Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2025 23:46 Tónleikarnir verða þeim eflaust báðum ógleymanlegir. Vísir/Samsett Svo virðist sem að framhjáhald forstjóra bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis hafi óvart afhjúpast á stóra skjánum á tónleikum Coldplay. Andy Byron, forstjóri fyrirtækisins Astronomer, var meðal áhorfenda á tónleikum hljómveitarinnar Coldplay á dögunum í bænum Foxborough í Massachussetts. Allt í einu birtist hann á stóra skjánum í ansi innilegum faðmlögum með Kristin Cabot, yfirmanni mannauðsmála hjá fyrirtækinu, miðað við það að hann sé giftur maður og tveggja barna faðir. Parinu meinta krossbrá við að sjá sér varpað fyrir alla tónleikahöllina að sjá og gerðu bæði allt sem þau gátu til að hylja andlit sín. Cabot reyndi að hylja andlit sinn með höndunum en Byron kraup til að komast úr mynd. @instaagraace trouble in paradise?? 👀 #coldplay #boston #coldplayconcert #kisscam #fyp ♬ original sound - grace Chris Martin söngvari taldi sig hafa fangað fallegt augnablik og sagði í hljóðnemann: „Sjá þau,“ en viðbrögð parsins komu honum úr jafnvægi. „Bíddu ha?“ hefur hann þá sagt samkvæmt umfjöllun New York Post og bætt svo við: „Annað hvort eru þau að halda fram hjá eða þau eru bara mjög feimin.“ Samkvæmt myndbandi sem er eitt þúsunda sem farið hafa í dreifingu af atvikinu pínlega í vikunni sagði hann svo lágum rómi: „Djöfullinn, ég vona að við höfum ekki verið að gera eitthvað slæmt.“ Myndbönd af senunni hafa farið eins og eldur um sinu síðan og netverjar kappkostað við gera grín að forstjóranum og mannauðsstjóranum. Myndbandið hér að ofan státar til að mynda að 37 milljónum áhorfa. Fyrrum starfsmenn Byron sem New York Post ræddi við létu hafa það eftir sér að spjallþræðir starfsmanna loguðu. Allir væru að „hlæja sig máttlausa“ yfir atvikinu og njóta sín konunglega, enda hefði Byron verið „eitraður“ yfirmaður. Bandaríkin Tónlist Tækni Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Andy Byron, forstjóri fyrirtækisins Astronomer, var meðal áhorfenda á tónleikum hljómveitarinnar Coldplay á dögunum í bænum Foxborough í Massachussetts. Allt í einu birtist hann á stóra skjánum í ansi innilegum faðmlögum með Kristin Cabot, yfirmanni mannauðsmála hjá fyrirtækinu, miðað við það að hann sé giftur maður og tveggja barna faðir. Parinu meinta krossbrá við að sjá sér varpað fyrir alla tónleikahöllina að sjá og gerðu bæði allt sem þau gátu til að hylja andlit sín. Cabot reyndi að hylja andlit sinn með höndunum en Byron kraup til að komast úr mynd. @instaagraace trouble in paradise?? 👀 #coldplay #boston #coldplayconcert #kisscam #fyp ♬ original sound - grace Chris Martin söngvari taldi sig hafa fangað fallegt augnablik og sagði í hljóðnemann: „Sjá þau,“ en viðbrögð parsins komu honum úr jafnvægi. „Bíddu ha?“ hefur hann þá sagt samkvæmt umfjöllun New York Post og bætt svo við: „Annað hvort eru þau að halda fram hjá eða þau eru bara mjög feimin.“ Samkvæmt myndbandi sem er eitt þúsunda sem farið hafa í dreifingu af atvikinu pínlega í vikunni sagði hann svo lágum rómi: „Djöfullinn, ég vona að við höfum ekki verið að gera eitthvað slæmt.“ Myndbönd af senunni hafa farið eins og eldur um sinu síðan og netverjar kappkostað við gera grín að forstjóranum og mannauðsstjóranum. Myndbandið hér að ofan státar til að mynda að 37 milljónum áhorfa. Fyrrum starfsmenn Byron sem New York Post ræddi við létu hafa það eftir sér að spjallþræðir starfsmanna loguðu. Allir væru að „hlæja sig máttlausa“ yfir atvikinu og njóta sín konunglega, enda hefði Byron verið „eitraður“ yfirmaður.
Bandaríkin Tónlist Tækni Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira