Brynjar skiptir Aroni út Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. júní 2025 19:38 Brynjar ætlar ekki að leggja hljóðnemann á hilluna heldur einfaldlega að finna sér nýjan Club. Vísir Brynjar Barkarson ætlar að ekki að leyfa brotthvarfi Arons Kristins Jónassonar úr raftónlistartvíeykinu ClubDub að marka endalok sveitarinnar. Hann hyggst fara af stað með þætti sem bera nafnið „Leitin að Club“ þar sem hann sýnir frá áheyrnarprufum þar sem umsækjendur keppast um að vinna sæti Arons í ClubDub. Frá þessu greinir Brynjar í hringrásarfærslu á Instagram í kvöld. Hann segir að einum heppnum umsækjanda, sem takist að heilla hann, fái að taka með honum lagið undir nafni ClubDub á þjóðhátíð. Fréttastofa hafði samband við Brynjar og hann segist lítið geta gefið upp að svo stöddu en að hann sé í viðræðum við ýmsa styrktaraðila. Hann lofar því að allt verði upp á tíu. Þegar blaðamaður lagði fyrir hann hvort hann hefði borið þetta allt saman undir Aron Kristinn svaraði Brynjar á þann veg að Aron væri „bara að vinna í sínu.“ Fréttastofa hefur reynt að ná í Aron Kristinn en án árangurs. Brynjar birti þetta í hringrásinni sinni í kvöld.Skjáskot „Þetta er alvöru. Ekki missa af,“ segir hann. Hann segir nánari upplýsinga að vænta um hvenær opnað verði fyrir umsóknir. Lætur að sér kveða á nýjum vettvangi Í fyrradag greindi Aron Kristinn frá því að hann væri hættur í sveitinni á samfélagsmiðlum. „Ég er hættur í ClubDub. Ást og friður,“ skrifaði hann. Brynjar hefur verið fyrirferðameiri en áður undanfarið í þjóðfélagsumræðunni. Hann hefur látið til sín taka á vettvangi útlendingamála á nokkuð hispurslausan hátt. Hann var meðal ræðumanna á umdeildum mótmælum síðustu helgi þar sem hópur fólks kom saman og krafðist breytinga á stefnu stjórnvalda í hælisleitendamálum. Hann sagði meðal annars að múslimar sem kæmu hingað til lands væru „blóðsugur sem bera enga virðingu fyrir okkur, okkar siðum og menningu.“ Í ræðu sinni vísaði hann einnig til þekktra samsæriskenninga og þuldi upp kaflaheiti í Íslandssögunni á borð við Tyrkjaránið og vistarbandið. Hið síðarnefnda vakti athygli áheyrenda vegna þess að það tengist múslimum eða öðru aðfluttu fólki nákvæmlega ekki neitt. Ólíkar áherslur Ekki liggur fyrir hvort eitthvað af ofangreindu sé ástæða þess að Aron ákvað að hætta í sveitinni en Brynjar tjáði sig lítillega um málið í streymi sem hann stóð fyrir. Þar sagði hann að þeir ættu enn gott samband en að eðli sveitarinnar hlyti að breytast í ljósi þess að Aron Kristinn er að verða faðir. Þar að auki hafi þeim greint á um hvort þeir sem tónlistarmenn ættu að láta til sín taka á vettvangi þjóðfélagsumræðu. Tónlist Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Frá þessu greinir Brynjar í hringrásarfærslu á Instagram í kvöld. Hann segir að einum heppnum umsækjanda, sem takist að heilla hann, fái að taka með honum lagið undir nafni ClubDub á þjóðhátíð. Fréttastofa hafði samband við Brynjar og hann segist lítið geta gefið upp að svo stöddu en að hann sé í viðræðum við ýmsa styrktaraðila. Hann lofar því að allt verði upp á tíu. Þegar blaðamaður lagði fyrir hann hvort hann hefði borið þetta allt saman undir Aron Kristinn svaraði Brynjar á þann veg að Aron væri „bara að vinna í sínu.“ Fréttastofa hefur reynt að ná í Aron Kristinn en án árangurs. Brynjar birti þetta í hringrásinni sinni í kvöld.Skjáskot „Þetta er alvöru. Ekki missa af,“ segir hann. Hann segir nánari upplýsinga að vænta um hvenær opnað verði fyrir umsóknir. Lætur að sér kveða á nýjum vettvangi Í fyrradag greindi Aron Kristinn frá því að hann væri hættur í sveitinni á samfélagsmiðlum. „Ég er hættur í ClubDub. Ást og friður,“ skrifaði hann. Brynjar hefur verið fyrirferðameiri en áður undanfarið í þjóðfélagsumræðunni. Hann hefur látið til sín taka á vettvangi útlendingamála á nokkuð hispurslausan hátt. Hann var meðal ræðumanna á umdeildum mótmælum síðustu helgi þar sem hópur fólks kom saman og krafðist breytinga á stefnu stjórnvalda í hælisleitendamálum. Hann sagði meðal annars að múslimar sem kæmu hingað til lands væru „blóðsugur sem bera enga virðingu fyrir okkur, okkar siðum og menningu.“ Í ræðu sinni vísaði hann einnig til þekktra samsæriskenninga og þuldi upp kaflaheiti í Íslandssögunni á borð við Tyrkjaránið og vistarbandið. Hið síðarnefnda vakti athygli áheyrenda vegna þess að það tengist múslimum eða öðru aðfluttu fólki nákvæmlega ekki neitt. Ólíkar áherslur Ekki liggur fyrir hvort eitthvað af ofangreindu sé ástæða þess að Aron ákvað að hætta í sveitinni en Brynjar tjáði sig lítillega um málið í streymi sem hann stóð fyrir. Þar sagði hann að þeir ættu enn gott samband en að eðli sveitarinnar hlyti að breytast í ljósi þess að Aron Kristinn er að verða faðir. Þar að auki hafi þeim greint á um hvort þeir sem tónlistarmenn ættu að láta til sín taka á vettvangi þjóðfélagsumræðu.
Tónlist Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira