Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júlí 2025 11:02 Mugison og Dr. Erla Björnsdóttir ræddu svefn og símanotkun á Bylgjunni á dögunum. Vísir Doktor í sálfræði segir aukningu í svefnvanda meðal ungs fólks hér á landi. Til að mynda nái minna en helmingur framhaldsskólanema ráðlögðum svefni. Skjánotkun spili þar inn í og sé vandamál hjá ungum sem öldnum. Tónlistarmaðurinn Mugison lýsir í leið gjörbreytingu á líðan sinni eftir að hann skildi símann eftir utan svefnherbergisins. Mugison sagði frá því í Bakaríinu á laugardag að hann hefði fengið nóg af kvöld- og morgunskrolli uppi í rúmi og ákveðið að gera tilraun þar á. Leið eins og tíu ára í sveit „Í tíu daga hef ég verið með símann frammi. Þetta var farið að pirra mig svo mikið. Stundum var ég alveg í klukkutíma á morgnanna að skrolla eins og api á Instagram, og á kvöldin líka. Ætlaði kannski að fara að sofa klukkan tólf en svo var klukkan allt í einu orðin tvö.“ Hann hafi því brugðið á það ráð að skilja símann eftir utan svefnherbergisins meðan hann svaf. „Ég get svarið það, fyrstu tvær þrjár næturnar leið mér eins og ég væri tíu ára í sveit. Þetta var yndislegt, bara einn inni í herbergi að horfa út í loftið, heyrði í umhverfinu fyrir utan, fuglasöng og fólk að úti að labba. Þetta var geggjað.“ Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og stofnandi Betri svefns ræddi svefn í Bítinu. Hún segist sjálf finna mikinn mun á sér eftir því hvort hún nýtir síðustu klukkutímana fyrir svefn í símanum eða ekki. „Það er eiginlega orðið þannig að það síðasta sem við gerum áður en við förum að sofa og það fyrsta sem við gerum þegar við vöknum, jafnvel áður en við bjóðum makann okkar góðan dag,“ segir Erla. Síminn freisting við rumsk Hún varar við því að fólk kíki í símann þegar það rumskar á nóttunni. „Við flest öll erum að vakna og rumska á nóttunni og það er ekkert óeðlilegt. En ef síminn er á náttborðinu þá er svo mikil freisting um leið og þú rumskar: Æ ég ætla aðeins að kíkja, kíkja á smá fréttir. Og þá ertu allt í einu búinn að vekja heilann, kominn með ljósið og ert farinn að vaka í lengri tíma. Þannig að þetta er í raun að ýta undir og viðhalda ákveðnum svefnvanda,“ segir Erla. Hún segir fræðimenn í greininni sjá aukningu í svefnvanda, sérstaklega hjá ungu fólki. „Ég held að klárlega áreitið og streitan, þetta tvennt er því miður að aukast og ýtir undir svefnvanda,“ segir Erla. Síðustu tvær klukkustundirnar fyrir og eftir svefn skipti lykilmáli og mikilvægt sé að skipuleggja kvöldrútínuna þannig að sem bestur og lengstur svefn náist. „Unglingar eru mjög vansvefta. Við höfum séð íslenskar tölur um það, sérstaklega hjá börnum í áttunda til tíunda bekk og svo eykst þetta ennþá meira á framhaldsskólaaldri. Á framhaldsskólaaldri er minnihuti unglinga að ná ráðlögðum svefni. Og helmingur barna í tíunda bekk,“ segir Erla. Kallar eftir vitundarvakningu Svefnleysi unglinga sé ein ástæða þess að Reykjavíkurborg hafi ráðist í það verkefni að seinka skólabyrjun um klukkustund. „Það eru alls konar áskoranir hjá unglingum aðrar en bara koffíndrykkir, nikótín skjánotkun og álag. Þetta eru allt áskoranir en svo eru líka lífeðlisfræðilegar áskoranir, þar sem þau eru með seinni melatónínframleiðslu þannig að þau verða náttúrulegir nátthrafnar. Þannig að það er margt sem við þurfum að gera en þetta var dæmi um eitt