„Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Agnar Már Másson skrifar 11. ágúst 2025 12:12 Sindri vill meina að merkið hafi verið templarakross heldur en járnkross. Krossarnir eru fremur líkir. Samsett Mynd Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross,“ segir Sindri Daði Rafnsson, stofnandi Skjaldar Íslands, sem greindi frá því fyrir helgi að hópurinn hafi skipt um merki. Nýja merkið líkist frekar hefðbundnum kristnum krossi en gamla merkið var sagt líkjast járnkrossi sem nasistar og nýnasistar hafa notað reglulega síðustu áratugi. Nýju bolirnir eru prýddir hefbundnari kross en þeir gömlu.Skjáskot/Facebook Aðstandendur Skjaldar Íslands hafa vakið mikla athygli fyrir heit sín um að standa vörð um íslenska menningu og siði síðan þeir gengu einkennisklæddir um miðborgina um miðjan júlí. Hópurinn hefur einnig vakið athygli fyrir fasískar skírskotanir en hluti aðstandenda hópsins hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi og rán. „Þess vegna var hann rauður“ „Við erum að gera þetta af virðingu við Templarana og Frímúrarana,“ segir Sindri í samtali við blaðamann. Hann vill alls ekki meina að hópurinn hafi sótt í hugarheim nasista með krossavali sínu, hér sé ekki um járnkrossinn að ræða, heldur templarakrossinn sem musterisriddarar báru í krossferðum forðum daga. „Og þess vegna var hann rauður, ekki svartur“ áréttar Sindri en vert er að nefna að merkið var alfarið hvítt á peysum liðsmanna Skjaldar Íslands þegar þeir vöktu fyrst athygli á svokölluðu hverfisrölti í júlí. Frá rölti meðlima Skjaldar Íslands í júlí. Sindri segir að forsvarsmenn hópsins hafi heyrt óánægjuraddir innan úr Frímúrarareglunni, þó ekki fengið neinar formlegar beiðnir um að hætta að nota krossinn. Hann kennir í raun fjölmiðlum um að hafa „snúið út úr“ með því að benda á líkindi krossins við járnkrossinn. Sindri segist reyndar hafa fengið stuðningsbréf frá Templörum, bæði frá Þýskalandi og Íslandi. Merki Skjaldar Íslands til vinstri og forsíða stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik til hægri.Vísir/Samsett Samhliða þessu hyggst hópurinn hefja sölu á bolum sem á stendur „Ég er skjöldur Íslands“ og prýðir nýja krossinn, frekar en hinn gamla. Bæði járnkrossinn og templarakrossinn eru tegundir af croix pattée, sem er kross sem notaður hefur verið í kristnu samhengi í gegnum söguna. Merkið var til dæmis notað af musterisriddörum og hugrenningartengsl eru á milli þess og krossferða miðalda. Raður croix pattée prýðir til dæmis forsíðu stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik, hryðjuverkamannsins og nýnasistans sem myrti 77 manns í Ósló og Útey og særði aðra 319 akkúrat á þessum degi fyrir fjórtán árum síðan. Sindri segir að hópurinn hafi ekkert á móti útlendingum heldur snúi gagnrýnin að fólki sem „misnoti kerfið“ og að útlendingar fái stuðning á meðan „Íslendingarnir okkar, langveikir og aldraðir og aðrir fá ekki neina hjálp.“ Lögreglumál Reykjavík Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. 22. júlí 2025 19:01 Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira
„Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross,“ segir Sindri Daði Rafnsson, stofnandi Skjaldar Íslands, sem greindi frá því fyrir helgi að hópurinn hafi skipt um merki. Nýja merkið líkist frekar hefðbundnum kristnum krossi en gamla merkið var sagt líkjast járnkrossi sem nasistar og nýnasistar hafa notað reglulega síðustu áratugi. Nýju bolirnir eru prýddir hefbundnari kross en þeir gömlu.Skjáskot/Facebook Aðstandendur Skjaldar Íslands hafa vakið mikla athygli fyrir heit sín um að standa vörð um íslenska menningu og siði síðan þeir gengu einkennisklæddir um miðborgina um miðjan júlí. Hópurinn hefur einnig vakið athygli fyrir fasískar skírskotanir en hluti aðstandenda hópsins hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi og rán. „Þess vegna var hann rauður“ „Við erum að gera þetta af virðingu við Templarana og Frímúrarana,“ segir Sindri í samtali við blaðamann. Hann vill alls ekki meina að hópurinn hafi sótt í hugarheim nasista með krossavali sínu, hér sé ekki um járnkrossinn að ræða, heldur templarakrossinn sem musterisriddarar báru í krossferðum forðum daga. „Og þess vegna var hann rauður, ekki svartur“ áréttar Sindri en vert er að nefna að merkið var alfarið hvítt á peysum liðsmanna Skjaldar Íslands þegar þeir vöktu fyrst athygli á svokölluðu hverfisrölti í júlí. Frá rölti meðlima Skjaldar Íslands í júlí. Sindri segir að forsvarsmenn hópsins hafi heyrt óánægjuraddir innan úr Frímúrarareglunni, þó ekki fengið neinar formlegar beiðnir um að hætta að nota krossinn. Hann kennir í raun fjölmiðlum um að hafa „snúið út úr“ með því að benda á líkindi krossins við járnkrossinn. Sindri segist reyndar hafa fengið stuðningsbréf frá Templörum, bæði frá Þýskalandi og Íslandi. Merki Skjaldar Íslands til vinstri og forsíða stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik til hægri.Vísir/Samsett Samhliða þessu hyggst hópurinn hefja sölu á bolum sem á stendur „Ég er skjöldur Íslands“ og prýðir nýja krossinn, frekar en hinn gamla. Bæði járnkrossinn og templarakrossinn eru tegundir af croix pattée, sem er kross sem notaður hefur verið í kristnu samhengi í gegnum söguna. Merkið var til dæmis notað af musterisriddörum og hugrenningartengsl eru á milli þess og krossferða miðalda. Raður croix pattée prýðir til dæmis forsíðu stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik, hryðjuverkamannsins og nýnasistans sem myrti 77 manns í Ósló og Útey og særði aðra 319 akkúrat á þessum degi fyrir fjórtán árum síðan. Sindri segir að hópurinn hafi ekkert á móti útlendingum heldur snúi gagnrýnin að fólki sem „misnoti kerfið“ og að útlendingar fái stuðning á meðan „Íslendingarnir okkar, langveikir og aldraðir og aðrir fá ekki neina hjálp.“
Lögreglumál Reykjavík Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. 22. júlí 2025 19:01 Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira
„Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. 22. júlí 2025 19:01
Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00