Áhugi á Bandaríkjareisum snarminnkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2025 11:05 Donald Trump sneri aftur í Hvíta húsið 20. janúar síðastliðinn. Hann var áður forseti frá 2017 til 2021. AP/David Dermer Áhugi Íslendinga á ferðalögum til Bandaríkjanna hefur dvínað eftir að Donald Trump sneri aftur í embætti forseta Bandaríkjanna í upphafi árs. Áhuginn hefur dregist mest saman hjá kjósendum Samfylkingar og Viðreisnar. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup, sem tekinn var dagana 9. til 27. maí hefur áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna minnkað hjá rúmlega helmingi landsmanna, og minnkað nokkuð hjá rösklega einum af hverjum tíu. Áhuginn er óbreyttur hjá tæplega fjórðungi landsmanna og hefur aukist hjá ríflega tveimur af hverjum hundrað. Einn af hverjum tíu segist hvorki hafa haft áhuga á Bandaríkjaferðum fyrir né eftir embættistöku Trumps. Svarendur voru spurðir hvort áhugi þeirra á að ferðast til Bandaríkjanna hefði aukist eða minnkað eftir að Donald Trump tók við embætti forseta í byrjun árs.Gallup „Áhuginn á ferðalögum til Bandaríkjanna eftir að Trump tók aftur við embætti forseta hefur frekar minnkað hjá konum en körlum og frekar hjá fólki milli fertugs og sextugs en yngra eða eldra fólki. Áhuginn hefur frekar minnkað hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins en hjá íbúum landsbyggðarinnar, sem eru aftur á móti líklegri en höfuðborgarbúar til að segjast hvorki hafa haft áhuga á að ferðast til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók við embætti í byrjun árs. Áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna hefur frekar minnkað hjá fólki með meiri menntun en minni, en fólk með minni menntun er líklegra til að segjast hvorki hafa haft áhuga á þeim fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti,“ segir í þjóðarpúlsinum. Sjá einnig: Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Áhugi fólks á ferðalögum vestur um haf var einnig skoðaður með tilliti til stjórnmálaskoðana. Áhuginn dróst mest saman hjá þeim sem sögðust myndu kjósa Viðreisn eða Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, en hefur helst aukist hjá þeim sem kysu Miðflokkinn eða Flokk fólksins. Svörum var skipt upp eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og stjórnmálaskoðunum.Gallup Áhuginn hefur helst haldist óbreyttur hjá þeim sem kysu Miðflokkinn og þar á eftir hjá þeim sem kysu Sjálfstæðisflokkinn. Þetta skýrist af því að innan við einn af hverjum tíu þeirra sem kysu Miðflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn sögðust hvorki hafa haft áhuga á ferðalögum til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti. Könnunin var netkönnun sem gerð var dagana 9. til 27. maí. Heildarúrtakkstærð var 1.916 og þátttökuhlutfall var 43,6 prósent. Einstakilngar í úrtakinu voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Bandaríkin Donald Trump Skoðanakannanir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup, sem tekinn var dagana 9. til 27. maí hefur áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna minnkað hjá rúmlega helmingi landsmanna, og minnkað nokkuð hjá rösklega einum af hverjum tíu. Áhuginn er óbreyttur hjá tæplega fjórðungi landsmanna og hefur aukist hjá ríflega tveimur af hverjum hundrað. Einn af hverjum tíu segist hvorki hafa haft áhuga á Bandaríkjaferðum fyrir né eftir embættistöku Trumps. Svarendur voru spurðir hvort áhugi þeirra á að ferðast til Bandaríkjanna hefði aukist eða minnkað eftir að Donald Trump tók við embætti forseta í byrjun árs.Gallup „Áhuginn á ferðalögum til Bandaríkjanna eftir að Trump tók aftur við embætti forseta hefur frekar minnkað hjá konum en körlum og frekar hjá fólki milli fertugs og sextugs en yngra eða eldra fólki. Áhuginn hefur frekar minnkað hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins en hjá íbúum landsbyggðarinnar, sem eru aftur á móti líklegri en höfuðborgarbúar til að segjast hvorki hafa haft áhuga á að ferðast til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók við embætti í byrjun árs. Áhugi á ferðalögum til Bandaríkjanna hefur frekar minnkað hjá fólki með meiri menntun en minni, en fólk með minni menntun er líklegra til að segjast hvorki hafa haft áhuga á þeim fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti,“ segir í þjóðarpúlsinum. Sjá einnig: Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Áhugi fólks á ferðalögum vestur um haf var einnig skoðaður með tilliti til stjórnmálaskoðana. Áhuginn dróst mest saman hjá þeim sem sögðust myndu kjósa Viðreisn eða Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, en hefur helst aukist hjá þeim sem kysu Miðflokkinn eða Flokk fólksins. Svörum var skipt upp eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og stjórnmálaskoðunum.Gallup Áhuginn hefur helst haldist óbreyttur hjá þeim sem kysu Miðflokkinn og þar á eftir hjá þeim sem kysu Sjálfstæðisflokkinn. Þetta skýrist af því að innan við einn af hverjum tíu þeirra sem kysu Miðflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn sögðust hvorki hafa haft áhuga á ferðalögum til Bandaríkjanna fyrir né eftir að Trump tók aftur við embætti. Könnunin var netkönnun sem gerð var dagana 9. til 27. maí. Heildarúrtakkstærð var 1.916 og þátttökuhlutfall var 43,6 prósent. Einstakilngar í úrtakinu voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.
Bandaríkin Donald Trump Skoðanakannanir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira