Innlent

Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gesta­her­bergi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Héraðsdómur Austurlands mun dæma í málinu.
Héraðsdómur Austurlands mun dæma í málinu. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi á heimili hans. Meint nauðgun er sögð hafa átt sér stað í febrúar í fyrra.

Í ákæru sem fréttastofa hefur undir hönum er manninum gefið að sök að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konuna án hennar samþykkis.

Hann hafi komið inn í gestaherbergið þar sem konan svaf ber að neðan. Hann hafi lagst nakinn við hlið hennar, en hún mun hafa vaknað við það að hann væri að káfa á rassi hennar. Þá hafi hann reynt að setja getnaðarlim sinn við endaþarmsop hennar og þröngva honum inn, en hún mun þá hafa fært sig frá, en hann engu að síður haldið áfram að reyna.

Maðurinn er sagður ekki hafa látið af þessari háttsemi fyrr en konan færði sig frá honum í annað skiptið.

Héraðssaksóknari höfðar málið og verður það tekið fyrir í Héraðsdómi Austurlands.

Þess er krafist, fyrir hönd konunnar, að maðurinn greiði henni 1,6 milljónir í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×