Fær ýmist þumalinn eða löngutöng vegna einkanúmersins Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júní 2025 22:32 Björgvin Sævarsson keyrir um bæinn á Teslu með einkanúmerinu TRUMP. Vísir/Stefán Maðurinn sem keyrir um á Teslu-bifreið með einkanúmerinu TRUMP, hlýtur að hafa miklar skoðanir á vinslitum Donalds Trump og Elons Musk. Eða hvað? Bandaríkjaforseti og ríkasti maður heims urðu perluvinir í kringum framboð Trump til forseta í fyrra. Það slitnaði nýlega upp úr því sambandi og þeir skipst á skotum á samfélagsmiðlum. Musk hefur sagst ætla að stofna sinn eigin stjórnmálaflokk og Trump ætlar að selja Teslu-bílinn sinn, en Musk er forstjóri bílaframleiðandans. Pælir ekki mikið í vinslitunum Vinslitin hafa þó ekki teljandi áhrif á manninn sem keyrir um götur landsins á Teslu úr smiðju Musk, með einkanúmerið Trump. „Svefnlausar nætur bara,“ segir Björgvin Sævarsson, eigandi bílsins, kaldhæðnislega og hlær. „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja.“ Fólk tekur vel í þetta? „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja. Við erum eins misjöfn eins og við erum mörg,“ segir Björgvin. Vantaði rétta bílinn Björgvin rekur Kef Guesthouse og bílastæðafyrirtækið CarPark í Keflavík og sækir stundum ferðamenn á bílnum. Hann segir þá alla jafna hafa gaman af einkanúmerinu. Hann segist hafa átt réttinn á númerinu nokkuð lengi. „Ég náði því rétt fyrir forsetakosningarnar 2016, en mér fannst ég eiga bílinn til að setja þetta á. Það var ekki fyrr en ég eignaðist þennan sem mér fannst kominn tími til að flagga því,“ segir Björgvin. Ekki mikill stuðningsmaður Trump Þrátt fyrir einkanúmerið segist Björgvin ekki sérstakur stuðningsmaður Trump. „Ég er bara eins og vindurinn, fram og til baka. Ég hef verið vinstra megin, miðjunni og hægra megin. Verið hægra megin síðustu ár. En ég viðurkenni það fúslega að af því sem var í boði í kosningunum 2016 og í fyrra, ég hefði kosið Trump í bæði skiptin,“ segir Björgvin. En þú myndir ekki segja að þú værir mikill Trump-stuðningsmaður? „Ekki þannig, ég er bara að hafa gaman af þessu.“ Eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja En hvorum megin er Björgvin í þessum deilum Musk og Trump? „Ég er mitt á milli bara,“ segir Björgvin og hlær dátt. Líður þér eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja? „Það er svolítið svoleiðis, ég er alveg brotinn,“ segir Björgvin og hlær enn hærra. Donald Trump Elon Musk Bílar Vistvænir bílar Grín og gaman Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Bandaríkjaforseti og ríkasti maður heims urðu perluvinir í kringum framboð Trump til forseta í fyrra. Það slitnaði nýlega upp úr því sambandi og þeir skipst á skotum á samfélagsmiðlum. Musk hefur sagst ætla að stofna sinn eigin stjórnmálaflokk og Trump ætlar að selja Teslu-bílinn sinn, en Musk er forstjóri bílaframleiðandans. Pælir ekki mikið í vinslitunum Vinslitin hafa þó ekki teljandi áhrif á manninn sem keyrir um götur landsins á Teslu úr smiðju Musk, með einkanúmerið Trump. „Svefnlausar nætur bara,“ segir Björgvin Sævarsson, eigandi bílsins, kaldhæðnislega og hlær. „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja.“ Fólk tekur vel í þetta? „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja. Við erum eins misjöfn eins og við erum mörg,“ segir Björgvin. Vantaði rétta bílinn Björgvin rekur Kef Guesthouse og bílastæðafyrirtækið CarPark í Keflavík og sækir stundum ferðamenn á bílnum. Hann segir þá alla jafna hafa gaman af einkanúmerinu. Hann segist hafa átt réttinn á númerinu nokkuð lengi. „Ég náði því rétt fyrir forsetakosningarnar 2016, en mér fannst ég eiga bílinn til að setja þetta á. Það var ekki fyrr en ég eignaðist þennan sem mér fannst kominn tími til að flagga því,“ segir Björgvin. Ekki mikill stuðningsmaður Trump Þrátt fyrir einkanúmerið segist Björgvin ekki sérstakur stuðningsmaður Trump. „Ég er bara eins og vindurinn, fram og til baka. Ég hef verið vinstra megin, miðjunni og hægra megin. Verið hægra megin síðustu ár. En ég viðurkenni það fúslega að af því sem var í boði í kosningunum 2016 og í fyrra, ég hefði kosið Trump í bæði skiptin,“ segir Björgvin. En þú myndir ekki segja að þú værir mikill Trump-stuðningsmaður? „Ekki þannig, ég er bara að hafa gaman af þessu.“ Eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja En hvorum megin er Björgvin í þessum deilum Musk og Trump? „Ég er mitt á milli bara,“ segir Björgvin og hlær dátt. Líður þér eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja? „Það er svolítið svoleiðis, ég er alveg brotinn,“ segir Björgvin og hlær enn hærra.
Donald Trump Elon Musk Bílar Vistvænir bílar Grín og gaman Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira