Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júlí 2025 15:07 Drífa Snædal talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir vændi svo gott sem refsilaust á Íslandi og staðreyndin sé sú að þeir sem kaupi vændi virðist vera nokkuð sama um neyð kvennanna. Hún segir hugsanlega þolendur mansals sem lögregla fann í alþjóðlegri lögregluaðgerð i júní vera þolendur sem ekki leiti sér aðstoðar Stígamóta. Greint var frá því í gær að íslensk lögregluyfirvöld hafi fundið 36 hugsanlega þolendur mansals í alþjóðlegri lögregluaðgerð í byrjun júní. Aðgerðirnar voru hluti af alþjóðlegum aðgerðardögum Europol, Frontex og Interpol. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir konurnar sem um ræðir vera fórnarlömb sem ekki leiti sér aðstoðar hjá Stígamótum. „Þetta eru iðullega konur sem eru ferjaðar á milli heimshluta og erfitt að ná til sem brotaþola. Svo er hin hliðin á peningnum að það er að vændi er nánast refsilaust hér á Íslandi, það fær að viðgangast og þegar vændi fær að viðgangast þá er mansal fylgifiskur.“ Drífa segir viðurlög við vændiskaupum vera sektir og vændiskaupendur njóti nafnleyndar. „Og það sem hefur komið í ljós bæði af því sem Stígamót hafa skoðað og erlendar rannsóknir er að þeir sem kaupa vændi virðist vera nokk sama í hvernig nauðung konur eru sem eru í vændi. Þannig eina leiðin til að uppræta vændi og þá mansal sem hefur verið fylgifiskur vændis það er bara að taka á þeim sem telja sig geta keypt líkama annarra og jafnvel telja það vera mannréttindi að geta keypt aðgang að líkömum annarra.“ Lögum um vændiskaup hafi verið breytt árið 2010 svo að vændiskaup urðu refsiverð en þeim lögum hafi ekki verið fylgt eftir. Félagslegum úrræðum fyrir brotaþola hafi fjölgað undanfarin ár. „Og ég held að þekking okkar á þessum málaflokki er komin það langt núna að við ættum að geta farið að spýta í lófana og tekið á þessu almennilega. Mig langar líka að segja að hluti af þessum vanda er að við erum alltaf að rugla saman ofbeldi og kynlífi og við erum til dæmis að sjá orðskrípi eins og kynlífsvændi og ég held að við ættum að hætta að blanda þessu saman og tala bara um vændi sem ofbeldi og svo er kynlíf eitthvað allt annað.“ Mansal Vændi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. 11. júlí 2025 21:46 Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. 11. júlí 2025 14:21 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Greint var frá því í gær að íslensk lögregluyfirvöld hafi fundið 36 hugsanlega þolendur mansals í alþjóðlegri lögregluaðgerð í byrjun júní. Aðgerðirnar voru hluti af alþjóðlegum aðgerðardögum Europol, Frontex og Interpol. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir konurnar sem um ræðir vera fórnarlömb sem ekki leiti sér aðstoðar hjá Stígamótum. „Þetta eru iðullega konur sem eru ferjaðar á milli heimshluta og erfitt að ná til sem brotaþola. Svo er hin hliðin á peningnum að það er að vændi er nánast refsilaust hér á Íslandi, það fær að viðgangast og þegar vændi fær að viðgangast þá er mansal fylgifiskur.“ Drífa segir viðurlög við vændiskaupum vera sektir og vændiskaupendur njóti nafnleyndar. „Og það sem hefur komið í ljós bæði af því sem Stígamót hafa skoðað og erlendar rannsóknir er að þeir sem kaupa vændi virðist vera nokk sama í hvernig nauðung konur eru sem eru í vændi. Þannig eina leiðin til að uppræta vændi og þá mansal sem hefur verið fylgifiskur vændis það er bara að taka á þeim sem telja sig geta keypt líkama annarra og jafnvel telja það vera mannréttindi að geta keypt aðgang að líkömum annarra.“ Lögum um vændiskaup hafi verið breytt árið 2010 svo að vændiskaup urðu refsiverð en þeim lögum hafi ekki verið fylgt eftir. Félagslegum úrræðum fyrir brotaþola hafi fjölgað undanfarin ár. „Og ég held að þekking okkar á þessum málaflokki er komin það langt núna að við ættum að geta farið að spýta í lófana og tekið á þessu almennilega. Mig langar líka að segja að hluti af þessum vanda er að við erum alltaf að rugla saman ofbeldi og kynlífi og við erum til dæmis að sjá orðskrípi eins og kynlífsvændi og ég held að við ættum að hætta að blanda þessu saman og tala bara um vændi sem ofbeldi og svo er kynlíf eitthvað allt annað.“
Mansal Vændi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. 11. júlí 2025 21:46 Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. 11. júlí 2025 14:21 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. 11. júlí 2025 21:46
Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. 11. júlí 2025 14:21