fyrir meiri einkennum sem að verður til þess að þeir fara að missa úr, þeir sem eru komnir í vinnu þeir missa úr vinnu. Fólk í skóla það kannski þarf að hægja á sér og jafnvel hætta. Þau sem að hafa náð sér á strik úr rúmlegu, þau sjá fyrir sér aftur að leggjast í rúmið og get ekkert gert.“ Samtökin hafa kallað eftir frekari útskýringum frá heilbrigðisyfirvöldum, og hafa í undirbúningi mótmælabréf sem þau hyggjast senda ásamt yfir þrjátíu reynslusögum. „Ef að af þessu verður og þau ætla að hætta niðurgreiðslu alfarið til þeirra sem eru með POTS, að þetta getur haft bara alvarlegar afleiðingar.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Stöðubundið hraðtaktsheilkenni, jafnan kallað POTS, er heilkenni sem veldur því að hjartsláttartíðni eykst við það eitt að setjast eða standa upp. Á vef Heilsuveru segir meðal annars um heilkennið að það valdi truflun á starfsemi ósjálfráða taugakerfisins sem veldur því að æðar dragast ekki nægilega saman og hjartsláttartíðni eykst mikið í kjölfarið, án þess að það verði blóðþrýstingsfall. Meðal einkenna geta verið svimi, hjartsláttarónot, yfirlið, þreyta, slappleiki og einbeitingarskortur svo fátt eitt sé nefnt. Samtökum um POTS á Íslandi barst bréf fyrir helgi um ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar hjá sjálfstætt starfandi sérgreinalæknum þann 1. október næstkomandi, þó með einhverjum undantekningum. Hanna Birna Valdimarsdóttir iðjuþjálfi er formaður Samtaka um POTS á Íslandi. „Þetta er bara alls ekki gott. Við finnum og við skynjum mjög mikla hræðslu meðal þeirra sem eru með POTS,“ segir Hanna Birna. „Við erum að missa úrræði sem að hefur gagnast okkur vel, þeim sem að hafa nýtt sér þetta. Þetta er í rauninni innspýting inn í kerfið okkar þar sem okkur vantar vökva og vökvagjöfin hefur gefið okkur það að við höfum meiri lífsgæði. Við getum gert meira, við getum sinnt okkur sjálfum og gert það sem okkur langar til og við þurfum að gera.“ Þær forsendur eru meðal annars gefnar fyrir ákvörðun Sjúkratrygginga að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða. „Þau vilja meina það að þetta sé ekki nógu gagnreynd meðferð og að Norðurlandaþjóðirnar séu ekki að gera þetta. En við vitum nú til þess að það sé verið að gera þetta alla veganna í Svíþjóð. Maður getur bara ímyndað sér að þetta sé bara gert út frá peningalegu hliðinni. Að þetta sé of dýrt,“ segir Hanna Birna. Það muni kosta samfélagið meira fyrir vikið ef úrræðisins njóti ekki lengur við. „Fólk á eftir að finna fyrir meiri einkennum sem að verður til þess að þeir fara að missa úr, þeir sem eru komnir í vinnu þeir missa úr vinnu. Fólk í skóla það kannski þarf að hægja á sér og jafnvel hætta. Þau sem að hafa náð sér á strik úr rúmlegu, þau sjá fyrir sér aftur að leggjast í rúmið og get ekkert gert.“ Samtökin hafa kallað eftir frekari útskýringum frá heilbrigðisyfirvöldum, og hafa í undirbúningi mótmælabréf sem þau hyggjast senda ásamt yfir þrjátíu reynslusögum. „Ef að af þessu verður og þau ætla að hætta niðurgreiðslu alfarið til þeirra sem eru með POTS, að þetta getur haft bara alvarlegar afleiðingar.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira