Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. júlí 2025 13:01 Marteinn Högni hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Húrra Reykjavík. Aðsend Húrra Reykjavík, ein heitasta tísku- og lífsstílsverslun landsins, hefur ráðið til sín nýjan framkvæmdarstjóra. Sá er viðskiptafræðingur og mikill tískuáhugamaður og heitir Marteinn Högni Elíasson. Í fréttatilkynningu frá Húrra teyminu segir: „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að nýr framkvæmdastjóri hefur hafið störf hjá Húrra Reykjavík. Það er enginn annar en Marteinn Högni Elíasson sem tekur nú við stjórnartaumunum.“ Marteinn er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, auk þess sem hann stundaði skiptinám við Copenhagen Business School í Kaupmannahöfn. Marteinn Högni mun leiða daglegan rekstur og þróun hjá Húrra Reykjavík.Aðsend Eftir nám hóf hann störf hjá Íslandsbanka, þar sem hann gegndi fyrst stöðu fyrirtækjaráðgjafa og síðar sem hópstjóri hjá viðskiptaeftirliti bankans. Nú stígur hann inn í nýtt hlutverk sem framkvæmdastjóri Húrra, þar sem hann mun leiða daglegan rekstur og styðja við áframhaldandi þróun og vöxt vörumerkisins. „Húrra Reykjavík er sterkt og vel þekkt vörumerki á Íslandi. Ég er virkilega spenntur að fá að leiða næstu skref og þróa merkið áfram með öllu því frábæra fólki sem starfar hjá Húrra,“ segir Marteinn Högni um nýja hlutverkið. Tíska og hönnun Reykjavík Verslun Vistaskipti Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Húrra teyminu segir: „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að nýr framkvæmdastjóri hefur hafið störf hjá Húrra Reykjavík. Það er enginn annar en Marteinn Högni Elíasson sem tekur nú við stjórnartaumunum.“ Marteinn er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, auk þess sem hann stundaði skiptinám við Copenhagen Business School í Kaupmannahöfn. Marteinn Högni mun leiða daglegan rekstur og þróun hjá Húrra Reykjavík.Aðsend Eftir nám hóf hann störf hjá Íslandsbanka, þar sem hann gegndi fyrst stöðu fyrirtækjaráðgjafa og síðar sem hópstjóri hjá viðskiptaeftirliti bankans. Nú stígur hann inn í nýtt hlutverk sem framkvæmdastjóri Húrra, þar sem hann mun leiða daglegan rekstur og styðja við áframhaldandi þróun og vöxt vörumerkisins. „Húrra Reykjavík er sterkt og vel þekkt vörumerki á Íslandi. Ég er virkilega spenntur að fá að leiða næstu skref og þróa merkið áfram með öllu því frábæra fólki sem starfar hjá Húrra,“ segir Marteinn Högni um nýja hlutverkið.
Tíska og hönnun Reykjavík Verslun Vistaskipti Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira