„Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júlí 2025 20:00 Ný aðalnámskrá verður tekin í notkun á næsta skólaári. Vísir/Vilhelm Skólastjóri í Kópavogi segir foreldra eiga erfitt með að skilja námsmat barna sinna. Íslenskir skólar standi öðrum þó framar hvað ýmsa þætti skólastarfsins varðar. Ný og endurskoðuð aðalnámsskrá grunnskóla verður tekin í notkun í skólum landsins næsta skólaár. Skólum ber þá að skipuleggja nám og kennslu út frá nýrri námsskrá og útskrifa nemendur úr 10. bekk samkvæmt endurskoðuðum viðmiðum næsta vor. Í nýrri námsskrá eru sett fram matsviðmið fyrir allar námsgreinar í lok 4., 7. og 10. bekkjar þar sem hæfni nemenda er skilgreind í löngu máli. Viðmiðin eru á skalanum A-D og er tekið fram að gera megi ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri hæfni sem skilgreind er í B. Jafnframt er skólum skylt að nota þessa kvarða við brautskráningu nemenda úr 10. bekk. Skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi segir það jákvætt skref að endurskoða námskrána en segir tilefni til að velta fyrir sér samfellu á milli skólastiga. „Okkar námsskrá er ekki eins og í framhaldsskóla. Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en fara svo í tölur í framhaldsskóla,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í viðtali við Fréttastofu Sýnar. „Foreldrar skilja þetta ekki“ Og hvað þýðir það að fá B í einkunn? Eða að vera „á réttri leið“ eða að „þarfnast þjálfunar“ eins og margir foreldrar kannast við þegar þeir skoða námsmat barna sinna í Mentor. Margir skólar skilgreina einkunnaskalann á heimasíðum sínum en á síðustu misserum hafa þau sjónarmið komið fram að námsmatið sé ekki nægilega nákvæmt. Sigrún segir það áskorun að útskýra námsskrána fyrir foreldrum. „Foreldrar skilja þetta ekki. Foreldrar skilja námskrána og skilja námið eins og þegar þau voru í skóla að fá tölur fyrir verkefnin sín. Það er alveg áskorun fyrir okkur líka að útskýra þessa námsskrá og við erum bara að vinna eftir henni.“ Sigrún segir nýja námsskrá þó hafa kosti. „Við erum mjög framarlega í mörgu öðru miðað við önnur lönd varðandi alls konar verkefni og vinnu, skapandi skil og fjölbreytileika í því. Hópavinnu og samþættingu sem ég veit að er ekkert mikið um í öðrum löndum. Námsskráin býður upp á það.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Kópavogur Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Ný og endurskoðuð aðalnámsskrá grunnskóla verður tekin í notkun í skólum landsins næsta skólaár. Skólum ber þá að skipuleggja nám og kennslu út frá nýrri námsskrá og útskrifa nemendur úr 10. bekk samkvæmt endurskoðuðum viðmiðum næsta vor. Í nýrri námsskrá eru sett fram matsviðmið fyrir allar námsgreinar í lok 4., 7. og 10. bekkjar þar sem hæfni nemenda er skilgreind í löngu máli. Viðmiðin eru á skalanum A-D og er tekið fram að gera megi ráð fyrir að þorri nemenda nái þeirri hæfni sem skilgreind er í B. Jafnframt er skólum skylt að nota þessa kvarða við brautskráningu nemenda úr 10. bekk. Skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi segir það jákvætt skref að endurskoða námskrána en segir tilefni til að velta fyrir sér samfellu á milli skólastiga. „Okkar námsskrá er ekki eins og í framhaldsskóla. Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en fara svo í tölur í framhaldsskóla,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í viðtali við Fréttastofu Sýnar. „Foreldrar skilja þetta ekki“ Og hvað þýðir það að fá B í einkunn? Eða að vera „á réttri leið“ eða að „þarfnast þjálfunar“ eins og margir foreldrar kannast við þegar þeir skoða námsmat barna sinna í Mentor. Margir skólar skilgreina einkunnaskalann á heimasíðum sínum en á síðustu misserum hafa þau sjónarmið komið fram að námsmatið sé ekki nægilega nákvæmt. Sigrún segir það áskorun að útskýra námsskrána fyrir foreldrum. „Foreldrar skilja þetta ekki. Foreldrar skilja námskrána og skilja námið eins og þegar þau voru í skóla að fá tölur fyrir verkefnin sín. Það er alveg áskorun fyrir okkur líka að útskýra þessa námsskrá og við erum bara að vinna eftir henni.“ Sigrún segir nýja námsskrá þó hafa kosti. „Við erum mjög framarlega í mörgu öðru miðað við önnur lönd varðandi alls konar verkefni og vinnu, skapandi skil og fjölbreytileika í því. Hópavinnu og samþættingu sem ég veit að er ekkert mikið um í öðrum löndum. Námsskráin býður upp á það.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Kópavogur Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira