„Við lifum ekki á friðartímum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. júní 2025 13:27 Þórdísi Kolbrúnu líst ekki á gang málanna í Mið-Austurlöndunum. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki lítast á nýjustu vendingar eftir árásir Bandaríkjamanna á Íran. Hún kallar eftir enn sterkara sambandi við bandamenn Íslands, þar á meðal Bandaríkin. „Auðvitað líst manni ekkert á stöðuna eins og hún er. Þetta er allt það nýskeð að maður reynir að lesa eins og maður getur,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í Sprengisandi í dag. Þar ræddi hún við Kristján Kristjánsson, stjórnanda Sprengisands, nýjustu vendingar eftir að Bandaríkin tóku þátt í árásum Ísraela á Íran. Föstudaginn 13. júní hófu Ísraelar árásir á Íran og hafa ríkin skotið hvort á annað síðan þá. Það var síðan á laugardagskvöld sem Bandaríkjamenn tóku þátt í átökunum með árásum hersins á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Írans. Þórdís Kolbrún segir viðbrögð embættismanna Bandaríkjanna afar mismunandi. Demókratar séu almennt óánægðir með að þingið hafði ekkert að segja um árásirnar. „Ég held að allir séu sammála um að það megi ekki leyfa því að gerast að Íran þrói kjarnorkuvopn af illum hug og sem brot á alþjóðasamningum.“ Hún segir þessa ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vera einn eina vísbendinguna um hraðvaxandi stigmögnun í heiminum. „Þetta eru ekki diplómatísku leiðirnar sem eru alltaf betri en hinar.“ Mikilvægt að vera í góðu sambandi við bandamenn Þórdís Kolbrún kallar eftir nánara samstarfi með öðrum Evrópuríkjum en það megi samt sem áður ekki vera á kostnað sambands Íslands við Bandaríkin. „Þetta segir okkur að við verðum að taka þessu alvarlega, vinna okkar heimavinnu og vera í góðu og þéttu sambandi við alla okkar bandamenn. Hvort sem það eru Bandaríkin og Kanada, Evrópusambandsríki og ríki í Evrópu sem ekki eru í Evrópusambandinu,“ segir hún. „Það fer auðvitað eftir því, hvað ætla Bandaríkin að gera? Auðvitað hefur maður áhyggjur af því hvernig menn talar þar.“ Það varði hagsmuni Íslands að vera með sterkt samstarf við aðrar þjóðir og byggja samskiptin á diplómatískum leiðum. „Við erum litlir leikendur í þróun alþjóðamála, um það eru allir sammála. En það breytir ekki því að við erum ónæm fyrir því sem gerist. Við auðvitað njótum þess að vera landfræðilega staðsett sem við erum, það hefur ekki breyst. Við lifum ekki á friðartímum og þá eðli máli samkvæmt þýðir það að við munum þurfa að gera hluti sem við höfum ekki þurft að gera í mjög langan tíma.“ Farið var yfir víðan völl í Sprengisandi en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan: Utanríkismál Íran Bandaríkin Sprengisandur Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
„Auðvitað líst manni ekkert á stöðuna eins og hún er. Þetta er allt það nýskeð að maður reynir að lesa eins og maður getur,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í Sprengisandi í dag. Þar ræddi hún við Kristján Kristjánsson, stjórnanda Sprengisands, nýjustu vendingar eftir að Bandaríkin tóku þátt í árásum Ísraela á Íran. Föstudaginn 13. júní hófu Ísraelar árásir á Íran og hafa ríkin skotið hvort á annað síðan þá. Það var síðan á laugardagskvöld sem Bandaríkjamenn tóku þátt í átökunum með árásum hersins á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Írans. Þórdís Kolbrún segir viðbrögð embættismanna Bandaríkjanna afar mismunandi. Demókratar séu almennt óánægðir með að þingið hafði ekkert að segja um árásirnar. „Ég held að allir séu sammála um að það megi ekki leyfa því að gerast að Íran þrói kjarnorkuvopn af illum hug og sem brot á alþjóðasamningum.“ Hún segir þessa ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vera einn eina vísbendinguna um hraðvaxandi stigmögnun í heiminum. „Þetta eru ekki diplómatísku leiðirnar sem eru alltaf betri en hinar.“ Mikilvægt að vera í góðu sambandi við bandamenn Þórdís Kolbrún kallar eftir nánara samstarfi með öðrum Evrópuríkjum en það megi samt sem áður ekki vera á kostnað sambands Íslands við Bandaríkin. „Þetta segir okkur að við verðum að taka þessu alvarlega, vinna okkar heimavinnu og vera í góðu og þéttu sambandi við alla okkar bandamenn. Hvort sem það eru Bandaríkin og Kanada, Evrópusambandsríki og ríki í Evrópu sem ekki eru í Evrópusambandinu,“ segir hún. „Það fer auðvitað eftir því, hvað ætla Bandaríkin að gera? Auðvitað hefur maður áhyggjur af því hvernig menn talar þar.“ Það varði hagsmuni Íslands að vera með sterkt samstarf við aðrar þjóðir og byggja samskiptin á diplómatískum leiðum. „Við erum litlir leikendur í þróun alþjóðamála, um það eru allir sammála. En það breytir ekki því að við erum ónæm fyrir því sem gerist. Við auðvitað njótum þess að vera landfræðilega staðsett sem við erum, það hefur ekki breyst. Við lifum ekki á friðartímum og þá eðli máli samkvæmt þýðir það að við munum þurfa að gera hluti sem við höfum ekki þurft að gera í mjög langan tíma.“ Farið var yfir víðan völl í Sprengisandi en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:
Utanríkismál Íran Bandaríkin Sprengisandur Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira