„Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2025 17:05 Blístrið virðist einungis óma um Laugarneshverfi í norðanátt. Vísir/Vilhelm Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. Vísir hefur áður fjallað um dularfullt ýl eða flaut sem hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst hefur verið hvaðan hljóðið kemur. Í ofsaveðri síðustu daga hefur það enn og aftur látið á sér kræla. Sjá einnig: Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Meðlimur á íbúasíðu Laugarneshverfisins bað íbúa fyrr í dag um að „drekkja Heilbrigðiseftirlitinu í tölvupóstum“ svo það komist ekki upp með að hundsa þá. Aðrir meðlimir taka undir í athugasemdakerfinu, og segjast einhverjir vansvefta vegna þess. Einn meðlimur birti myndskeið tekið á Hallgerðargötu þar sem vel heyrist í umræddu blístri, eins og heyra má hér að neðan. Íbúar við Silfurteig, Otrateig, og Sundlaugaveg segjast í athugasemdum jafnframt hafa orðið varir við hljóðið. Svalahandrið mögulegur sökudólgur Berglind Kristgeirsdóttir íbúi á Hallgerðargötu til fjögurra ára segist í samtali við fréttastofu fyrst hafa orðið vör við hljóðið þegar nýjar blokkir fóru að rísa við götuna. Henni þykir líklegt að hljóðið verði til þegar vindur úr norðanátt blæs á svalahandrið nýbygginga í götunni, en þorir ekki að fullyrða um það. „Ég veit bara að ef það er norðanátt þá byrjar að flauta þannig að ég sef alveg. En fyrstu tvo veturna þegar þetta byrjaði svaf ég ekki neitt,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. Íbúi á Laugarnesvegi, sem liggur að hluta til við hlið Hallgerðargötu, segir hljóðið heyrast á tiltölulega þröngu svæði en Hallgerðargatan sé undirlögð hljóðinu þegar það heyrist. Hann kveðst ekki hafa sofið síðustu tvo sólarhringa, þegar miklir vindar riðu yfir, vegna hljóðsins. Reykjavík Húsnæðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Vísir hefur áður fjallað um dularfullt ýl eða flaut sem hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst hefur verið hvaðan hljóðið kemur. Í ofsaveðri síðustu daga hefur það enn og aftur látið á sér kræla. Sjá einnig: Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Meðlimur á íbúasíðu Laugarneshverfisins bað íbúa fyrr í dag um að „drekkja Heilbrigðiseftirlitinu í tölvupóstum“ svo það komist ekki upp með að hundsa þá. Aðrir meðlimir taka undir í athugasemdakerfinu, og segjast einhverjir vansvefta vegna þess. Einn meðlimur birti myndskeið tekið á Hallgerðargötu þar sem vel heyrist í umræddu blístri, eins og heyra má hér að neðan. Íbúar við Silfurteig, Otrateig, og Sundlaugaveg segjast í athugasemdum jafnframt hafa orðið varir við hljóðið. Svalahandrið mögulegur sökudólgur Berglind Kristgeirsdóttir íbúi á Hallgerðargötu til fjögurra ára segist í samtali við fréttastofu fyrst hafa orðið vör við hljóðið þegar nýjar blokkir fóru að rísa við götuna. Henni þykir líklegt að hljóðið verði til þegar vindur úr norðanátt blæs á svalahandrið nýbygginga í götunni, en þorir ekki að fullyrða um það. „Ég veit bara að ef það er norðanátt þá byrjar að flauta þannig að ég sef alveg. En fyrstu tvo veturna þegar þetta byrjaði svaf ég ekki neitt,“ segir Berglind í samtali við fréttastofu. Íbúi á Laugarnesvegi, sem liggur að hluta til við hlið Hallgerðargötu, segir hljóðið heyrast á tiltölulega þröngu svæði en Hallgerðargatan sé undirlögð hljóðinu þegar það heyrist. Hann kveðst ekki hafa sofið síðustu tvo sólarhringa, þegar miklir vindar riðu yfir, vegna hljóðsins.
Reykjavík Húsnæðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent