Innlent

Utan­ríkis­ráð­herra segir stjórnar­and­stöðuna fara rangt með mál

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12.

Utanríkisráðherra segir þingmann Sjálfstæðisflokksins hafa farið með rangt mál þegar hann sagði yfirvofandi tolla Evrópusambandsins á kísiljárn ekki hafa verið til umræðu á fundi utanríkismálanefndar á dögunum. Valkvæð hlustun stjórnarandstöðunnar sé orðin hvimleið.

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar segjum við einnig frá stöðunni á eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni, en búast má við að gasmengun láti á sér kræla í byggð á morgun.

Rætt verður við bæjarstjórann í Stykkishólmi, sem segir mun færri skemmtiferðaskip koma til hafnarinnar í sumar en fyrri ár. Hann segir ástæðuna vera innviðgjald sem lagðist á farþega skemmtiferðaskipa um áramót.

Fjallað verður um átakið „Ökum slóðann“ sem Ferðaklúbburinn 4x4 hefur hleypt af stað til að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Eins segjum við frá einstaklega prúðum tónleikagestum í Vaglaskógi, en tónleikar Kaleo þar fóru svo vel fram að varðstjóri hjá lögreglunni ætlaði varla að trúa því.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 27. júlí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×