Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2025 20:23 Albert Jónsson undrar ákvörðun Netanjahú. Vísir/Viktor Freyr Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra, segir Ísraelsmenn ganga langt út fyrir rétt sinn til sjálfsvarnar með fyrirætluðu hernámi sínu á Gasaborg. Hamasliðar feli ekki lengur í sér tilvistarógn við Ísraelsríki enda hafi Ísraelar gert út af við hernaðararm samtakanna. Greint var frá því snemma í morgun að eftir næturlangan fund öryggisráðs Ísraels var niðurstaðan sú að Gasaborg yrði hernumin. Gasaborg liggur á þeim fjórðungi Gasastrandarinnar sem lýtur ekki herstjórn Ísraela um þessar mundir. Ákvörðunin varð fljótt tilefni fordæminga víða að. Framámaður í ísraelska hernum hefur látið hafa það eftir sér íað tilætlanir Netanjahú forsætisráðherra komi til með að steypa Ísrael í „svarthol“ skæruátaka og mannúðarkrísu. Tilvistarógnin ekki lengur til staðar Albert Jónsson segir ljóst að Ísraelsmenn hafi þegar séð til þess að þeim stafi ekki meiriháttar ógn af Hamasliðum. Sjálfsvarnarréttur Ísraela í kjölfar hryðjuverkanna 7. október 2023 sé ótvíræður en ýmislegt hafi þó breyst síðan þá. „Ísrael hefur svo gott sem lagt Hamas-samtökin að velli á Gasa sem hernaðarafl. Þau eru enn þá til sem pólitískur aðili að einhverju marki en ekki sem hernaðarafl. Það stendur upp úr, finnst mér, að Hamas-samtökin fela ekki í sér tilvistarógn við Ísraelsríki, langt því frá. Þar að auki hefur öryggi Ísraels aukist á undanförnum mánuðum vegna þess að Íran er miklu veikara en áður. Ísrael hefur lagt að velli bandamann Írana í Líbanon, Hezbollah-hryðjuverkasamtökin. Stórlega veikt Hamas-samtökin. Síðan hefur Assad-stjórnin á Sýrlandi fallið. Allt þetta finnst manni leggjast á eitt um að auka öryggi Ísraels og opna aðra möguleika en að fara í hernám á Gasa,“ segir hann. Taumarnir trosnaðir Möguleikarnir séu ýmsir þegar stjórnartaumar Hamasliða hafa trosnað jafnmikið og raun ber vitni. „Arabaríkin eru lykilatriði. Hægt væri að fá stuðning þeirra við að setja enn meiri þrýsting á Hamas um að fallast loksins á vopnahlé, og að gíslunum sem eftir eru verði skilað. Svo í kjölfarið yrði komið á einhvers konar bráðabirgðastjórn á vegum Arabaríkjanna, eða með stuðningi þeirra, og án þátttöku Hamas og án þátttöku ísraelskra stjórnvalda,“ segir Albert. Þetta séu ekki raunsæir möguleikar þessa stundina en nýjar forsendur blasi við fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það ættu að vera til einhverjir fleri möguleikar og meira svigrúm en fælist í því að hernema Gasa. Það er ekki gott fyrir ímynd Ísraels og aðra hagsmuni þeirra,“ segir hann. Er eitthvað að marka Netanjahú? „Ég held að aðalatriðið sé að fá Arabaríki sem ég held að væru til í það. Það er svokallað Abrahamferli sem hefur lotið að því að koma samskiptum Ísraels og Arabaríkja í eðlilegt og friðsamlegt horf. Fyrst þarf að koma vopnahlé og þar hefur Hamas þverneitað og sett gíslana sem skilyrði og líta svo á að þeir séu þeirra trygging. Það þarf að setja þann þrýsting sem þarf á Hamas til að vopnahlé komist á. Það er fyrsta skrefið,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira
Greint var frá því snemma í morgun að eftir næturlangan fund öryggisráðs Ísraels var niðurstaðan sú að Gasaborg yrði hernumin. Gasaborg liggur á þeim fjórðungi Gasastrandarinnar sem lýtur ekki herstjórn Ísraela um þessar mundir. Ákvörðunin varð fljótt tilefni fordæminga víða að. Framámaður í ísraelska hernum hefur látið hafa það eftir sér íað tilætlanir Netanjahú forsætisráðherra komi til með að steypa Ísrael í „svarthol“ skæruátaka og mannúðarkrísu. Tilvistarógnin ekki lengur til staðar Albert Jónsson segir ljóst að Ísraelsmenn hafi þegar séð til þess að þeim stafi ekki meiriháttar ógn af Hamasliðum. Sjálfsvarnarréttur Ísraela í kjölfar hryðjuverkanna 7. október 2023 sé ótvíræður en ýmislegt hafi þó breyst síðan þá. „Ísrael hefur svo gott sem lagt Hamas-samtökin að velli á Gasa sem hernaðarafl. Þau eru enn þá til sem pólitískur aðili að einhverju marki en ekki sem hernaðarafl. Það stendur upp úr, finnst mér, að Hamas-samtökin fela ekki í sér tilvistarógn við Ísraelsríki, langt því frá. Þar að auki hefur öryggi Ísraels aukist á undanförnum mánuðum vegna þess að Íran er miklu veikara en áður. Ísrael hefur lagt að velli bandamann Írana í Líbanon, Hezbollah-hryðjuverkasamtökin. Stórlega veikt Hamas-samtökin. Síðan hefur Assad-stjórnin á Sýrlandi fallið. Allt þetta finnst manni leggjast á eitt um að auka öryggi Ísraels og opna aðra möguleika en að fara í hernám á Gasa,“ segir hann. Taumarnir trosnaðir Möguleikarnir séu ýmsir þegar stjórnartaumar Hamasliða hafa trosnað jafnmikið og raun ber vitni. „Arabaríkin eru lykilatriði. Hægt væri að fá stuðning þeirra við að setja enn meiri þrýsting á Hamas um að fallast loksins á vopnahlé, og að gíslunum sem eftir eru verði skilað. Svo í kjölfarið yrði komið á einhvers konar bráðabirgðastjórn á vegum Arabaríkjanna, eða með stuðningi þeirra, og án þátttöku Hamas og án þátttöku ísraelskra stjórnvalda,“ segir Albert. Þetta séu ekki raunsæir möguleikar þessa stundina en nýjar forsendur blasi við fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það ættu að vera til einhverjir fleri möguleikar og meira svigrúm en fælist í því að hernema Gasa. Það er ekki gott fyrir ímynd Ísraels og aðra hagsmuni þeirra,“ segir hann. Er eitthvað að marka Netanjahú? „Ég held að aðalatriðið sé að fá Arabaríki sem ég held að væru til í það. Það er svokallað Abrahamferli sem hefur lotið að því að koma samskiptum Ísraels og Arabaríkja í eðlilegt og friðsamlegt horf. Fyrst þarf að koma vopnahlé og þar hefur Hamas þverneitað og sett gíslana sem skilyrði og líta svo á að þeir séu þeirra trygging. Það þarf að setja þann þrýsting sem þarf á Hamas til að vopnahlé komist á. Það er fyrsta skrefið,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira