Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 19:00 Fólk prílar býsna hátt til að ná hinni fullkomnu mynd. Vísir/Sigurjón Ferðamenn í Reynisfjöru segjast lítið hafa vitað um hætturnar áður en þeir heimsóttu fjöruna. Þeir kalla eftir skýrari leiðbeiningum og fleiri skiltum. Hjón sem urðu vitni að banaslysinu telja að lífvörður á staðnum myndi aðeins vekja falska öryggistilfinningu. Mikil umræða hefur skapast um öryggismál á ferðamannastöðum í kjölfar þess að níu ára gömul þýsk stúlka lést í Reynisfjöru síðastliðinn laugardag. Meðal annars hafa komið fram hugmyndir um mannaða vakt í fjörunni. Hjónin Raiko og Aivi voru að ferðast um landið með fjölskyldu sinni og voru stödd í Reynisfjöru þegar slysið varð. Þau telja að mönnuð vakt á staðnum myndi litlu skila. „Fólk er adrenalínfíklar. Það kemur á staðinn og ef það sér lífvörð gæti það fengið falska öryggistilfinningu. Þá sækir það jafnvel enn meira í hættuna,“ segir Aivi Murd-Murulauk, vitni að banaslysinu. Ítarlegt viðtal við Aivi og Raiko má finna hér að ofan. „Það áttar sig ekki á því að lífvörðurinn getur ekki bjargað því úr öldunum.“ Finna þurfi einhverjar leiðir til að ná betur til fólks. „Ég held að 90 prósent fólks átti sig ekki á hættunni,“ segir Raiko Suurna, eiginmaður hennar. Þau segja skiltin sem eru á staðnum ágæt en ekki nógu mörg og upplýsingar um ólagsöldur ekki nógu skýrar. Margir ferðamenn í Reynisfjöru taka undir þetta. Iðulega er mjög fjölmennt á ströndinni.Vísir/Sigurjón Þegar þú kynntir þér Reynisfjöru og ákvaðst að koma hingað, sástu þá viðvaranir um hættuna? „Nei, reyndar ekki. Ég komst að því á TikTok. Ég sá frétt um að fyrir nokkrum dögum hafi eitthvað gerst,“ segir Julia, frá Grikklandi. „Ég held að við höfum séð í fréttum að þetta væri ein hættulegasta strönd í heimi og hér hefðu orðið einhverjir atburðir en það er fallegt hérna. Það er æðislegt, ólíkt öllu sem ég hef séð áður,“ segir hinn bandaríski Adrian. Það eru nokkur viðvörunarskilti hérna á staðnum. Heldurðu að það sé nóg eða þurfum við meira? „Ég held að viðvörunin við innganginn sé mjög góð til að vekja athygli fólks á aðstæðunum,“ segir hin pólska Suzanna. Julia segist aðeins hafa séð eitt skilti. „Eitt þeirra er sýnilegt en ég sá ekkert annað, bara eitt.“ Það er gult ljós, veistu hvað það þýðir? „Ekki nákvæmlega. Ég sá gula ljósið og hugsaði að þetta væri ekki svo hættulegt en ekki bestu aðstæður. En ég veit ekki hver hættan er ef satt skal segja, fyrir utan öldurnar.“ Langflestir sem leggja leið sína í fjöruna klifra upp í stuðlabergið.Vísir/Sigurjón Bandarísku hjónin Victor og Bridget voru í Reynisfjöru með dóttur sína Elenu. Þau segjast hafa tekið eftir ljósaskiltinu en ekki vita hvað gula viðvörunin þýðir. „Ef við göngum þarna vitum við ekki hvar gula svæðið er og hvar rauða svæðið er. Fólkið er úti um alla fjöru. Ég er viss um að það á ekki að vera þarna.“ Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Landeigandi í Reynisfjöru segir nauðsynlegt að tekið sé mark á reynslu, sem hlotist hefur í gegnum tíðina um hvað virkar og hvað ekki í öryggismálum á svæðinu. Hörmuleg slys og harkaleg orðræða taki bæði á fyrir landeigendur og viðbragðsaðila. 8. ágúst 2025 17:02 Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Eistnesk hjón, sem voru stödd í Reynisfjöru þegar banaslys varð þar um síðustu helgi, telja að hugmyndir um mannaða vakt í fjörunni myndu litlu skila. Ferðamenn myndu einungis fyllast falskri öryggistilfinningu og verða kærulausari. 8. ágúst 2025 10:49 „Það fer enginn lífvörður út í“ Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. 7. ágúst 2025 21:08 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um öryggismál á ferðamannastöðum í kjölfar þess að níu ára gömul þýsk stúlka lést í Reynisfjöru síðastliðinn laugardag. Meðal annars hafa komið fram hugmyndir um mannaða vakt í fjörunni. Hjónin Raiko og Aivi voru að ferðast um landið með fjölskyldu sinni og voru stödd í Reynisfjöru þegar slysið varð. Þau telja að mönnuð vakt á staðnum myndi litlu skila. „Fólk er adrenalínfíklar. Það kemur á staðinn og ef það sér lífvörð gæti það fengið falska öryggistilfinningu. Þá sækir það jafnvel enn meira í hættuna,“ segir Aivi Murd-Murulauk, vitni að banaslysinu. Ítarlegt viðtal við Aivi og Raiko má finna hér að ofan. „Það áttar sig ekki á því að lífvörðurinn getur ekki bjargað því úr öldunum.“ Finna þurfi einhverjar leiðir til að ná betur til fólks. „Ég held að 90 prósent fólks átti sig ekki á hættunni,“ segir Raiko Suurna, eiginmaður hennar. Þau segja skiltin sem eru á staðnum ágæt en ekki nógu mörg og upplýsingar um ólagsöldur ekki nógu skýrar. Margir ferðamenn í Reynisfjöru taka undir þetta. Iðulega er mjög fjölmennt á ströndinni.Vísir/Sigurjón Þegar þú kynntir þér Reynisfjöru og ákvaðst að koma hingað, sástu þá viðvaranir um hættuna? „Nei, reyndar ekki. Ég komst að því á TikTok. Ég sá frétt um að fyrir nokkrum dögum hafi eitthvað gerst,“ segir Julia, frá Grikklandi. „Ég held að við höfum séð í fréttum að þetta væri ein hættulegasta strönd í heimi og hér hefðu orðið einhverjir atburðir en það er fallegt hérna. Það er æðislegt, ólíkt öllu sem ég hef séð áður,“ segir hinn bandaríski Adrian. Það eru nokkur viðvörunarskilti hérna á staðnum. Heldurðu að það sé nóg eða þurfum við meira? „Ég held að viðvörunin við innganginn sé mjög góð til að vekja athygli fólks á aðstæðunum,“ segir hin pólska Suzanna. Julia segist aðeins hafa séð eitt skilti. „Eitt þeirra er sýnilegt en ég sá ekkert annað, bara eitt.“ Það er gult ljós, veistu hvað það þýðir? „Ekki nákvæmlega. Ég sá gula ljósið og hugsaði að þetta væri ekki svo hættulegt en ekki bestu aðstæður. En ég veit ekki hver hættan er ef satt skal segja, fyrir utan öldurnar.“ Langflestir sem leggja leið sína í fjöruna klifra upp í stuðlabergið.Vísir/Sigurjón Bandarísku hjónin Victor og Bridget voru í Reynisfjöru með dóttur sína Elenu. Þau segjast hafa tekið eftir ljósaskiltinu en ekki vita hvað gula viðvörunin þýðir. „Ef við göngum þarna vitum við ekki hvar gula svæðið er og hvar rauða svæðið er. Fólkið er úti um alla fjöru. Ég er viss um að það á ekki að vera þarna.“
Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Landeigandi í Reynisfjöru segir nauðsynlegt að tekið sé mark á reynslu, sem hlotist hefur í gegnum tíðina um hvað virkar og hvað ekki í öryggismálum á svæðinu. Hörmuleg slys og harkaleg orðræða taki bæði á fyrir landeigendur og viðbragðsaðila. 8. ágúst 2025 17:02 Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Eistnesk hjón, sem voru stödd í Reynisfjöru þegar banaslys varð þar um síðustu helgi, telja að hugmyndir um mannaða vakt í fjörunni myndu litlu skila. Ferðamenn myndu einungis fyllast falskri öryggistilfinningu og verða kærulausari. 8. ágúst 2025 10:49 „Það fer enginn lífvörður út í“ Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. 7. ágúst 2025 21:08 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Landeigandi í Reynisfjöru segir nauðsynlegt að tekið sé mark á reynslu, sem hlotist hefur í gegnum tíðina um hvað virkar og hvað ekki í öryggismálum á svæðinu. Hörmuleg slys og harkaleg orðræða taki bæði á fyrir landeigendur og viðbragðsaðila. 8. ágúst 2025 17:02
Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Eistnesk hjón, sem voru stödd í Reynisfjöru þegar banaslys varð þar um síðustu helgi, telja að hugmyndir um mannaða vakt í fjörunni myndu litlu skila. Ferðamenn myndu einungis fyllast falskri öryggistilfinningu og verða kærulausari. 8. ágúst 2025 10:49
„Það fer enginn lífvörður út í“ Sérfræðingur í öryggismálum hjá Ferðamálastofu segir flókið verkefni að finna eina lausn á öryggismálum í Reynisfjöru. Fjaran sé á stöðugri hreyfingu og sjórinn svo svikull að ómögulegt væri að hafa þar lífvörð. Enginn, sama hversu vel þjálfaður, geti synt í land. 7. ágúst 2025 21:08