Fleiri handteknir í Borgarnesi Agnar Már Másson skrifar 23. júní 2025 19:35 Húsleitin og meinta fíknienfaframleiðslan sveif undir radarinn hjá mörgum heimamönnum bæði á Raufarhofn og í Borgarnesi, að sögn íbúa sem fréttastofa hefur rætt við. Visir Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar. Lögregluembætti á Norðurlandi eystra, Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu réðust á miðvikudag í samhenta aðgerð víða um landið ásamt sérsveitinni í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi og fíkniefnaframleiðslu. Á Norðurlandi eystra voru fimm handteknir eftir húsleit á Raufarhöfn. Á sama tíma stóð húsleit yfir í Borgarnesi, að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi, sem segir að sérsveitin hafi einnig aðstoðað við þær aðgerðir. Ásmundur segir að fólk hafi verið handtekið á Vesturlandi í tengslum við húsleit en gefur ekki upp fjölda handtekinna. Líklega sé búið að fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Hann gefur ekki upp hvort lögregla hafi lagt hald á hluti við húsleitina. Sem fyrr segir var húsleit einnig framkvæmd á Raufarhöfn á miðvikudag, nánar til tekið í rauðu húsi við Aðalbraut. Íbúar sem fréttastofa hefur talað við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, og annar maður tvö árin þar áður. Lítið hafi farið fyrir manninum. Einn íbúi á Raufarhöfn lýsir því í samtali við fréttastofu í dag að bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Ökutækið hafi siðan verið horfið á braut snemma morguns. Sjómenn á bænum hafi orðið sérstaklega varir við ökutækið. Lögreglan sagðist á föstudag hafa lagt hald á fíkniefni við aðgerðina á Raufarhöfn. Eigandi rauða hússins, Jón Eyþór Gottskálksson, sagðist koma af fjöllum þegar blaðamaður ræddi við hann síðasta fimmtudag. Hann keypti húsið fyrir rúmu ári. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Lögregluembætti á Norðurlandi eystra, Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu réðust á miðvikudag í samhenta aðgerð víða um landið ásamt sérsveitinni í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi og fíkniefnaframleiðslu. Á Norðurlandi eystra voru fimm handteknir eftir húsleit á Raufarhöfn. Á sama tíma stóð húsleit yfir í Borgarnesi, að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi, sem segir að sérsveitin hafi einnig aðstoðað við þær aðgerðir. Ásmundur segir að fólk hafi verið handtekið á Vesturlandi í tengslum við húsleit en gefur ekki upp fjölda handtekinna. Líklega sé búið að fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Hann gefur ekki upp hvort lögregla hafi lagt hald á hluti við húsleitina. Sem fyrr segir var húsleit einnig framkvæmd á Raufarhöfn á miðvikudag, nánar til tekið í rauðu húsi við Aðalbraut. Íbúar sem fréttastofa hefur talað við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, og annar maður tvö árin þar áður. Lítið hafi farið fyrir manninum. Einn íbúi á Raufarhöfn lýsir því í samtali við fréttastofu í dag að bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Ökutækið hafi siðan verið horfið á braut snemma morguns. Sjómenn á bænum hafi orðið sérstaklega varir við ökutækið. Lögreglan sagðist á föstudag hafa lagt hald á fíkniefni við aðgerðina á Raufarhöfn. Eigandi rauða hússins, Jón Eyþór Gottskálksson, sagðist koma af fjöllum þegar blaðamaður ræddi við hann síðasta fimmtudag. Hann keypti húsið fyrir rúmu ári. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira