Í fréttatímanum verður einnig fjallað um leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hófst í Haag í Hollandi í dag og rætt verður við íbúa í borginni sem segir undirbúning fundarins hafa haft mikil áhrif á daglegt líf borgarbúa. Stórum umferðargötum hefur verið lokað í lengri tíma og börn fengið frí í skóla.
Við förum einnig yfir niðurstöðum nýrrar könnunar um stuðning þjóðarinnar við frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda, en stuðningur við málið hefur dregst saman á milli mánaða.
Í fréttatímanum verðum við einnig í beinni útsendingu frá Akureyri þar sem Listasumar á Akureyri verður hafið formlega með pomp og prakt og hittum fólkið á bak við fyrsta fjölbragðaglímufélag Íslands sem nú er orðið að veruleika.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Sýnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.