inngrip,“ segir Erla. Hún segir mikla þörf á vitundarvakningu þegar kemur að mikilvægi svefns og vill að menntakerfið innleiði fræðslu um svefn strax í grunnskóla. Svefn Bítið Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Mugison sagði frá því í Bakaríinu á laugardag að hann hefði fengið nóg af kvöld- og morgunskrolli uppi í rúmi og ákveðið að gera tilraun þar á. Leið eins og tíu ára í sveit „Í tíu daga hef ég verið með símann frammi. Þetta var farið að pirra mig svo mikið. Stundum var ég alveg í klukkutíma á morgnanna að skrolla eins og api á Instagram, og á kvöldin líka. Ætlaði kannski að fara að sofa klukkan tólf en svo var klukkan allt í einu orðin tvö.“ Hann hafi því brugðið á það ráð að skilja símann eftir utan svefnherbergisins meðan hann svaf. „Ég get svarið það, fyrstu tvær þrjár næturnar leið mér eins og ég væri tíu ára í sveit. Þetta var yndislegt, bara einn inni í herbergi að horfa út í loftið, heyrði í umhverfinu fyrir utan, fuglasöng og fólk að úti að labba. Þetta var geggjað.“ Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og stofnandi Betri svefns ræddi svefn í Bítinu. Hún segist sjálf finna mikinn mun á sér eftir því hvort hún nýtir síðustu klukkutímana fyrir svefn í símanum eða ekki. „Það er eiginlega orðið þannig að það síðasta sem við gerum áður en við förum að sofa og það fyrsta sem við gerum þegar við vöknum, jafnvel áður en við bjóðum makann okkar góðan dag,“ segir Erla. Síminn freisting við rumsk Hún varar við því að fólk kíki í símann þegar það rumskar á nóttunni. „Við flest öll erum að vakna og rumska á nóttunni og það er ekkert óeðlilegt. En ef síminn er á náttborðinu þá er svo mikil freisting um leið og þú rumskar: Æ ég ætla aðeins að kíkja, kíkja á smá fréttir. Og þá ertu allt í einu búinn að vekja heilann, kominn með ljósið og ert farinn að vaka í lengri tíma. Þannig að þetta er í raun að ýta undir og viðhalda ákveðnum svefnvanda,“ segir Erla. Hún segir fræðimenn í greininni sjá aukningu í svefnvanda, sérstaklega hjá ungu fólki. „Ég held að klárlega áreitið og streitan, þetta tvennt er því miður að aukast og ýtir undir svefnvanda,“ segir Erla. Síðustu tvær klukkustundirnar fyrir og eftir svefn skipti lykilmáli og mikilvægt sé að skipuleggja kvöldrútínuna þannig að sem bestur og lengstur svefn náist. „Unglingar eru mjög vansvefta. Við höfum séð íslenskar tölur um það, sérstaklega hjá börnum í áttunda til tíunda bekk og svo eykst þetta ennþá meira á framhaldsskólaaldri. Á framhaldsskólaaldri er minnihuti unglinga að ná ráðlögðum svefni. Og helmingur barna í tíunda bekk,“ segir Erla. Kallar eftir vitundarvakningu Svefnleysi unglinga sé ein ástæða þess að Reykjavíkurborg hafi ráðist í það verkefni að seinka skólabyrjun um klukkustund. „Það eru alls konar áskoranir hjá unglingum aðrar en bara koffíndrykkir, nikótín skjánotkun og álag. Þetta eru allt áskoranir en svo eru líka lífeðlisfræðilegar áskoranir, þar sem þau eru með seinni melatónínframleiðslu þannig að þau verða náttúrulegir nátthrafnar. Þannig að það er margt sem við þurfum að gera en þetta var dæmi um eitt inngrip,“ segir Erla. Hún segir mikla þörf á vitundarvakningu þegar kemur að mikilvægi svefns og vill að menntakerfið innleiði fræðslu um svefn strax í grunnskóla.
Svefn Bítið Börn og uppeldi Símanotkun barna Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira