Íslendingur á válista CIA árið 1970 Jón Þór Stefánsson skrifar 9. júní 2025 07:02 Richard Nixon kom til Íslands árið 1957, þá varaforseti og aftur árið 1971 þegar hann var orðinn forseti. Myndin er frá því þegar hann var á leið í fyrri heimsóknina. Getty Nafn Íslendings kom nýverið í ljós í skjölum sem áður voru leynileg hjá bandarískum stjórnvöldum. Um er að ræða válista frá árinu 1970, saminn af leyniþjónustunni CIA í aðdraganda Evrópuheimsóknar Richards Nixon Bandaríkjaforseta. Leyniþjónustumenn voru beðnir um að fylgjast með 31 nafngreindum einstaklingi sem taldir voru geta ógnað öryggi forsetans. Listinn, sem merktur var sem trúnaðarmál, varð aðgengilegur almenningi þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði birtingu skjala tengdum morðunum á bræðrunum John F. Kennedy og Robert F. Kennedy á sjöunda áratugnum. Bræðurnir Robert og John F. Kennedy ræða málin. Báðir voru skotnir til bana.Getty Í einu skjalinu segir: „Meðfylgjandi eru nöfn á […] lista. Vinsamlegast greinið frá öllum upplýsingum varðandi athafnir, þar með taldar ferðir, þessara einstaklinga sem eru listaðir hér að neðan, sem gætu að ykkar mati haft áhrif á öryggi forsetans meðan á Evrópuferð hans stendur.“ Skjalið, dagsett 22. september 1970, var sent á leyniþjónustuskrifstofur víða í Evrópu og þeim falið að afla upplýsinga um ferðir viðkomandi, staðfesta dvalarstað þeirra og tilkynna án tafar með forgangssímskeyti til höfuðstöðva og skrifstofa í Róm, Madríd og London. Á þessum lista eru skráð nöfn 31 einstaklings. Allar skráningarnar virðast annað hvort hafa varðað einstaklinga frá Evrópu, eða einstaklinga sem síðast var vitað til um í Evrópu, og í mörgum tilfellum bæði. Þess má geta að skráð voru meint dulnefni margra þessara einstaklinga. Hörður Jónsson á listanum Einn þeirra sem var á listanum var Hörður Jónsson, fæddur á Akranesi árið 1937 og látinn árið 2010. Þar kemur fram eftirfarandi lýsing: „Jónsson; Hörður; Hvítur karlmaður, fimm fet og átta tommur, 187 pund, svart hár, grá augu, fæddur 3/2/37 á Akranesi, Íslandi; Síðasta staðsetning svo vitað sé til var Akranes (Greint frá: 12/15/66). Íslenskur ríkisborgari.“ Upplýsingarnar um Hörð má sjá á þessari blaðsíðu miðri. Ekki liggur fyrir hvers vegna Hörður var á válista CIA. Nafn hans birtist tvisvar í skjölunum, í tveimur ljósritum af sama skjali. Richard Nixon og Georges Pompidou í Reykjavík árið 1971. Það var fyrsta heimsókn Bandaríkjaforseta til Norðurlandanna.Getty Fimm dögum eftir að skjalið var dagsett hófst Evrópuferð Nixon á Ítalíu. Hann heimsótti síðar Páfagarð, Júgóslavíu, Spán, Bretland og Írland. Ári síðar, í maí 1973, heimsótti hann Ísland og fundaði þar með Kristjáni Eldjárn forseta, Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra og Georges Pompidou Frakklandsforseta. Það var fyrsta heimsókn bandarísks forseta til Norðurlanda. Ísland nefnt víðar Fréttastofa fann einnig önnur dæmi í skjölunum þar sem Ísland er nefnt, einkum í samhengi við aðra atburði. Í einu skjali, merkt sem háleynilegt og dagsett í desember 1963, stuttu eftir morðið á John F. Kennedy, er minnst á verkfall og nýgerða kjarasamninga á Íslandi. Til hægri má sjá umfjöllun um stöðuna á Íslandi í desember 1963. Þar eru dregnar upp sviðsmyndir um áhrif samninganna á efnahagslíf landsins, og þær upplýsingar merktar sem trúnaðarmál er varða þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Bandaríkin Íslendingar erlendis Kalda stríðið Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Listinn, sem merktur var sem trúnaðarmál, varð aðgengilegur almenningi þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði birtingu skjala tengdum morðunum á bræðrunum John F. Kennedy og Robert F. Kennedy á sjöunda áratugnum. Bræðurnir Robert og John F. Kennedy ræða málin. Báðir voru skotnir til bana.Getty Í einu skjalinu segir: „Meðfylgjandi eru nöfn á […] lista. Vinsamlegast greinið frá öllum upplýsingum varðandi athafnir, þar með taldar ferðir, þessara einstaklinga sem eru listaðir hér að neðan, sem gætu að ykkar mati haft áhrif á öryggi forsetans meðan á Evrópuferð hans stendur.“ Skjalið, dagsett 22. september 1970, var sent á leyniþjónustuskrifstofur víða í Evrópu og þeim falið að afla upplýsinga um ferðir viðkomandi, staðfesta dvalarstað þeirra og tilkynna án tafar með forgangssímskeyti til höfuðstöðva og skrifstofa í Róm, Madríd og London. Á þessum lista eru skráð nöfn 31 einstaklings. Allar skráningarnar virðast annað hvort hafa varðað einstaklinga frá Evrópu, eða einstaklinga sem síðast var vitað til um í Evrópu, og í mörgum tilfellum bæði. Þess má geta að skráð voru meint dulnefni margra þessara einstaklinga. Hörður Jónsson á listanum Einn þeirra sem var á listanum var Hörður Jónsson, fæddur á Akranesi árið 1937 og látinn árið 2010. Þar kemur fram eftirfarandi lýsing: „Jónsson; Hörður; Hvítur karlmaður, fimm fet og átta tommur, 187 pund, svart hár, grá augu, fæddur 3/2/37 á Akranesi, Íslandi; Síðasta staðsetning svo vitað sé til var Akranes (Greint frá: 12/15/66). Íslenskur ríkisborgari.“ Upplýsingarnar um Hörð má sjá á þessari blaðsíðu miðri. Ekki liggur fyrir hvers vegna Hörður var á válista CIA. Nafn hans birtist tvisvar í skjölunum, í tveimur ljósritum af sama skjali. Richard Nixon og Georges Pompidou í Reykjavík árið 1971. Það var fyrsta heimsókn Bandaríkjaforseta til Norðurlandanna.Getty Fimm dögum eftir að skjalið var dagsett hófst Evrópuferð Nixon á Ítalíu. Hann heimsótti síðar Páfagarð, Júgóslavíu, Spán, Bretland og Írland. Ári síðar, í maí 1973, heimsótti hann Ísland og fundaði þar með Kristjáni Eldjárn forseta, Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra og Georges Pompidou Frakklandsforseta. Það var fyrsta heimsókn bandarísks forseta til Norðurlanda. Ísland nefnt víðar Fréttastofa fann einnig önnur dæmi í skjölunum þar sem Ísland er nefnt, einkum í samhengi við aðra atburði. Í einu skjali, merkt sem háleynilegt og dagsett í desember 1963, stuttu eftir morðið á John F. Kennedy, er minnst á verkfall og nýgerða kjarasamninga á Íslandi. Til hægri má sjá umfjöllun um stöðuna á Íslandi í desember 1963. Þar eru dregnar upp sviðsmyndir um áhrif samninganna á efnahagslíf landsins, og þær upplýsingar merktar sem trúnaðarmál er varða þjóðaröryggi Bandaríkjanna.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Kalda stríðið Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira