Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Agnar Már Másson skrifar 5. ágúst 2025 11:51 Engin virkni sést á myndavélum. Skjáskot/Afar Allt bendir til þess að gosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni sé lokið, um tuttugu dögum eftir að það hófst. Greint var frá því í gær að gosórói hefði hríðfallið þó að enn gutlaði úr síðasta gígnum. Um er að ræða níunda gosið ofan Grindavíkur og það tólfta á Reykjanesskaganum frá því að gostímabil hófst. Í dag fóru fulltrúar Veðurstofunnar í ferð að gígnum til að taka drónamyndir af gígnum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni hefur eftir fólki á vettvangi að engin virkni hafi sést en sérfræðingar Veðurstofunnar eiga enn eftir að yfirfara myndirnar. Engin virkni sést á vefmyndavélum. Engin glóð var sjáanleg í gígnum seinnipart nætur en þó finnst enn glóandi hraun innan hraunbreiðunnar, enda taki hún nokkurn tíma að kólna. „Ég held að það hafi ekki sést nein virkni,“ segir Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur og tekur fram að allt bendi til þess að gosinu sé lokið. Sjálfstæði jarðfræðihópurinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands lýsir yfir goslokum á Facebook. Þar er bent á að hraunrennsli virðist síðustu daga hafa minnkað nokkuð stöðugt og fyrir nokkrum dögum hafi hraun hætt að leka á yfirborði út úr gígnum. Áfram mallaði þó í gígnum og hafi því nú hlaðist upp ansi myndarlegur og sýmmetrískur klepragígur. „Gosið stóð yfir í 19 daga og er því þriðja lengsta gosið í goshrinunni á eftir gosunum í mars (53 dagar) og maí (25 dagar) á síðasta ári. Rúmmál nýja hraunsins er líklega á bilinu 30-35 milljón rúmmetrar og þekur það ríflega 3,5 ferkílómetra. Hraunið rann að miklu leyti yfir hraun úr fyrri gosum en hefur þó nú gjörbreytt umhverfi Fagradals og í raun fyllt dalbotninn af hrauni, norðan við Fagradalsfjall,“ skrifar náttúruvárhópurinn. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að gosórói hefði hríðfallið þó að enn gutlaði úr síðasta gígnum. Um er að ræða níunda gosið ofan Grindavíkur og það tólfta á Reykjanesskaganum frá því að gostímabil hófst. Í dag fóru fulltrúar Veðurstofunnar í ferð að gígnum til að taka drónamyndir af gígnum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni hefur eftir fólki á vettvangi að engin virkni hafi sést en sérfræðingar Veðurstofunnar eiga enn eftir að yfirfara myndirnar. Engin virkni sést á vefmyndavélum. Engin glóð var sjáanleg í gígnum seinnipart nætur en þó finnst enn glóandi hraun innan hraunbreiðunnar, enda taki hún nokkurn tíma að kólna. „Ég held að það hafi ekki sést nein virkni,“ segir Minney Sigurðardóttir náttúruvársérfræðingur og tekur fram að allt bendi til þess að gosinu sé lokið. Sjálfstæði jarðfræðihópurinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands lýsir yfir goslokum á Facebook. Þar er bent á að hraunrennsli virðist síðustu daga hafa minnkað nokkuð stöðugt og fyrir nokkrum dögum hafi hraun hætt að leka á yfirborði út úr gígnum. Áfram mallaði þó í gígnum og hafi því nú hlaðist upp ansi myndarlegur og sýmmetrískur klepragígur. „Gosið stóð yfir í 19 daga og er því þriðja lengsta gosið í goshrinunni á eftir gosunum í mars (53 dagar) og maí (25 dagar) á síðasta ári. Rúmmál nýja hraunsins er líklega á bilinu 30-35 milljón rúmmetrar og þekur það ríflega 3,5 ferkílómetra. Hraunið rann að miklu leyti yfir hraun úr fyrri gosum en hefur þó nú gjörbreytt umhverfi Fagradals og í raun fyllt dalbotninn af hrauni, norðan við Fagradalsfjall,“ skrifar náttúruvárhópurinn.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira