Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir þau áform stjórnarflokkanna að slá virkjanir í Skagafirði út af borðinu. Talsmaður Landverndar skammar hins vegar stjórnarliða fyrir að opna á Kjalölduveitu. Kristján Már skoðar í fréttatímanum ólík sjónarmið um orkumálin.
Við tölum við Sigmund Davíð formann Miðflokksins og Guðmund Ara þingflokksformann Samfylkingarinnar um nýja könnun um fylgi stjórnmálaflokkanna. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndar verulega á milli áranna 2023 og 2024 og við fáum Þyrí Höllu Steingrímsdóttur skrifstofustjóra Barnaverndar Reykjavíkur til að fara yfir hvað útskýri þetta.
Magnús Hlynur fór á Friðheima í Reykholti í dag þar sem garðyrkjumenn riðu á vaðið og tóku í gagnið sérstakt vottunarkerfi sem tryggja á að vinnustaðir virði kjarasamninga og reglur vinnumarkaðsins.
Við verðum líka í beinni frá Húsavík og úr Háskólabíói þar sem sviðslistahúsið Aftur á móti tekur til starfa á ný í kvöld en það er mikilvægur vettvangur fyrir listafólk.