Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. júní 2025 21:31 Ross Edgley og tækið sem er notað til að safna sýnum úr sjónum. Bjarni/aðsend Rannsóknastjóri hjá Hafró segir sund Ross Edgley í kringum landið hafa boðið íslenskum vísindamönnum upp á einstakt tækifæri. Hann bindur vonir við að nýjar uppgötvanir verði gerðar samhliða sundi kappans í kringum landið. Sundkappinn Ross Edgley sem lagði af stað í 1.600 kílómetra sundferð í kringum landið fyrir um þremur vikum síðan hefur nú þegar synt um 300 kílómetra af leið sinni og er nú staddur norðan við Vestfirði. Hann syndir 12 tíma á dag, sex tíma í senn og leggur sig þess á milli. Leiðangurinn stendur jafnframt að rannsókn í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun. Áhafnarmeðlimir safna sýnum úr sjó á meðan á sundinu stendur en rannsóknastjóri segir um einstakt tækifæri að ræða. „Hann hafði samband við okkur og spurði hvort við hefðum áhuga á að gera vísindarannsókn saman. Þannig hófst þetta. Við höfum mjög fá sýnishorn og gögn frá strandsvæðum og þetta er því einstakt tækifæri til að afla þeirra á löngu tímabili, þ.e. þriggja mánaða tímabili á þessu svæði,“ Safna sýnum til að kanna lífríkið Í raun er um þrjú verkefni að ræða. Stærsta verkefnið sem er jafnframt evrópskt samstarfsverkefni felst í því að safna sýnum með nýlegri aðferð til að kanna lífríkið. „eDNA stendur fyrir umhverfis-DNA og er nokkuð góð aðferð sem felst í því að í stað þess að veiða tilteknar tegundir til að sjá hvað er í sjónum tekur maður sjávarsýni, skoðar DNA-raðirnar sem eru í vatnssýnunum og reynir að tengja þær við tegundirnar. Þetta er ekki banvænt og veldur ekki truflun og maður fær mikið magn upplýsinga.“ Stefnumótun um verndarsvæði Annað verkefnið gengur út á að greina för hnúfubaka og háhyrninga með ljósmyndun. „Þegar hnúfubakar kafa rís sporðurinn upp og mynstur köfunarinnar er auðgreinanlegt og má líkja því við fingrafar. Þekkja má einstaklinga eftir þessu. Með því að fá myndir hvaðanæva að frá sundferð Ross getum við séð hvort hnúfubakar syndi frá suðursvæði til norðursvæðis.“ Christophe bindir vonir við að rannsóknin verði nýtt í stefnumótun fyrir verndarsvæði. „Við gerum okkur vonir um að við fáum hugmyndir sem leiða til þess að við uppgötvum sitthvað nýtt og það er afar spennandi.“ Sund Sjósund Hafið Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Heimsfrægur sundkappi segir fyrirhugaða ferð sína í kringum landið geta tekið allt að fimm mánuði. Hann segir stuðning og gleði Íslendinga vera honum ómetanlegt en hann var við æfingar á Álftanesi fyrr í dag. 13. maí 2025 20:32 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Sundkappinn Ross Edgley sem lagði af stað í 1.600 kílómetra sundferð í kringum landið fyrir um þremur vikum síðan hefur nú þegar synt um 300 kílómetra af leið sinni og er nú staddur norðan við Vestfirði. Hann syndir 12 tíma á dag, sex tíma í senn og leggur sig þess á milli. Leiðangurinn stendur jafnframt að rannsókn í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun. Áhafnarmeðlimir safna sýnum úr sjó á meðan á sundinu stendur en rannsóknastjóri segir um einstakt tækifæri að ræða. „Hann hafði samband við okkur og spurði hvort við hefðum áhuga á að gera vísindarannsókn saman. Þannig hófst þetta. Við höfum mjög fá sýnishorn og gögn frá strandsvæðum og þetta er því einstakt tækifæri til að afla þeirra á löngu tímabili, þ.e. þriggja mánaða tímabili á þessu svæði,“ Safna sýnum til að kanna lífríkið Í raun er um þrjú verkefni að ræða. Stærsta verkefnið sem er jafnframt evrópskt samstarfsverkefni felst í því að safna sýnum með nýlegri aðferð til að kanna lífríkið. „eDNA stendur fyrir umhverfis-DNA og er nokkuð góð aðferð sem felst í því að í stað þess að veiða tilteknar tegundir til að sjá hvað er í sjónum tekur maður sjávarsýni, skoðar DNA-raðirnar sem eru í vatnssýnunum og reynir að tengja þær við tegundirnar. Þetta er ekki banvænt og veldur ekki truflun og maður fær mikið magn upplýsinga.“ Stefnumótun um verndarsvæði Annað verkefnið gengur út á að greina för hnúfubaka og háhyrninga með ljósmyndun. „Þegar hnúfubakar kafa rís sporðurinn upp og mynstur köfunarinnar er auðgreinanlegt og má líkja því við fingrafar. Þekkja má einstaklinga eftir þessu. Með því að fá myndir hvaðanæva að frá sundferð Ross getum við séð hvort hnúfubakar syndi frá suðursvæði til norðursvæðis.“ Christophe bindir vonir við að rannsóknin verði nýtt í stefnumótun fyrir verndarsvæði. „Við gerum okkur vonir um að við fáum hugmyndir sem leiða til þess að við uppgötvum sitthvað nýtt og það er afar spennandi.“
Sund Sjósund Hafið Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Heimsfrægur sundkappi segir fyrirhugaða ferð sína í kringum landið geta tekið allt að fimm mánuði. Hann segir stuðning og gleði Íslendinga vera honum ómetanlegt en hann var við æfingar á Álftanesi fyrr í dag. 13. maí 2025 20:32 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegar afleiðingar“ ef greiðsluþátttöku verði hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Heimsfrægur sundkappi segir fyrirhugaða ferð sína í kringum landið geta tekið allt að fimm mánuði. Hann segir stuðning og gleði Íslendinga vera honum ómetanlegt en hann var við æfingar á Álftanesi fyrr í dag. 13. maí 2025 20:32