Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2025 06:46 Frá flugsýningunni á Akureyrarflugvelli sumarið 2023. Þá var gestum leyft að fara um borð í kafbátaleitarvél bandaríska sjóhersins. Egill Aðalsteinsson Tékkneski flugherinn og kafbátaleitarflugvél bandaríska sjóhersins eru meðal sýningaratriða á árlegum flugdegi Flugsafns Íslands sem fram fer á Akureyrarflugvelli í dag, laugardag. Þá verða Flugsystur með atriði en það eru ný samtök kvenna í flugi. Sýningarsvæðið við Flugsafnið verður opið milli klukkan 13 og 16. Dagskrá hefst klukkan 13:20 með því að Flugmódelfélag Akureyrar færir Flugsafninu nýtt módel af Grumman Goose flugbát að gjöf. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra setur svo flugdaginn klukkan 13:40. Spáð er allt að 18 stiga hita á Akureyri í dag, fremur hægum vindi og bjartviðri með köflum. Flugsýningin hefst klukkan 14. Þar má nefna listflug reykspúandi flugsveitar, þrjár kynslóðir sjúkravéla, gyrosveitina, Landhelgisgæslu Íslands og einu sjóflugvélina á landinu. DC-3, Landgræðsluvélin Páll Sveinsson, verður opin gestum en athygli flugáhugamanna vakti á dögunum að hreyflar hennar voru ræstir á ný eftir langt hlé. Séð yfir sýningarsvæði Flugsafnsins. Þristurinn í forgrunni.Flugsafn Íslands Að auki gefst gestum meðal annars kostur á að skoða Twin Otter-vélar Norlandair og Beechcraft B200 King Air sjúkraflugvél Norlandair. Slökkvilið Akureyrar verður á staðnum með búnað til sjúkraflutninga til sýnis, Flugskóli Akureyrar verður með kynningu á flugnámi og Flugmódelfélag Akureyrar sýnir flugmódel. Flugsystur kynna sig til leiks en það eru ný samtök sem stofnuð voru af flugmönnunum Auði Birnu Snorradóttur og Helgu Sigurveigu Kristjánsdóttur. Á heimasíðu Flugsystra segir að hugmyndin hafi sprottið upp úr löngun til að efla tengsl kvenna í flugi, hvort sem um sé að ræða atvinnuflugmenn, flugnemendur eða konur sem starfi með einum eða öðrum hætti í kringum flug. Markmið Flugsystra sé að hlúa að vináttu og deila reynslu, svo konur finni öflugan stuðning til að láta flugdrauma sína rætast. JAS-39C Gripen orrustuþotur tékkneska flughersins við Ísland.Utanríkisráðuneytið Loks vekur athygli að bæði bandaríski sjóherinn með P-8 kafbátaleitarvél og tékkneski flugherinn með Gripen-orustuþotu boða komu sína en flugsveit tékkneska flughersins hefur undanfarnar vikur annast loftrýmisgæslu við Ísland frá Keflavíkurflugvelli. Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Flugþjóðin Söfn Tengdar fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. 27. apríl 2025 22:22 Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Með stofnun Norðurflugs á Akureyri varð Tryggvi Helgason brautryðjandi í rekstri landshlutaflugfélaga á Íslandi. Flugfélagið Norlandair og áður Flugfélag Norðurlands eru bæði sprottin af Norðurflugi. 27. apríl 2025 07:00 Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. 24. apríl 2025 23:46 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Sýningarsvæðið við Flugsafnið verður opið milli klukkan 13 og 16. Dagskrá hefst klukkan 13:20 með því að Flugmódelfélag Akureyrar færir Flugsafninu nýtt módel af Grumman Goose flugbát að gjöf. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra setur svo flugdaginn klukkan 13:40. Spáð er allt að 18 stiga hita á Akureyri í dag, fremur hægum vindi og bjartviðri með köflum. Flugsýningin hefst klukkan 14. Þar má nefna listflug reykspúandi flugsveitar, þrjár kynslóðir sjúkravéla, gyrosveitina, Landhelgisgæslu Íslands og einu sjóflugvélina á landinu. DC-3, Landgræðsluvélin Páll Sveinsson, verður opin gestum en athygli flugáhugamanna vakti á dögunum að hreyflar hennar voru ræstir á ný eftir langt hlé. Séð yfir sýningarsvæði Flugsafnsins. Þristurinn í forgrunni.Flugsafn Íslands Að auki gefst gestum meðal annars kostur á að skoða Twin Otter-vélar Norlandair og Beechcraft B200 King Air sjúkraflugvél Norlandair. Slökkvilið Akureyrar verður á staðnum með búnað til sjúkraflutninga til sýnis, Flugskóli Akureyrar verður með kynningu á flugnámi og Flugmódelfélag Akureyrar sýnir flugmódel. Flugsystur kynna sig til leiks en það eru ný samtök sem stofnuð voru af flugmönnunum Auði Birnu Snorradóttur og Helgu Sigurveigu Kristjánsdóttur. Á heimasíðu Flugsystra segir að hugmyndin hafi sprottið upp úr löngun til að efla tengsl kvenna í flugi, hvort sem um sé að ræða atvinnuflugmenn, flugnemendur eða konur sem starfi með einum eða öðrum hætti í kringum flug. Markmið Flugsystra sé að hlúa að vináttu og deila reynslu, svo konur finni öflugan stuðning til að láta flugdrauma sína rætast. JAS-39C Gripen orrustuþotur tékkneska flughersins við Ísland.Utanríkisráðuneytið Loks vekur athygli að bæði bandaríski sjóherinn með P-8 kafbátaleitarvél og tékkneski flugherinn með Gripen-orustuþotu boða komu sína en flugsveit tékkneska flughersins hefur undanfarnar vikur annast loftrýmisgæslu við Ísland frá Keflavíkurflugvelli.
Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Akureyri Eyjafjarðarsveit Flugþjóðin Söfn Tengdar fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. 27. apríl 2025 22:22 Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Með stofnun Norðurflugs á Akureyri varð Tryggvi Helgason brautryðjandi í rekstri landshlutaflugfélaga á Íslandi. Flugfélagið Norlandair og áður Flugfélag Norðurlands eru bæði sprottin af Norðurflugi. 27. apríl 2025 07:00 Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. 24. apríl 2025 23:46 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn tveggja sorphirðufyrirtækja grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Sjá meira
Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. 27. apríl 2025 22:22
Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Með stofnun Norðurflugs á Akureyri varð Tryggvi Helgason brautryðjandi í rekstri landshlutaflugfélaga á Íslandi. Flugfélagið Norlandair og áður Flugfélag Norðurlands eru bæði sprottin af Norðurflugi. 27. apríl 2025 07:00
Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. 24. apríl 2025 23:46
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda