Aron segist hættur í ClubDub Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2025 16:48 Brynjar Barkarson er hér til vinstri, en saman hafa hann og Aron myndað tónlistartvíeykið ClubDub, sem nú virðist liðið undir lok ef marka má færslu Arons. Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson, sem hingað til hefur verið annar helmingur raftónlistartvíeykisins ClubDub, segist hættur í sveitinni. Frá þessu greindi Aron í hringrásarfærslu á Instagram nú rétt í þessu. „Ég er hættur í ClubDub. Ást og friður,“ skrifar Aron. Fleiri voru þau orð ekki. Færslan var stutt.Instagram Hinn helmingur tvíeykisins er Brynjar Barkarson. Þeir Aron hafa lengi fylgst að og gerðu meðal annars gott mót með skólasveitinni 12:00 á árum sínum í Verslunarskóla Íslands. Þeir stofnuðu ClubDub saman árið 2018 þegar þeir gáfu út sína fyrstu plötu. Fyrirferðarmikill í umræðu um útlendinga Að undanförnu hefur gustað nokkuð um Brynjar, en hann hefur látið til sín taka á öðrum vettvangi en þeim sem hann er vanur, og fjallað um útlendingamál á nokkuð hispurslausan hátt. Hann var meðal ræðumanna á umdeildum mótmælum síðastliðinn laugardag, þar sem hópur fólks kom saman og krafðist breytinga á móttöku hælisleitenda hingað til lands. Þá hefur hann sagt að hópar sem kæmu hingað til lands og aðhylltust Íslam væru „blóðsugur sem bera enga virðingu fyrir okkur, okkar siðum og menningu.“ Sumum þykir nóg um Í gær var svo fjallað um að Snærós Sindradóttir, dóttir Helgu Völu Helgadóttur fyrrverandi þingmanns, væri komin með nóg af rangfærslum Brynjars í garð móður hennar. Brynjar hafi sagt að Helga Vala hafi „stórgrætt á hælisiðnaðinum“ í gegnum lögfræðistofu sína og að féð kæmi úr ríkissjóði. Þessu lýsir Snærós sem einni þrálátustu lyginni sem velli upp úr „rasistum landsins“. Ekki liggur fyrir hvort eitthvað af ofangreindu er ástæða þess að Aron ákvað að hætta í sveitinni, líkt og hann hefur nú lýst yfir. Fréttastofa hefur ekki náð af honum tali frá því hann birti færsluna. Þeir Aron og Brynjar settust niður í Einkalífinu árið 2019, þá nokkuð nýlega komnir fram á sjónarsviðið. Þar ræddu þeir meðal annars þegar þeir voru reknir úr Versló, frægðina, vináttuna og samstarfið. ClubDub hefur verið með allra vinsælustu tónlistaratriðum landsins síðastliðin ár, gefið út ófáa smellina og komið fram á stórum viðburðum, svo sem á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Októberfest og víðar. Eins hafa þeir unnið með fjölda annarra vinsælla tónlistarmanna. Stefnt var að því að ClubDub kæmi fram á komandi þjóðhátíð. Tónlist Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Frá þessu greindi Aron í hringrásarfærslu á Instagram nú rétt í þessu. „Ég er hættur í ClubDub. Ást og friður,“ skrifar Aron. Fleiri voru þau orð ekki. Færslan var stutt.Instagram Hinn helmingur tvíeykisins er Brynjar Barkarson. Þeir Aron hafa lengi fylgst að og gerðu meðal annars gott mót með skólasveitinni 12:00 á árum sínum í Verslunarskóla Íslands. Þeir stofnuðu ClubDub saman árið 2018 þegar þeir gáfu út sína fyrstu plötu. Fyrirferðarmikill í umræðu um útlendinga Að undanförnu hefur gustað nokkuð um Brynjar, en hann hefur látið til sín taka á öðrum vettvangi en þeim sem hann er vanur, og fjallað um útlendingamál á nokkuð hispurslausan hátt. Hann var meðal ræðumanna á umdeildum mótmælum síðastliðinn laugardag, þar sem hópur fólks kom saman og krafðist breytinga á móttöku hælisleitenda hingað til lands. Þá hefur hann sagt að hópar sem kæmu hingað til lands og aðhylltust Íslam væru „blóðsugur sem bera enga virðingu fyrir okkur, okkar siðum og menningu.“ Sumum þykir nóg um Í gær var svo fjallað um að Snærós Sindradóttir, dóttir Helgu Völu Helgadóttur fyrrverandi þingmanns, væri komin með nóg af rangfærslum Brynjars í garð móður hennar. Brynjar hafi sagt að Helga Vala hafi „stórgrætt á hælisiðnaðinum“ í gegnum lögfræðistofu sína og að féð kæmi úr ríkissjóði. Þessu lýsir Snærós sem einni þrálátustu lyginni sem velli upp úr „rasistum landsins“. Ekki liggur fyrir hvort eitthvað af ofangreindu er ástæða þess að Aron ákvað að hætta í sveitinni, líkt og hann hefur nú lýst yfir. Fréttastofa hefur ekki náð af honum tali frá því hann birti færsluna. Þeir Aron og Brynjar settust niður í Einkalífinu árið 2019, þá nokkuð nýlega komnir fram á sjónarsviðið. Þar ræddu þeir meðal annars þegar þeir voru reknir úr Versló, frægðina, vináttuna og samstarfið. ClubDub hefur verið með allra vinsælustu tónlistaratriðum landsins síðastliðin ár, gefið út ófáa smellina og komið fram á stórum viðburðum, svo sem á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Októberfest og víðar. Eins hafa þeir unnið með fjölda annarra vinsælla tónlistarmanna. Stefnt var að því að ClubDub kæmi fram á komandi þjóðhátíð.
Tónlist Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira