Aflamark þorsks lækkað og reiknað með að stofninn minnki áfram Árni Sæberg skrifar 6. júní 2025 10:42 Aflamark þorsks lækkar um tíu þúsund tonn milli ára. Vísir/Vilhelm Hafrannsóknarstofnun hefur birt úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Aflamark þorsks lækkar um fjögur prósent en aflamark ýsu hækkar um þrjú prósent. Mest lækkar aflamark gullkarfa, um tólf prósent, en íslenska sumargotssíldin er hástökkvari ársins með 27 prósenta hækkun aflamarks. Í fréttatilkynningu frá Hafró segir að aflamark þriðja tug stofna sé lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Ráðgjöfina í heild sinni megi nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar undir Ráðgjöf. Þorsksstofninn dragist saman næstu árin Hafró ráðleggi fjögurra prósenta lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2025/2026. Sú ráðgjöf byggi á aflareglu stjórnvalda. Því lækki ráðlagður heildarafli úr 213.214 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 203.822 tonn. Um er að ræða minnsta ráðlagða þorskafla frá árinu 2013. Gert sé ráð fyrir að stærð viðmiðunarstofns þorsks dragist saman næstu tvö til þrjú ár. Ástæðuna megi rekja til þess að árgangarnir frá 2021 og 2022 séu áfram metnir undir meðallagi. Þeir komi til með að ganga inn í viðmiðunarstofninn í ár og á næsta ári. Einnig séu árgangarnir frá 2019 til 2021 hægvaxta, sem talið sé tengjast slöku ástandi loðnustofnsins. Upphafsaflamark fyrir næstkomandi loðnuvertíð samkvæmt aflareglu strandríkja sé 46.384 tonn. Þessi ráðgjöf verði uppfærð áður en veiðar hefjast að lokinni haustmælingu. Til samanburðar var loðnukvótinn í ár innan við níu þúsund tonn. Stofn ýsu í hæsta gildi Samkvæmt nýuppfærðri aflareglu verði aflamark ýsu 78.918 tonn, sem sé þriggja prósenta hækkun á ráðgjöf frá yfirstandandi fiskveiðiári. Stærð viðmiðunarstofns sé metin við sitt hæsta gildi. Líkur séu á því að stærð viðmiðunarstofns muni haldast há á næsta ári vegna góðrar nýliðunar áranna 2019 til 2021, en árgangarnir sem koma þar á eftir séu metnir litlir. Ráðgjöf fyrir ufsa samkvæmt uppfærðri aflareglu lækki um ellefu prósent frá yfirstandandi fiskveiðiári og sé 59.510 tonn. Ráðgjöf fyrir gullkarfa sé 41.911 tonn eða tólf prósentum lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Nýliðun gullkarfa hafi verið slök undanfarinn áratug og af þeim sökum hafi hrygningarstofninn farið minnkandi. Fyrirséð sé að sú þróun haldi áfram og á komandi árum þurfi að draga verulega úr sókn. Áfram sé lagt til að aflamark djúpkarfa verði núll tonn þar sem hrygningarstofninn sé metinn undir varúðarmörkum. Miðað við fyrirliggjandi gögn sé ekki búist að stofninn fari upp fyrir varúðarmörk í fyrirsjáanlegri framtíð þar sem nýliðun í stofninn hafi verið metin mjög lág um nokkurt skeið. Ráðgjöf fyrir grálúðu hækku um sautján prósent frá fyrra ári og sé nú 20.992 tonn. Ráðlagt aflamark sé hærra vegna aukningar á heildarstofnstærð. Útlit sé fyrir að stofninn fari vaxandi á næstu árum vegna góðrar nýliðunar. Sumargotssíldin kemur sterk inn Ráðgjöf um aflamark íslensku sumargotssíldarinnar fyrir komandi fiskveiðiár hækki um 27 prósent og sé 103.367 tonn. Ástæðan sé sú að stórir árgangar frá 2017-2019 séu áberandi í veiðistofninum. Gert sé ráð fyrir að ráðgjöf muni lækka á næstu árum þegar yngri árgangar bætast við veiðistofninn en þeir séu metnir talsvert minni. Óvissa sé umtalsverð í stofnmatinu og mikils ósamræmis gæti í vísitölum milli áranna 2024 og 2025. Að auki við ráðgjöf um aflamark birtist yfirlit yfir meðafla sjávarspendýra og sjófugla í veiðum á hafsvæðinu við Ísland. Helstu niðurstöður séu þær að frá seinustu mælingum hafi dregið úr meðafla en hann sé enn töluverður. Meðafli tegunda þar sem stofnstærð er lítil eða hefur minnkað, eins og landsels, teistu og himbrima sýni mikilvægi vöktunar bæði á meðaflamagni og stofnstærðum þessara tegunda. Á töflunni hér að neðan má sjá yfirlit yfir ráðgjöf stofnunarinnar: Hafrannsóknastofnun Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Hafró segir að aflamark þriðja tug stofna sé lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Ráðgjöfina í heild sinni megi nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar undir Ráðgjöf. Þorsksstofninn dragist saman næstu árin Hafró ráðleggi fjögurra prósenta lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2025/2026. Sú ráðgjöf byggi á aflareglu stjórnvalda. Því lækki ráðlagður heildarafli úr 213.214 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 203.822 tonn. Um er að ræða minnsta ráðlagða þorskafla frá árinu 2013. Gert sé ráð fyrir að stærð viðmiðunarstofns þorsks dragist saman næstu tvö til þrjú ár. Ástæðuna megi rekja til þess að árgangarnir frá 2021 og 2022 séu áfram metnir undir meðallagi. Þeir komi til með að ganga inn í viðmiðunarstofninn í ár og á næsta ári. Einnig séu árgangarnir frá 2019 til 2021 hægvaxta, sem talið sé tengjast slöku ástandi loðnustofnsins. Upphafsaflamark fyrir næstkomandi loðnuvertíð samkvæmt aflareglu strandríkja sé 46.384 tonn. Þessi ráðgjöf verði uppfærð áður en veiðar hefjast að lokinni haustmælingu. Til samanburðar var loðnukvótinn í ár innan við níu þúsund tonn. Stofn ýsu í hæsta gildi Samkvæmt nýuppfærðri aflareglu verði aflamark ýsu 78.918 tonn, sem sé þriggja prósenta hækkun á ráðgjöf frá yfirstandandi fiskveiðiári. Stærð viðmiðunarstofns sé metin við sitt hæsta gildi. Líkur séu á því að stærð viðmiðunarstofns muni haldast há á næsta ári vegna góðrar nýliðunar áranna 2019 til 2021, en árgangarnir sem koma þar á eftir séu metnir litlir. Ráðgjöf fyrir ufsa samkvæmt uppfærðri aflareglu lækki um ellefu prósent frá yfirstandandi fiskveiðiári og sé 59.510 tonn. Ráðgjöf fyrir gullkarfa sé 41.911 tonn eða tólf prósentum lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Nýliðun gullkarfa hafi verið slök undanfarinn áratug og af þeim sökum hafi hrygningarstofninn farið minnkandi. Fyrirséð sé að sú þróun haldi áfram og á komandi árum þurfi að draga verulega úr sókn. Áfram sé lagt til að aflamark djúpkarfa verði núll tonn þar sem hrygningarstofninn sé metinn undir varúðarmörkum. Miðað við fyrirliggjandi gögn sé ekki búist að stofninn fari upp fyrir varúðarmörk í fyrirsjáanlegri framtíð þar sem nýliðun í stofninn hafi verið metin mjög lág um nokkurt skeið. Ráðgjöf fyrir grálúðu hækku um sautján prósent frá fyrra ári og sé nú 20.992 tonn. Ráðlagt aflamark sé hærra vegna aukningar á heildarstofnstærð. Útlit sé fyrir að stofninn fari vaxandi á næstu árum vegna góðrar nýliðunar. Sumargotssíldin kemur sterk inn Ráðgjöf um aflamark íslensku sumargotssíldarinnar fyrir komandi fiskveiðiár hækki um 27 prósent og sé 103.367 tonn. Ástæðan sé sú að stórir árgangar frá 2017-2019 séu áberandi í veiðistofninum. Gert sé ráð fyrir að ráðgjöf muni lækka á næstu árum þegar yngri árgangar bætast við veiðistofninn en þeir séu metnir talsvert minni. Óvissa sé umtalsverð í stofnmatinu og mikils ósamræmis gæti í vísitölum milli áranna 2024 og 2025. Að auki við ráðgjöf um aflamark birtist yfirlit yfir meðafla sjávarspendýra og sjófugla í veiðum á hafsvæðinu við Ísland. Helstu niðurstöður séu þær að frá seinustu mælingum hafi dregið úr meðafla en hann sé enn töluverður. Meðafli tegunda þar sem stofnstærð er lítil eða hefur minnkað, eins og landsels, teistu og himbrima sýni mikilvægi vöktunar bæði á meðaflamagni og stofnstærðum þessara tegunda. Á töflunni hér að neðan má sjá yfirlit yfir ráðgjöf stofnunarinnar: Hafrannsóknastofnun
Sjávarútvegur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Sjá meira