„Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. ágúst 2025 19:22 Mörður hefur verulegar áhyggjur af því að gögn íslenska ríkissins séu geymd í skýjaþjónustu í Bandaríkjunum. Vísir/Samsett Greitt aðgengi bandarískra stjórnvalda að viðkvæmum gögnum íslenska ríkisins er mikið áhyggjuefni að mati framkvæmdastjóra eins elsta vefhýsingarfyrirtækis á Íslandi. Hann kallar eftir umræðu um málið og viðbrögðum ráðamanna, stafrænt fullveldi Íslands sé í húfi. „Trump les tölvupóstinn þinn“ er yfirskrift á aðsendri grein sem birtist á dögunum á Vísi. Höfundurinn Mörður Áslaugarson er framkvæmdastjóri vefhýsingafyrirtækisins 1984 og bendir hann á í greininni að nær öll stjórnsýsla á Íslandi sé orðin rafræn og að hún sé öll hýst í bandarískum skýjaþjónustum. Það þýði að bandarísk stjórnvöld geti á grundvelli laga um þjóðaröryggi auðveldlega nálgast þau gögn. „Og við sem verðum fyrir þessu munum aldrei vita af því,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. „Þannig ef bandarísk yfirvöld bera fyrir sig þjóðaröryggi sem er nú ákaflega teygjanlegt hugtak núorðið undir þeirri stjórn sem er í Bandaríkjunum núna, að þá bara hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna,“ Ágætt dæmi sé Fjarskiptastofa, sem Merði og félögum í 1984 ber að gera grein fyrir sínum öryggisráðstöfunum þar sem fyrirtækið er flokkað sem hluti af nauðsynlegum stafrænum innviðum íslenska ríkisins. „Fjarskiptastofa á öll sín innri samskipti meira og minna í gegnum Microsoft fyrirtækið og þessu hafa bandarísk stjórnvöld að öllu aðgengi að ef þau vilja.“ Mörður segir um þjóðaröryggismál að ræða. „Það er náttúrulega svona kannski hið stafræna fullveldi okkar. Yfirráð okkar, ríkisins og hins opinbera yfir þessum upplýsingum sem falla til um opinbera starfsemi, um íslenska ríkisborgara, að sjálfsögðu kemur þetta okkur við.“ En hvað er til ráða? „Ég get tekið dæmi. Svisslendingar eru að horfast í augu við þennan vanda og þeir hafa lagt í á þriðja hundruð milljón dollara í það einmitt að búa til heimasmíðaðar lausnir til þess að ná sér út úr þessum bandarísku Cloud umhverfum. Þetta tekur tíma, þetta er dýrt og það þarf að endurþjálfa tæknimenn og það þarf að taka skref, þetta gerist ekki fyrirhafnalaust.“ Öryggis- og varnarmál Netöryggi Stafræn þróun Bandaríkin Donald Trump Stjórnsýsla Fjarskipti Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
„Trump les tölvupóstinn þinn“ er yfirskrift á aðsendri grein sem birtist á dögunum á Vísi. Höfundurinn Mörður Áslaugarson er framkvæmdastjóri vefhýsingafyrirtækisins 1984 og bendir hann á í greininni að nær öll stjórnsýsla á Íslandi sé orðin rafræn og að hún sé öll hýst í bandarískum skýjaþjónustum. Það þýði að bandarísk stjórnvöld geti á grundvelli laga um þjóðaröryggi auðveldlega nálgast þau gögn. „Og við sem verðum fyrir þessu munum aldrei vita af því,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. „Þannig ef bandarísk yfirvöld bera fyrir sig þjóðaröryggi sem er nú ákaflega teygjanlegt hugtak núorðið undir þeirri stjórn sem er í Bandaríkjunum núna, að þá bara hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna,“ Ágætt dæmi sé Fjarskiptastofa, sem Merði og félögum í 1984 ber að gera grein fyrir sínum öryggisráðstöfunum þar sem fyrirtækið er flokkað sem hluti af nauðsynlegum stafrænum innviðum íslenska ríkisins. „Fjarskiptastofa á öll sín innri samskipti meira og minna í gegnum Microsoft fyrirtækið og þessu hafa bandarísk stjórnvöld að öllu aðgengi að ef þau vilja.“ Mörður segir um þjóðaröryggismál að ræða. „Það er náttúrulega svona kannski hið stafræna fullveldi okkar. Yfirráð okkar, ríkisins og hins opinbera yfir þessum upplýsingum sem falla til um opinbera starfsemi, um íslenska ríkisborgara, að sjálfsögðu kemur þetta okkur við.“ En hvað er til ráða? „Ég get tekið dæmi. Svisslendingar eru að horfast í augu við þennan vanda og þeir hafa lagt í á þriðja hundruð milljón dollara í það einmitt að búa til heimasmíðaðar lausnir til þess að ná sér út úr þessum bandarísku Cloud umhverfum. Þetta tekur tíma, þetta er dýrt og það þarf að endurþjálfa tæknimenn og það þarf að taka skref, þetta gerist ekki fyrirhafnalaust.“
Öryggis- og varnarmál Netöryggi Stafræn þróun Bandaríkin Donald Trump Stjórnsýsla Fjarskipti Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira