Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júlí 2025 15:06 Ingi Garðar er himinlifandi með tilnefninguna og var enn að í Elliðaánni þegar fréttastofa náði af honum tali. Reykvíkingur ársins var útnefndur í morgun í Elliðarárdal líkt og venjan hefur verið undanfarin ár. Að þessu sinni er það Ingi Garðar Erlendsson stjórnandi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar. Hann renndi fyrir laxi í Elliðará í morgun og var eðli málsins samkvæmt í sólskinsskapi þegar fréttastofa náði af honum tali. Ingi Garðar hefur stýrt Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar frá árinu 2019, er bsúnuleikari, tónlistarkennari og tónskáld. Hann var útnefndur Reykvíkingur ársins í morgun en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri tilkynnti valið á bökkum Elliðarár í morgun. Þetta er í fimmtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn en óskað var eftir tilnefningum í byrjun maí. Ingi Garðar segir það óraunverulegt að hafa hlotið þennan heiður. „Og maður er bara auðmjúkur gangvart því að fá svona tilnefningu og þá veit maður líka að maður er að gera eitthvað rétt. Það er einhverjir sem finnst maður vera að gera eitthvað rétt og styður mann áfram í að gera góða hluti.“ Í tilnefningu Inga kemur fram að hann sé sannkölluð fyrirmynd fyrir krakkana og þau sem að starfi hljómsveitarinnar komi, nemendur hans hafi fengið margskonar tækifæri til að koma fram og spila. Ingi segir starfið vera sína ástríðu. „Og líka með samstarfsfólki, ég er ekki einn um þetta. Svo líka allur þessi pakkur sem eru allar skólahljómsveitirnar, ég tek þetta fyrir hönd alla stjórnenda, það eru allir að vanda sig og allir með mikla ástríðu fyrir þessu starfi og þessari músík. Þannig núna höldum við bara áfram.“ En er kominn fiskur á land? „Það eru komnar tvær tökur. Ég var klaufi í fyrra skiptið og svo bara missti ég hann í seinna skiptið. Ég hef aldrei veitt lax, þannig þetta er að hafast. Við erum að fara á einn stað, ég er með algjöran snilling með mér, þannig það er einhver leynistaður núna, þannig við erum að fara að sækja fisk sko.“ Reykjavík Borgarstjórn Stangveiði Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Ingi Garðar hefur stýrt Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar frá árinu 2019, er bsúnuleikari, tónlistarkennari og tónskáld. Hann var útnefndur Reykvíkingur ársins í morgun en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri tilkynnti valið á bökkum Elliðarár í morgun. Þetta er í fimmtánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn en óskað var eftir tilnefningum í byrjun maí. Ingi Garðar segir það óraunverulegt að hafa hlotið þennan heiður. „Og maður er bara auðmjúkur gangvart því að fá svona tilnefningu og þá veit maður líka að maður er að gera eitthvað rétt. Það er einhverjir sem finnst maður vera að gera eitthvað rétt og styður mann áfram í að gera góða hluti.“ Í tilnefningu Inga kemur fram að hann sé sannkölluð fyrirmynd fyrir krakkana og þau sem að starfi hljómsveitarinnar komi, nemendur hans hafi fengið margskonar tækifæri til að koma fram og spila. Ingi segir starfið vera sína ástríðu. „Og líka með samstarfsfólki, ég er ekki einn um þetta. Svo líka allur þessi pakkur sem eru allar skólahljómsveitirnar, ég tek þetta fyrir hönd alla stjórnenda, það eru allir að vanda sig og allir með mikla ástríðu fyrir þessu starfi og þessari músík. Þannig núna höldum við bara áfram.“ En er kominn fiskur á land? „Það eru komnar tvær tökur. Ég var klaufi í fyrra skiptið og svo bara missti ég hann í seinna skiptið. Ég hef aldrei veitt lax, þannig þetta er að hafast. Við erum að fara á einn stað, ég er með algjöran snilling með mér, þannig það er einhver leynistaður núna, þannig við erum að fara að sækja fisk sko.“
Reykjavík Borgarstjórn Stangveiði Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira