Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. ágúst 2025 20:05 Mikið er um gamlar og fallegar dráttarvélar í Hrísey. Magnús Hlynur Hreiðarsson Gamlar dráttarvélar eru aðal ferðamáti íbúa í Hrísey enda ekki um miklar vegalengdir að ræða í eyjunni. Mikið er lagt upp úr fallegu útliti vélanna þannig að þær sómi sér vel á staðnum. Veitingamaður í eyjunni, segir alltaf meira nóg að gera yfir sumartímann. Það er alltaf mikið um ferðamenn, sem fara með Hríseyjarferjunni Sævari frá Árskógsströnd í Hrísey. Þegar komið er í eyjuna má sjá gamlar fallegar dráttarvélar hér og þar en það eru farartæki eyjaskeggja. Linda María Ásgeirsdóttir er með veitingastaðinn Verbúðin 66. En hvernig er að búa í eyjunni? „Það er náttúrulega langbest, þetta er bara besti staðurinn. Svo gengur þú bara hérna um og nýtur þessa lita fallega þorps og þessari eyju,“ segir Linda. Linda María Ásgeirsdóttir, veitingamaður í Hrísey og íbúi í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvers konar fólk býr í Hrísey? „Það er náttúrulega svolítið skrýtið fólk. Það hlýtur að vera pínu skrítið þegar maður býr á eyju þar sem búa ekki fleiri en 130 manns, nei, nei, við erum bara svona venjulegt fólk,“ segir Linda skellihlæjandi. En hvernig gengur hjá Lindu að vera með veitingastað í eyjunni? „Það gengur svona upp og ofan. Það er náttúrulega mikið að gera á sumrin, kannski stundum og mikið. Þannig að það mætti vera minna og jafnara stundum“, segir hún. Það er ótrúlega gaman að sjá allar dráttarvélarnar í Hrísey því þær eru svo fallegar og vel með farnar. Ein af dráttarvélunum í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ekur bara um á dráttarvél hérna? “Já, já, það er skylda, það er bara staðalbúnaður, eiga traktor og kerru,” segir Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímann. Er þetta besti staður landsins eða? „Já, hér jarðtengir maður sig og slakar á, það er bara svoleiðis”. Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímannMagnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ákvaðst þú að setjast að í eyjunni? „Heyrðu, konan mín er fædd og uppalinn hérna. Við eigum hús hérna, sem við erum að gera upp og dveljum hérna á sumrin og í fríum og svona,” segir Gunnar Magnús, alsæll með búsetuna í eyjunni. Dráttarvélum stillt upp við eitt húsið í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrísey Bílar Akureyri Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Það er alltaf mikið um ferðamenn, sem fara með Hríseyjarferjunni Sævari frá Árskógsströnd í Hrísey. Þegar komið er í eyjuna má sjá gamlar fallegar dráttarvélar hér og þar en það eru farartæki eyjaskeggja. Linda María Ásgeirsdóttir er með veitingastaðinn Verbúðin 66. En hvernig er að búa í eyjunni? „Það er náttúrulega langbest, þetta er bara besti staðurinn. Svo gengur þú bara hérna um og nýtur þessa lita fallega þorps og þessari eyju,“ segir Linda. Linda María Ásgeirsdóttir, veitingamaður í Hrísey og íbúi í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvers konar fólk býr í Hrísey? „Það er náttúrulega svolítið skrýtið fólk. Það hlýtur að vera pínu skrítið þegar maður býr á eyju þar sem búa ekki fleiri en 130 manns, nei, nei, við erum bara svona venjulegt fólk,“ segir Linda skellihlæjandi. En hvernig gengur hjá Lindu að vera með veitingastað í eyjunni? „Það gengur svona upp og ofan. Það er náttúrulega mikið að gera á sumrin, kannski stundum og mikið. Þannig að það mætti vera minna og jafnara stundum“, segir hún. Það er ótrúlega gaman að sjá allar dráttarvélarnar í Hrísey því þær eru svo fallegar og vel með farnar. Ein af dráttarvélunum í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ekur bara um á dráttarvél hérna? “Já, já, það er skylda, það er bara staðalbúnaður, eiga traktor og kerru,” segir Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímann. Er þetta besti staður landsins eða? „Já, hér jarðtengir maður sig og slakar á, það er bara svoleiðis”. Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímannMagnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ákvaðst þú að setjast að í eyjunni? „Heyrðu, konan mín er fædd og uppalinn hérna. Við eigum hús hérna, sem við erum að gera upp og dveljum hérna á sumrin og í fríum og svona,” segir Gunnar Magnús, alsæll með búsetuna í eyjunni. Dráttarvélum stillt upp við eitt húsið í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrísey Bílar Akureyri Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira