Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2025 20:04 Bryndís Rut Logadóttir, Þjónustustjóri Hrafnistu á Sléttuvegi (t.v.) og Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, vegglistakona og sjálflærður málari með verkið á bak við sig. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík eru sérstaklega kátir þessa dagana því til að lífga upp á tilveru fólksins var ákveðið að breyta gráum ljótum vegg fyrir utan heimilið í glæsilegt útilistaverk með íslenskri náttúru, fjöllum, sjó, verbúð, kúm og sjómanni á árabáti. 99 hjúkrunarrými eru á Sléttunni á Sléttuvegi í Fossvoginum og svo er heilmikið af þjónustuíbúðum þar í nágrenninu fyrir eldri borgara. Heiðurinn af nýja útilistaverkinu á vegg, sem var grár og ljótur á vegglistakonan Karen Ýr, sem er á síðustu metrunum við að klára verkið. „Hér erum við bara að bæta útsýni íbúanna og gefa þeim eitthvað fallegt að horfa á. Þessi fyrsta hæð hefur bara verið með gráan vegg, sem útsýni og okkur fannst það ekki alveg nógu skemmtilegt,” segir Bryndís Rut Logadóttir, Þjónustustjóri Hrafnistu á Sléttuvegi. Hvert er þemað á veggnum? „Það er náttúrulega svolítið í anda Sjómannadagsráðs þannig að við vildum hafa eitthvað sem tengdist sjómennskunni,” segir Bryndís og bætir við. „Þau eru svo ánægð með herbergin sín núna þau, sem búa hérna. Þeim finnst þau vera með besta útsýnið í bænum.” Mikil ánægja er með útilistaverkið á veggnum en það er langt komið í vinnslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Listakonan, Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, segir verkefnið á Hrafnistu einstaklega skemmtilegt. „Já alveg gríðarlega. Það er náttúrulega alltaf þegar maður fær að mála fallega íslenska landslagið, það náttúrulega alltaf mjög skemmtilegt. Sérstaklega þegar maður er að mála fyrir elliheimili og bara fólk, sem á heima hérna og maður sér, að þau séu að njóta þess að fá einhverja liti. Það er alltaf bara mjög skemmtilegt og gefandi að sjá brosin hjá fólkinu, sem gengur fram hjá og svona,” segir Karen Ýr. Og íbúar hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi eru mjög ánægðir með listaverkið. „Þetta er lifandi og skemmtilegt fyrir augað og umgang. Mér finnst það alveg einstakt. Ég er alsæl með verkið”, segir Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi. Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins er alsæl með nýja útilistaverkið við gluggann sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sléttan heitir hjúkrunarheimili Hrafnistu í Fossvogi í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karen Ýr upplýsingar og myndir af verkum hennar Reykjavík Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
99 hjúkrunarrými eru á Sléttunni á Sléttuvegi í Fossvoginum og svo er heilmikið af þjónustuíbúðum þar í nágrenninu fyrir eldri borgara. Heiðurinn af nýja útilistaverkinu á vegg, sem var grár og ljótur á vegglistakonan Karen Ýr, sem er á síðustu metrunum við að klára verkið. „Hér erum við bara að bæta útsýni íbúanna og gefa þeim eitthvað fallegt að horfa á. Þessi fyrsta hæð hefur bara verið með gráan vegg, sem útsýni og okkur fannst það ekki alveg nógu skemmtilegt,” segir Bryndís Rut Logadóttir, Þjónustustjóri Hrafnistu á Sléttuvegi. Hvert er þemað á veggnum? „Það er náttúrulega svolítið í anda Sjómannadagsráðs þannig að við vildum hafa eitthvað sem tengdist sjómennskunni,” segir Bryndís og bætir við. „Þau eru svo ánægð með herbergin sín núna þau, sem búa hérna. Þeim finnst þau vera með besta útsýnið í bænum.” Mikil ánægja er með útilistaverkið á veggnum en það er langt komið í vinnslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Listakonan, Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, segir verkefnið á Hrafnistu einstaklega skemmtilegt. „Já alveg gríðarlega. Það er náttúrulega alltaf þegar maður fær að mála fallega íslenska landslagið, það náttúrulega alltaf mjög skemmtilegt. Sérstaklega þegar maður er að mála fyrir elliheimili og bara fólk, sem á heima hérna og maður sér, að þau séu að njóta þess að fá einhverja liti. Það er alltaf bara mjög skemmtilegt og gefandi að sjá brosin hjá fólkinu, sem gengur fram hjá og svona,” segir Karen Ýr. Og íbúar hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi eru mjög ánægðir með listaverkið. „Þetta er lifandi og skemmtilegt fyrir augað og umgang. Mér finnst það alveg einstakt. Ég er alsæl með verkið”, segir Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi. Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins er alsæl með nýja útilistaverkið við gluggann sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sléttan heitir hjúkrunarheimili Hrafnistu í Fossvogi í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karen Ýr upplýsingar og myndir af verkum hennar
Reykjavík Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira