Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2025 11:31 Gísli Már Gíslason er fjölfróður um hin ýmsu skordýr þó hann hafi einkum upp á síðkastið að mestu verið spurður út í lúsmý. Vísir Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. Borið hefur á skordýrabitum meðal borgarbúa í Reykjavík nú í byrjun júní. Gísli Már Gíslason líffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði segir að ýmsar skordýrategundir séu nú á ferðinni sem geti bitið fólk, hann segist telja of snemmt að úrskurða um það hvort þar séu á ferðinni lúsmýbit en að sögn Gísla styttist í að flugan muni gera vart við sig af alvöru þetta sumarið. „Ef það fer að hlýna þá fer lúsmýið örugglega að koma upp, svona um miðjan mánuðinn,“ segir Gísli. Þannig að það styttist í að lúsmýið fari að gera vart við sig? „Það styttist í það og ég hef grun um að í hitabylgjunni í maí þá hafi það klakist að einhverju leyti. Fólk var að kvarta og maður sá það á síðu sem var á Smettisskinni eða Facebook að þar var fólk að kvarta undan lúsmý og eins og ég sagði þá var ég nokkuð viss um að það hefði klakist lúsmý og bitið fólk í Vestur-Skaftafellssýslu.“ Nælir sér í far með fólki Finni fólk sig með skordýrabit um þetta leyti segir Gísli ýmislegt annað koma þar til greina en bara lúsmýið og nefnir það sem hann kallar gamla góða bitmýiið og fuglafló. Lúsmý gerði fyrst vart við sig árið 2015 á Íslandi og segir Gísli nú vísbendingar um að það sé að finna út um allt land, meðal annars á Vestfjörðum, sem löngum hefur verið talinn síðasti landshlutinn þar sem fluguna er ekki að finna. „Hér á Vestfjörðum hef ég séð mynd af lúsmý í húsbíl sem var í Tungudal í Ísafirði en hvort það hafi borist með bílnum eða ekki veit ég ekki en mér finndist það ekki ólíklegt. Og ég held að lúsmýið hafi dreifst svona hratt um landið, að það sé komið í alla landshluta eftir að það var fyrst greint hér á landi sé vegna þess að fólk er að bera þetta með sér í húsbýlum, hjólhýsum og fellihýsum og öðru slíku og fara á milli ferðamannastaða, þetta dúkkar yfirleitt í kringum það fyrst.“ Lúsmý Skordýr Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Borið hefur á skordýrabitum meðal borgarbúa í Reykjavík nú í byrjun júní. Gísli Már Gíslason líffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði segir að ýmsar skordýrategundir séu nú á ferðinni sem geti bitið fólk, hann segist telja of snemmt að úrskurða um það hvort þar séu á ferðinni lúsmýbit en að sögn Gísla styttist í að flugan muni gera vart við sig af alvöru þetta sumarið. „Ef það fer að hlýna þá fer lúsmýið örugglega að koma upp, svona um miðjan mánuðinn,“ segir Gísli. Þannig að það styttist í að lúsmýið fari að gera vart við sig? „Það styttist í það og ég hef grun um að í hitabylgjunni í maí þá hafi það klakist að einhverju leyti. Fólk var að kvarta og maður sá það á síðu sem var á Smettisskinni eða Facebook að þar var fólk að kvarta undan lúsmý og eins og ég sagði þá var ég nokkuð viss um að það hefði klakist lúsmý og bitið fólk í Vestur-Skaftafellssýslu.“ Nælir sér í far með fólki Finni fólk sig með skordýrabit um þetta leyti segir Gísli ýmislegt annað koma þar til greina en bara lúsmýið og nefnir það sem hann kallar gamla góða bitmýiið og fuglafló. Lúsmý gerði fyrst vart við sig árið 2015 á Íslandi og segir Gísli nú vísbendingar um að það sé að finna út um allt land, meðal annars á Vestfjörðum, sem löngum hefur verið talinn síðasti landshlutinn þar sem fluguna er ekki að finna. „Hér á Vestfjörðum hef ég séð mynd af lúsmý í húsbíl sem var í Tungudal í Ísafirði en hvort það hafi borist með bílnum eða ekki veit ég ekki en mér finndist það ekki ólíklegt. Og ég held að lúsmýið hafi dreifst svona hratt um landið, að það sé komið í alla landshluta eftir að það var fyrst greint hér á landi sé vegna þess að fólk er að bera þetta með sér í húsbýlum, hjólhýsum og fellihýsum og öðru slíku og fara á milli ferðamannastaða, þetta dúkkar yfirleitt í kringum það fyrst.“
Lúsmý Skordýr Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira