Íslendingur á válista CIA árið 1970 Jón Þór Stefánsson skrifar 9. júní 2025 07:02 Richard Nixon kom til Íslands árið 1957, þá varaforseti og aftur árið 1971 þegar hann var orðinn forseti. Myndin er frá því þegar hann var á leið í fyrri heimsóknina. Getty Nafn Íslendings kom nýverið í ljós í skjölum sem áður voru leynileg hjá bandarískum stjórnvöldum. Um er að ræða válista frá árinu 1970, saminn af leyniþjónustunni CIA í aðdraganda Evrópuheimsóknar Richards Nixon Bandaríkjaforseta. Leyniþjónustumenn voru beðnir um að fylgjast með 31 nafngreindum einstaklingi sem taldir voru geta ógnað öryggi forsetans. Listinn, sem merktur var sem trúnaðarmál, varð aðgengilegur almenningi þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði birtingu skjala tengdum morðunum á bræðrunum John F. Kennedy og Robert F. Kennedy á sjöunda áratugnum. Bræðurnir Robert og John F. Kennedy ræða málin. Báðir voru skotnir til bana.Getty Í einu skjalinu segir: „Meðfylgjandi eru nöfn á […] lista. Vinsamlegast greinið frá öllum upplýsingum varðandi athafnir, þar með taldar ferðir, þessara einstaklinga sem eru listaðir hér að neðan, sem gætu að ykkar mati haft áhrif á öryggi forsetans meðan á Evrópuferð hans stendur.“ Skjalið, dagsett 22. september 1970, var sent á leyniþjónustuskrifstofur víða í Evrópu og þeim falið að afla upplýsinga um ferðir viðkomandi, staðfesta dvalarstað þeirra og tilkynna án tafar með forgangssímskeyti til höfuðstöðva og skrifstofa í Róm, Madríd og London. Á þessum lista eru skráð nöfn 31 einstaklings. Allar skráningarnar virðast annað hvort hafa varðað einstaklinga frá Evrópu, eða einstaklinga sem síðast var vitað til um í Evrópu, og í mörgum tilfellum bæði. Þess má geta að skráð voru meint dulnefni margra þessara einstaklinga. Hörður Jónsson á listanum Einn þeirra sem var á listanum var Hörður Jónsson, fæddur á Akranesi árið 1937 og látinn árið 2010. Þar kemur fram eftirfarandi lýsing: „Jónsson; Hörður; Hvítur karlmaður, fimm fet og átta tommur, 187 pund, svart hár, grá augu, fæddur 3/2/37 á Akranesi, Íslandi; Síðasta staðsetning svo vitað sé til var Akranes (Greint frá: 12/15/66). Íslenskur ríkisborgari.“ Upplýsingarnar um Hörð má sjá á þessari blaðsíðu miðri. Ekki liggur fyrir hvers vegna Hörður var á válista CIA. Nafn hans birtist tvisvar í skjölunum, í tveimur ljósritum af sama skjali. Richard Nixon og Georges Pompidou í Reykjavík árið 1971. Það var fyrsta heimsókn Bandaríkjaforseta til Norðurlandanna.Getty Fimm dögum eftir að skjalið var dagsett hófst Evrópuferð Nixon á Ítalíu. Hann heimsótti síðar Páfagarð, Júgóslavíu, Spán, Bretland og Írland. Ári síðar, í maí 1973, heimsótti hann Ísland og fundaði þar með Kristjáni Eldjárn forseta, Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra og Georges Pompidou Frakklandsforseta. Það var fyrsta heimsókn bandarísks forseta til Norðurlanda. Ísland nefnt víðar Fréttastofa fann einnig önnur dæmi í skjölunum þar sem Ísland er nefnt, einkum í samhengi við aðra atburði. Í einu skjali, merkt sem háleynilegt og dagsett í desember 1963, stuttu eftir morðið á John F. Kennedy, er minnst á verkfall og nýgerða kjarasamninga á Íslandi. Til hægri má sjá umfjöllun um stöðuna á