Kindur aðstoðuðu björgunarfólk að finna afkvæmi sín Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. júní 2025 19:11 Björgunarsveitin Dalvík hélt inn í Skíðadal til að aðstoða bændur við að koma sauðfé í skjól. Landsbjörg Vonskuveður var víðast hvar um land í dag og bitnaði einna helst á sauðfjárbændum og ferðamönnum á tjaldsvæðum sem ráku upp stór augu þegar að fannhvít jörð blasti við í morgun. Kindur aðstoðuðu sauðfjárbændur við að finna afkvæmi sín sem hafði fennt yfir. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir voru í gildi í öllum landshlutum í dag og verða áfram í gildi víðast hvar til miðnættis. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í gær vegna veðursins og þá hefur skriðuvakt Veðurstofu Íslands varað við aukinni skriðuhættu og vatnavöxtum á norðan- og austanverðu landinu. Fylgst er náið með stöðunni. Sjá má það helsta frá veðrinu í dag í spilaranum hér fyrir neðan. Ekki eðlilegt veður Sem dæmi má nefna mikið fannfergi sem blasti við gáttuðum gestum í Vaglaskógi í morgun, einhvers konar sandstorm á Hvolsvelli og þá var ýmsu feykt um koll víða. Veðrið kom yfirskálaverði hjá Ferðafélagi Íslands í opna skjöldu. Hann vinnur nú að því að gera skála félagsins reiðubúna fyrir sumaropnun innan skamms. „Það er ekki alveg eins og þetta sé eðlilegt sumar opnunarveður,“ sagði Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður. Einna verst var veðrið á Hnjúki í Skíðadal þar sem bændur ásamt björgunarsveitafólki frá Dalvík stóðu í ströngu við að bjarga um 100 kindum og lömbum. „Þær voru sumar bara komnar undir snjó og voru fenntar, lömbin líka. Það var alveg þannig að sumar kindur gátu vísað á hvar lömbin voru í snjónum og þannig fundust þau. Það var mjög mikill snjór í morgun og þetta er aðeins að minnka núna, maður sér að hann er að taka upp.“ Fór mjög illa í sumar ærnar Það muni hafa slæm áhrif ef veðrið stendur yfir til lengri tíma. „Þau eru bara að hlýja sér núna. En auðvitað sér maður að þetta hefur farið mjög illa í sumar ærnar sérstaklega. Auðvitað er alltaf hætta á því þegar það þarf að loka þetta svona inni. Kindurnar geta fengið júgurbólgu ef lömbin hanga mikið á þeim og auðvitað geta komið afturkippir í einhver lömbin.“ Um 30 lömb og kindur eru enn ófundin. Reiknað er með að leit verði haldið áfram fram eftir kvöldi. „Þetta er mjög erfið vinna og mikil vinna en við eigum góða að, góða ættingja og góða vini og eigum björgunarsveitinni mikið að þakka fyrir að hjálpa okkur við þetta.“ Veður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Gular og appelsínugular veðurviðvaranir voru í gildi í öllum landshlutum í dag og verða áfram í gildi víðast hvar til miðnættis. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi í gær vegna veðursins og þá hefur skriðuvakt Veðurstofu Íslands varað við aukinni skriðuhættu og vatnavöxtum á norðan- og austanverðu landinu. Fylgst er náið með stöðunni. Sjá má það helsta frá veðrinu í dag í spilaranum hér fyrir neðan. Ekki eðlilegt veður Sem dæmi má nefna mikið fannfergi sem blasti við gáttuðum gestum í Vaglaskógi í morgun, einhvers konar sandstorm á Hvolsvelli og þá var ýmsu feykt um koll víða. Veðrið kom yfirskálaverði hjá Ferðafélagi Íslands í opna skjöldu. Hann vinnur nú að því að gera skála félagsins reiðubúna fyrir sumaropnun innan skamms. „Það er ekki alveg eins og þetta sé eðlilegt sumar opnunarveður,“ sagði Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður. Einna verst var veðrið á Hnjúki í Skíðadal þar sem bændur ásamt björgunarsveitafólki frá Dalvík stóðu í ströngu við að bjarga um 100 kindum og lömbum. „Þær voru sumar bara komnar undir snjó og voru fenntar, lömbin líka. Það var alveg þannig að sumar kindur gátu vísað á hvar lömbin voru í snjónum og þannig fundust þau. Það var mjög mikill snjór í morgun og þetta er aðeins að minnka núna, maður sér að hann er að taka upp.“ Fór mjög illa í sumar ærnar Það muni hafa slæm áhrif ef veðrið stendur yfir til lengri tíma. „Þau eru bara að hlýja sér núna. En auðvitað sér maður að þetta hefur farið mjög illa í sumar ærnar sérstaklega. Auðvitað er alltaf hætta á því þegar það þarf að loka þetta svona inni. Kindurnar geta fengið júgurbólgu ef lömbin hanga mikið á þeim og auðvitað geta komið afturkippir í einhver lömbin.“ Um 30 lömb og kindur eru enn ófundin. Reiknað er með að leit verði haldið áfram fram eftir kvöldi. „Þetta er mjög erfið vinna og mikil vinna en við eigum góða að, góða ættingja og góða vini og eigum björgunarsveitinni mikið að þakka fyrir að hjálpa okkur við þetta.“
Veður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira