Fylkir ennþá bara unnið einn leik í deild Haraldur Örn Haraldsson skrifar 20. júní 2025 21:23 Árni Freyr Guðnason fyrir miðju var ráðinn sem þjálfari Fylkis fyrir tímabil Mynd/Fylkir Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld. Leiknir fékk Njarðvík í heimsókn, og Fylkir fékk HK í heimsókn. Leiknir R. 1 - 1 Njarðvík Njarðvík hefur byrjað tímabilið mjög vel og voru ú 2. sæti deildarinnar fyrir leik. Þeir tóku forystuna á 43. mínútu leiksins eftir hornspyrnu þar sem markvörður Leiknis Ólafur Íshólm missti boltann frá sér og Valdimar Jóhannsson nýttir sér það og skoraði. Það dró svo ekki næst til tíðinda fyrr en á 88. mínútu leiksins þar sem Dusan Brkovic leikmaður Leiknis skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Shkelzen Veseli. Jafntefli niðurstaðan í þessum leik, góð úrslit fyrir Leikni sem lyftir sér upp fyrir Fylki í 9. sætið að minnsta kosti tímabundið. Fylkir 1 - 2 HK Fylkismenn þurftu nauðsynlega á sigri að halda gegn HK þar sem þeirra tímabil hefur byrjað mjög illa. Leikurinn byrjaði vel fyrir þá þar sem Eyþór Aron Wöhler skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu. Gott skot hjá Eyþóri. Það var langur uppbótatími í fyrri hálfleiknum og HK nýtti sér það. Dagur Orri Garðarsson jafnaði metinn á áttundu mínútu uppbótatíma með skalla eftir hornspyrnu. Það var svo aftur Dagur sem skoraði til að koma HK yfir. Hann var sloppinn í gegn og lyfti boltanum yfir Ólaf Kristófer markmann Fylkis. Aðeins tveimur mínútum eftir þetta mark fékk Haukur Leifur Eiríksson leikmaður HK rautt spjald fyrir fólskulegt brot. Hann fór harkalega í tæklingu með takkana á lofti. Þá voru 23 mínútur eftir af venjulegum leiktíma en Fylkismenn náðu ekki að nýta sér að vera manni fleiri, og lokatölur því 1-2. Fylkir enn bara með sjö stig, eru í 10. sæti, á meðan HK fer upp í 17 stig og upp í 2. sætið. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Leiknir R. 1 - 1 Njarðvík Njarðvík hefur byrjað tímabilið mjög vel og voru ú 2. sæti deildarinnar fyrir leik. Þeir tóku forystuna á 43. mínútu leiksins eftir hornspyrnu þar sem markvörður Leiknis Ólafur Íshólm missti boltann frá sér og Valdimar Jóhannsson nýttir sér það og skoraði. Það dró svo ekki næst til tíðinda fyrr en á 88. mínútu leiksins þar sem Dusan Brkovic leikmaður Leiknis skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Shkelzen Veseli. Jafntefli niðurstaðan í þessum leik, góð úrslit fyrir Leikni sem lyftir sér upp fyrir Fylki í 9. sætið að minnsta kosti tímabundið. Fylkir 1 - 2 HK Fylkismenn þurftu nauðsynlega á sigri að halda gegn HK þar sem þeirra tímabil hefur byrjað mjög illa. Leikurinn byrjaði vel fyrir þá þar sem Eyþór Aron Wöhler skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu. Gott skot hjá Eyþóri. Það var langur uppbótatími í fyrri hálfleiknum og HK nýtti sér það. Dagur Orri Garðarsson jafnaði metinn á áttundu mínútu uppbótatíma með skalla eftir hornspyrnu. Það var svo aftur Dagur sem skoraði til að koma HK yfir. Hann var sloppinn í gegn og lyfti boltanum yfir Ólaf Kristófer markmann Fylkis. Aðeins tveimur mínútum eftir þetta mark fékk Haukur Leifur Eiríksson leikmaður HK rautt spjald fyrir fólskulegt brot. Hann fór harkalega í tæklingu með takkana á lofti. Þá voru 23 mínútur eftir af venjulegum leiktíma en Fylkismenn náðu ekki að nýta sér að vera manni fleiri, og lokatölur því 1-2. Fylkir enn bara með sjö stig, eru í 10. sæti, á meðan HK fer upp í 17 stig og upp í 2. sætið.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira