Lífið

Út­skúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Neal McDonough sést hér kyssa eiginkonu sína Ruve McDonough.
Neal McDonough sést hér kyssa eiginkonu sína Ruve McDonough. EPA

Bandaríski leikarinn Neal McDonough telur að regla sem hann hefur sett sjálfum sér hafi orðið til þess að hann eigi erfiðara með að fá verkefni í Hollywood. Reglan er sú að hann heimtar að hann sé ekki látinn kyssa mótleikara sína. Hann vill einungis kyssa eiginkonu sína.

McDonough er þekktur fyrir hlutverk sín í fjölda sjónvarpssería á borð við Band of Brothers, Suits, Yellowstone, og Desperate Housewives , og í kvikmyndinni Minority Report .

Hann giftist Ruve McDonough árið 2003 og saman eiga þau þrjú börn.

„Ég sé alltaf til þess þegar ég er að gera samninga að ég þurfi ekki að kyssa aðrar konur,“ sagði McDonough í hlaðvarpinu Nothing Left Unsaid.

„Það var ekki eiginkonan mín sem var ósátt með það. Það var í raun bara ég sé átti erfitt með þetta. Ég vildi ekki láta hana horfa upp á þetta. Ég vissi að við værum að fara að eignast börn, og ég vildi heldur ekki að þau myndu þurfa að horfa upp á það.“

Að sögn McDonogh átti Hollywood-kerfið erfitt með að sýna þessu skilning.

„Þegar ég neitaði að gera það gátu þau ekki skilið það. Hollywood sneri baki við mér og leyfði mér ekki að taka þátt í neinum séríum lengur. Í tvö ár fékk ég enga vinnu og ég tapaði öllu,“ sagði McDonough.

„Ég tapaði ekki bara efnislegum hlutum, heldur missti ég kúlið, sjálfsmyndina, allt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.