Íslandi í desember 1963. Þar eru dregnar upp sviðsmyndir um áhrif samninganna á efnahagslíf landsins, og þær upplýsingar merktar sem trúnaðarmál er varða þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Bandaríkin Íslendingar erlendis Kalda stríðið Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Listinn, sem merktur var sem trúnaðarmál, varð aðgengilegur almenningi þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði birtingu skjala tengdum morðunum á bræðrunum John F. Kennedy og Robert F. Kennedy á sjöunda áratugnum. Bræðurnir Robert og John F. Kennedy ræða málin. Báðir voru skotnir til bana.Getty Í einu skjalinu segir: „Meðfylgjandi eru nöfn á […] lista. Vinsamlegast greinið frá öllum upplýsingum varðandi athafnir, þar með taldar ferðir, þessara einstaklinga sem eru listaðir hér að neðan, sem gætu að ykkar mati haft áhrif á öryggi forsetans meðan á Evrópuferð hans stendur.“ Skjalið, dagsett 22. september 1970, var sent á leyniþjónustuskrifstofur víða í Evrópu og þeim falið að afla upplýsinga um ferðir viðkomandi, staðfesta dvalarstað þeirra og tilkynna án tafar með forgangssímskeyti til höfuðstöðva og skrifstofa í Róm, Madríd og London. Á þessum lista eru skráð nöfn 31 einstaklings. Allar skráningarnar virðast annað hvort hafa varðað einstaklinga frá Evrópu, eða einstaklinga sem síðast var vitað til um í Evrópu, og í mörgum tilfellum bæði. Þess má geta að skráð voru meint dulnefni margra þessara einstaklinga. Hörður Jónsson á listanum Einn þeirra sem var á listanum var Hörður Jónsson, fæddur á Akranesi árið 1937 og látinn árið 2010. Þar kemur fram eftirfarandi lýsing: „Jónsson; Hörður; Hvítur karlmaður, fimm fet og átta tommur, 187 pund, svart hár, grá augu, fæddur 3/2/37 á Akranesi, Íslandi; Síðasta staðsetning svo vitað sé til var Akranes (Greint frá: 12/15/66). Íslenskur ríkisborgari.“ Upplýsingarnar um Hörð má sjá á þessari blaðsíðu miðri. Ekki liggur fyrir hvers vegna Hörður var á válista CIA. Nafn hans birtist tvisvar í skjölunum, í tveimur ljósritum af sama skjali. Richard Nixon og Georges Pompidou í Reykjavík árið 1971. Það var fyrsta heimsókn Bandaríkjaforseta til Norðurlandanna.Getty Fimm dögum eftir að skjalið var dagsett hófst Evrópuferð Nixon á Ítalíu. Hann heimsótti síðar Páfagarð, Júgóslavíu, Spán, Bretland og Írland. Ári síðar, í maí 1973, heimsótti hann Ísland og fundaði þar með Kristjáni Eldjárn forseta, Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra og Georges Pompidou Frakklandsforseta. Það var fyrsta heimsókn bandarísks forseta til Norðurlanda. Ísland nefnt víðar Fréttastofa fann einnig önnur dæmi í skjölunum þar sem Ísland er nefnt, einkum í samhengi við aðra atburði. Í einu skjali, merkt sem háleynilegt og dagsett í desember 1963, stuttu eftir morðið á John F. Kennedy, er minnst á verkfall og nýgerða kjarasamninga á Íslandi. Til hægri má sjá umfjöllun um stöðuna á Íslandi í desember 1963. Þar eru dregnar upp sviðsmyndir um áhrif samninganna á efnahagslíf landsins, og þær upplýsingar merktar sem trúnaðarmál er varða þjóðaröryggi Bandaríkjanna.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Kalda stríðið Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira