Kemst ekki inn í landið og Hafdís þarf að bíða Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 20. júní 2025 14:25 Ambika (til vinstri) stefnir á að koma til Íslands við fyrsta tækifæri og hitta Hafdísi (til hægri). Á myndinni af Hafdísi má sjá möppu sem inniheldur allar myndir og bréf sem hún fékk frá barnaþorpinu í Greenfields og Ambiku, ásamt gíróseðlum og öllum nótum fyrir styrktargreiðslurnar. SOS Indversk kona sem fann með hjálp vef- og samfélagsmiðla styrktarforeldrið Hafdísi þarf að bíða með Íslandsheimsókn sína eftir að hún fékk ekki vegabréfsáritun til að komast inn í landið. „Hún var búin að taka sér frí frá vinnu og fá sumarfrí til að koma hingað. Þetta er hindrun sem seinkar endurfundum hennar og Hafdísar,” segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpanna í samtali við fréttastofu. Síðustu helgi auglýstu hjálparsamtökin eftir konu að nafni Hafdís sem hafði verið styrktarforeldri hinnar indversku Ambiku um margra ára skeið. Ambika hafi haft samband við SOS á samfélagsmiðlum í aðdraganda Íslandsferðarinnar til að hitta Hafdísi. Flókið skrifræði Ekki leið á löngu þar til umrædd Hafdís fannst, sem var að sögn Hans himinlifandi og spennt að hitta Ambiku. Hún áætlaði að koma til landsins mánaðamótin júní og júlí en nú hefur komið upp vandamál. „Þetta er alltaf að vinda upp á sig. Ambika fék ekki vegabréfsáritun til Íslands. Það er ofboðslega flókið skrifræði fyrir fólk frá Indlandi að fá Schengen áritun,“ segir Hans. Hér heldur Hafdís á bæði fyrstu og síðustu myndinni sem hún fékk senda af Ambiku.SOS Hann segist hafa staðið í svipuðu brasi í þrjá mánuði í fyrra þegar kona sem ólst upp í barnaþorpi á Indlandi var boðið til landsins. „Við fengum hana á endanum með því að senda boðsbréf og SOS Barnaþorp vottuðu fyrir hennar komu. Við erum búin að bjóða Ambiku þá leið og þau eru núna með aðra vegabréfsumsögn í gangi að komast til Þýskalands. Þau eru búin að breyta sínum plönum, stefna á að fara til Þýskalands. En það getur verið að þeirri umsögn verði synjað.“ Náði sér í menntun og styrkir nú sjálf Íslandsförinni þurfi óhjákvæmilega að seinka, annað hvort þar til í haust eða næsta vor. SOS Barnaþorpin á Íslandi muni þá hafa aðkomu að heimsókn hennar. Ambika sendi frá sér bréf þar sem hún kemur á framfæri þakklæti fyrir veitta aðstoð við að finna Hafdísi. Vegna hennar geti þær átt endurfundi með eftir öll þessi ár. Ambika og eiginmaður hennar stefna á að koma til Íslands um leið og færi gefst. Hér eru þau á brúðkaupsdaginn í fyrra. SOS „Í mörg ár hefur hún sent mér ást og umhyggju í formi bréfa og styrkja og póstkorta, þar sem hún kenndi mér ýmislegt um heiminn frá hennar sjónarhorni. „Hennar stuðningur, samhliða frábæra starfinu sem SOS barnaþorpin vinna, gaf mér ómetanlegt tækifæri til góðs lífs. Ég er vel menntuð og sjálfstæð kona í dag. Umhyggja Hafdísar, móðir mín og systkini eru dýrmætar gjafir frá SOS barnaþorpunum og hafa mótað þá konu sem ég er í dag, 31 árs. Ég og eiginmaður minn höfum núna tök á að styðja barn til menntunar auk þess sem ég hjálpa heimilislausum hundum og köttum. Þetta er mín leið til að endurgjalda fyrir öll þau góðverk sem mér voru veitt.“ Góðverk Hjálparstarf Indland Tengdar fréttir Indverji á leið til landsins leitar að SOS foreldrinu Hafdísi Indversk kona sem ólst upp í SOS barnaþorpi og er á leið til Íslands leitar SOS foreldris síns. Sú heitir Hafdís og sendi henni reglulega kort til þorpsins, síðast fyrir um tíu árum. 17. júní 2025 09:16 Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Styrktarforeldrið Hafdís sem auglýst var eftir á Facebook-síðu SOS barnaþorpa er fundin. Ambika, indversk kona, sem Hafdís styrkti í tíu ár er á leið til Íslands þar sem þær munu hittast í fyrsta skipti. 18. júní 2025 12:01 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
„Hún var búin að taka sér frí frá vinnu og fá sumarfrí til að koma hingað. Þetta er hindrun sem seinkar endurfundum hennar og Hafdísar,” segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS barnaþorpanna í samtali við fréttastofu. Síðustu helgi auglýstu hjálparsamtökin eftir konu að nafni Hafdís sem hafði verið styrktarforeldri hinnar indversku Ambiku um margra ára skeið. Ambika hafi haft samband við SOS á samfélagsmiðlum í aðdraganda Íslandsferðarinnar til að hitta Hafdísi. Flókið skrifræði Ekki leið á löngu þar til umrædd Hafdís fannst, sem var að sögn Hans himinlifandi og spennt að hitta Ambiku. Hún áætlaði að koma til landsins mánaðamótin júní og júlí en nú hefur komið upp vandamál. „Þetta er alltaf að vinda upp á sig. Ambika fék ekki vegabréfsáritun til Íslands. Það er ofboðslega flókið skrifræði fyrir fólk frá Indlandi að fá Schengen áritun,“ segir Hans. Hér heldur Hafdís á bæði fyrstu og síðustu myndinni sem hún fékk senda af Ambiku.SOS Hann segist hafa staðið í svipuðu brasi í þrjá mánuði í fyrra þegar kona sem ólst upp í barnaþorpi á Indlandi var boðið til landsins. „Við fengum hana á endanum með því að senda boðsbréf og SOS Barnaþorp vottuðu fyrir hennar komu. Við erum búin að bjóða Ambiku þá leið og þau eru núna með aðra vegabréfsumsögn í gangi að komast til Þýskalands. Þau eru búin að breyta sínum plönum, stefna á að fara til Þýskalands. En það getur verið að þeirri umsögn verði synjað.“ Náði sér í menntun og styrkir nú sjálf Íslandsförinni þurfi óhjákvæmilega að seinka, annað hvort þar til í haust eða næsta vor. SOS Barnaþorpin á Íslandi muni þá hafa aðkomu að heimsókn hennar. Ambika sendi frá sér bréf þar sem hún kemur á framfæri þakklæti fyrir veitta aðstoð við að finna Hafdísi. Vegna hennar geti þær átt endurfundi með eftir öll þessi ár. Ambika og eiginmaður hennar stefna á að koma til Íslands um leið og færi gefst. Hér eru þau á brúðkaupsdaginn í fyrra. SOS „Í mörg ár hefur hún sent mér ást og umhyggju í formi bréfa og styrkja og póstkorta, þar sem hún kenndi mér ýmislegt um heiminn frá hennar sjónarhorni. „Hennar stuðningur, samhliða frábæra starfinu sem SOS barnaþorpin vinna, gaf mér ómetanlegt tækifæri til góðs lífs. Ég er vel menntuð og sjálfstæð kona í dag. Umhyggja Hafdísar, móðir mín og systkini eru dýrmætar gjafir frá SOS barnaþorpunum og hafa mótað þá konu sem ég er í dag, 31 árs. Ég og eiginmaður minn höfum núna tök á að styðja barn til menntunar auk þess sem ég hjálpa heimilislausum hundum og köttum. Þetta er mín leið til að endurgjalda fyrir öll þau góðverk sem mér voru veitt.“
Góðverk Hjálparstarf Indland Tengdar fréttir Indverji á leið til landsins leitar að SOS foreldrinu Hafdísi Indversk kona sem ólst upp í SOS barnaþorpi og er á leið til Íslands leitar SOS foreldris síns. Sú heitir Hafdís og sendi henni reglulega kort til þorpsins, síðast fyrir um tíu árum. 17. júní 2025 09:16 Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Styrktarforeldrið Hafdís sem auglýst var eftir á Facebook-síðu SOS barnaþorpa er fundin. Ambika, indversk kona, sem Hafdís styrkti í tíu ár er á leið til Íslands þar sem þær munu hittast í fyrsta skipti. 18. júní 2025 12:01 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Indverji á leið til landsins leitar að SOS foreldrinu Hafdísi Indversk kona sem ólst upp í SOS barnaþorpi og er á leið til Íslands leitar SOS foreldris síns. Sú heitir Hafdís og sendi henni reglulega kort til þorpsins, síðast fyrir um tíu árum. 17. júní 2025 09:16
Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Styrktarforeldrið Hafdís sem auglýst var eftir á Facebook-síðu SOS barnaþorpa er fundin. Ambika, indversk kona, sem Hafdís styrkti í tíu ár er á leið til Íslands þar sem þær munu hittast í fyrsta skipti. 18. júní 2025 12:01