„Las þetta allt í drasl í gamla daga“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2025 19:27 Í Kjarnaskógi rís nú Múmínskógur. Vísir Norðlenskir krakkar sem elska ævintýri Tove Jansson mega heldur betur hlakka til því í Kjarnaskógi er verið að reisa Múmínskóg með öllu tilheyrandi. Framkvæmdastjóri skógræktarfélags Eyfirðinga segir hugmyndina hafa sprottið út frá síberíulerkinu, því trén eru heilt ævintýri í sjálfu sér. Það er mikill hugur í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú á að töfra fram ævintýraheiminn sem rammar inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um Múmínálfana. Og það í einum vinsælasta útivistarstað Norðlendinga, Kjarnaskógi. „Hérna erum við auðvitað að gera múmínskóginn, þetta er nýjasta nýtt í kjarnaskógi, þetta er sjálfstæð eining innan hans,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Heilu leiksvæðunum og persónunum úr Múmínævintýrunum verður komið fyrir á reitnum. Síberíulerkitrén í Kjarnaskógi urðu Ingólfi innblástur. „Og þau eru ævintýri út af fyrir sig. Þetta eru svona öskubuskurnar í skóginum. Þegar forverar mínir voru að gróðursetja í Kjarnaskógi þá lifði sumt og annað drapst en þessi lerkitré voru það sem tórðu. Þau kólu öll og voru kræklótt en við mennirnir viljum alltaf hafa tré bein og fín. Þau voru pínu öskubuskur en við fundum þeim hlutverk að halda utan um ævintýraskóg.“ Svo eru sögurnar af ævintýrum Múmínálfanna bara svo skemmtilegar. „Ég er afi og ég átti allar bækurnar og las þetta allt í drasl í gamla daga og barnabörnin mín, þau þekkja þetta allt saman, allar persónurnar og allt. Og við erum samræðuhæf og þess vegna völdum við þetta ævintýri til að vera í ævintýraskóginum okkar.“ Múmínskógurinn verður reistur í áföngum. Þau stefna að því að ljúka við Múmínkastalahlutinn í næstu viku en Múmínskógurinn í heild sinni verður tilbúinn um mitt næsta sumar. Bókmenntir Finnland Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Það er mikill hugur í starfsfólki Skógræktarfélags Eyfirðinga því nú á að töfra fram ævintýraheiminn sem rammar inn sögur hinnar finnsku Tove Jansson um Múmínálfana. Og það í einum vinsælasta útivistarstað Norðlendinga, Kjarnaskógi. „Hérna erum við auðvitað að gera múmínskóginn, þetta er nýjasta nýtt í kjarnaskógi, þetta er sjálfstæð eining innan hans,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Heilu leiksvæðunum og persónunum úr Múmínævintýrunum verður komið fyrir á reitnum. Síberíulerkitrén í Kjarnaskógi urðu Ingólfi innblástur. „Og þau eru ævintýri út af fyrir sig. Þetta eru svona öskubuskurnar í skóginum. Þegar forverar mínir voru að gróðursetja í Kjarnaskógi þá lifði sumt og annað drapst en þessi lerkitré voru það sem tórðu. Þau kólu öll og voru kræklótt en við mennirnir viljum alltaf hafa tré bein og fín. Þau voru pínu öskubuskur en við fundum þeim hlutverk að halda utan um ævintýraskóg.“ Svo eru sögurnar af ævintýrum Múmínálfanna bara svo skemmtilegar. „Ég er afi og ég átti allar bækurnar og las þetta allt í drasl í gamla daga og barnabörnin mín, þau þekkja þetta allt saman, allar persónurnar og allt. Og við erum samræðuhæf og þess vegna völdum við þetta ævintýri til að vera í ævintýraskóginum okkar.“ Múmínskógurinn verður reistur í áföngum. Þau stefna að því að ljúka við Múmínkastalahlutinn í næstu viku en Múmínskógurinn í heild sinni verður tilbúinn um mitt næsta sumar.
Bókmenntir Finnland Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira