„Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júlí 2025 13:13 Hundar eru óvanir svo hlýju loftslagi á Íslandi. vísir/vilhelm Veðurfræðingur segir að það gæti jafnvel orðið hlýrra á sumum stöðum í dag en var í gær og að núverandi hitabylgja endist líklega út vikuna. Dýraverndunarsamtökin Dýrfinna hvetja hundaeigendur til að þekkja einkenni hitaslags en það getur orðið lífshættulegt á örskotsstundu. Spáð er sambærilegum veðurskilyrðum fyrir daginn í dag og gengu yfir í gær þegar mikið blíðviðri lék við landsmenn. Reiknað er með um fjórtán til 28 stiga hita á landinu og segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur að það gæti jafnvel orðið hlýrra á einhverjum stöðum en í gær. Hitabylgja fram að helgi „Það er komið mjög víða mjög fínt veður nú þegar í þessum töluðu orðum. Hann á bara eftir að hækka síðan hitinn. Inn til landsins er bara svo hægur vindur og þar sem sólin nær í gegn nær hún að hita vel. Það er eitthvað heldur skýjaðra. Svo sólin bakar ekki alveg jafn mikið og í gær,“ segir Óli. Best verður veðrið inn til landsins á Norð-Austurlandi, Austurlandi og undirlendi Suðurlands. Heitur loftmassi sem fer yfir landið virðist ekki á förum. „Það verður í sjálfu sér yfir landinu meira og minna áþekkt fram undir helgi. En eiginlega fara að koma smá svona úrkomubakkar og loftið verður örlítið óstöðugra. Það verða möguleikar á síðdegisskúrum.“ Sólin getur verið banvæn Þegar svo hlýtt er úti þarf að huga að ýmsu og hefur Matvælastofnun til að mynda biðlað til fólks að skilja ekki hunda eftir í bílum. Eygló Anna Guðlaugsdóttir hjá dýraverndarsamtökunum Dýrfinnu segir að lukkulega hafi enginn útköll borist í gær vegna hunda sem voru hættkomnir í bíl. Þó hafi verið nóg að gera hjá samtökunum. „Við erum búin að fá ýmsar tilkynningar vegna lausra hunda hér og þar í kringum landið. Svo virðist vera að fólk er að sólbaða sig úti og gleymir að gera ráð fyrir litla ferfætlingnum sem er á vappinu hér í kring og er fljótur að stinga af. Við vitum það að fólk hefur verið að hafa samband við dýraspítalanna varðandi að það sé hrætt um það að hundurinn sé að fá hitaslag. Það var enginn sem var lagður inn svo best sem við vitum. Þau gátu þá hjálpað hundinum heima við.“ Eygló hvetur hundaeigendur til að vera vakandi á verðinum. Hitinn geti orðið lífshættulegur á örskotsstundu. „Í rauninni að hreyfa þá ekki á meðan sólin er á lofti. Því þeir eiga erfitt með að anda og hitann. Líkamshitinn hækkar um nokkrar gráður og það gæti tekið bara fimmtán mínutur að kála þeim.“ Veður Dýraheilbrigði Dýr Gæludýr Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Sjá meira
Spáð er sambærilegum veðurskilyrðum fyrir daginn í dag og gengu yfir í gær þegar mikið blíðviðri lék við landsmenn. Reiknað er með um fjórtán til 28 stiga hita á landinu og segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur að það gæti jafnvel orðið hlýrra á einhverjum stöðum en í gær. Hitabylgja fram að helgi „Það er komið mjög víða mjög fínt veður nú þegar í þessum töluðu orðum. Hann á bara eftir að hækka síðan hitinn. Inn til landsins er bara svo hægur vindur og þar sem sólin nær í gegn nær hún að hita vel. Það er eitthvað heldur skýjaðra. Svo sólin bakar ekki alveg jafn mikið og í gær,“ segir Óli. Best verður veðrið inn til landsins á Norð-Austurlandi, Austurlandi og undirlendi Suðurlands. Heitur loftmassi sem fer yfir landið virðist ekki á förum. „Það verður í sjálfu sér yfir landinu meira og minna áþekkt fram undir helgi. En eiginlega fara að koma smá svona úrkomubakkar og loftið verður örlítið óstöðugra. Það verða möguleikar á síðdegisskúrum.“ Sólin getur verið banvæn Þegar svo hlýtt er úti þarf að huga að ýmsu og hefur Matvælastofnun til að mynda biðlað til fólks að skilja ekki hunda eftir í bílum. Eygló Anna Guðlaugsdóttir hjá dýraverndarsamtökunum Dýrfinnu segir að lukkulega hafi enginn útköll borist í gær vegna hunda sem voru hættkomnir í bíl. Þó hafi verið nóg að gera hjá samtökunum. „Við erum búin að fá ýmsar tilkynningar vegna lausra hunda hér og þar í kringum landið. Svo virðist vera að fólk er að sólbaða sig úti og gleymir að gera ráð fyrir litla ferfætlingnum sem er á vappinu hér í kring og er fljótur að stinga af. Við vitum það að fólk hefur verið að hafa samband við dýraspítalanna varðandi að það sé hrætt um það að hundurinn sé að fá hitaslag. Það var enginn sem var lagður inn svo best sem við vitum. Þau gátu þá hjálpað hundinum heima við.“ Eygló hvetur hundaeigendur til að vera vakandi á verðinum. Hitinn geti orðið lífshættulegur á örskotsstundu. „Í rauninni að hreyfa þá ekki á meðan sólin er á lofti. Því þeir eiga erfitt með að anda og hitann. Líkamshitinn hækkar um nokkrar gráður og það gæti tekið bara fimmtán mínutur að kála þeim.“
Veður Dýraheilbrigði Dýr Gæludýr Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Sjá meira