„Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. maí 2025 11:34 Frá mótmælum fyrir utan utanríkisráðuneytið fyrr í þessum mánuði. Vísir/Anton Brink Tvenn mótmæli, önnur sögð gegn stefnu sjórnvalda í málum hælisleitenda og hin gegn rasisma, fara fram á sama tíma í miðbæ Reykjavíkur í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið rætt að mótmælin verði ekki friðsamleg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að ofbeldi verði beitt á mótmælunum. Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hópurinn krefst meðal annars þess að fimm ára hlé verði á nýjum hælisumsóknum á meðan kerfið er endurskoðað frá grunni og að hætt verði með fjölskyldusameiningar hælisleitenda. Fundurinn hefst klukkan tvö og meðal ræðumanna eru Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Fréttin.is, og tónlistarmaðurinn Brynjar Barkarson úr ClubDub. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað. Skipuleggjendur segja að fólk þurfi að standa sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Færðu mótmælin vegna hótana um ofbeldi Í kjölfar þess að boðað var til seinni mótmælanna hófust samtöl á spjallrásum tengdum fyrri mótmælunum þar sem hvatt var til ofbeldis gegn meðlimum No Borders og öðrum. Meðal skilaboða eru: „Það þarf að gera eitthvað róttækt. Friðsamleg mómæli virka ekki á yfirvöld. Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið er það eina sem það skilur“ og „Ég vil slagsmál. Reka þetta drasl héðan með ofbeldi.“ Vegna þessara samskipta ákváðu meðlimir No Borders að færa sín mótmæli á Ingólfstorg. Þá hefjast þau klukkutíma á undan hinum mótmælunum. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu verða með eitthvað aukið viðbragð vegna mótmælanna. Hann segist hafa fengið ábendingu um að fólk hvetji til ofbeldis. „Ég rak augun í þetta í gær, eftir ábendingu, og við höfum ekki skoðað þetta frekar. Fólk er að tala á móti ofbeldi og ég vona að fyrst fólk vill ekki ofbeldi og mótmælir stríðsástandi að þetta verði bara rólegt og gott hjá okkur.“ Hann segir ekki æskilegt að mótmælin séu svo nálægt hvort öðru. „Ef ég mætti velja í mínum draumaheimi myndi ég vilja hafa þetta á sitthvorum stað á sitthvorum tíma. Það væri þægilegt og einfaldara en ég hef ekki stórar áhyggjur af þessu.“ Lögreglumál Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hópurinn krefst meðal annars þess að fimm ára hlé verði á nýjum hælisumsóknum á meðan kerfið er endurskoðað frá grunni og að hætt verði með fjölskyldusameiningar hælisleitenda. Fundurinn hefst klukkan tvö og meðal ræðumanna eru Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Fréttin.is, og tónlistarmaðurinn Brynjar Barkarson úr ClubDub. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað. Skipuleggjendur segja að fólk þurfi að standa sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Færðu mótmælin vegna hótana um ofbeldi Í kjölfar þess að boðað var til seinni mótmælanna hófust samtöl á spjallrásum tengdum fyrri mótmælunum þar sem hvatt var til ofbeldis gegn meðlimum No Borders og öðrum. Meðal skilaboða eru: „Það þarf að gera eitthvað róttækt. Friðsamleg mómæli virka ekki á yfirvöld. Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið er það eina sem það skilur“ og „Ég vil slagsmál. Reka þetta drasl héðan með ofbeldi.“ Vegna þessara samskipta ákváðu meðlimir No Borders að færa sín mótmæli á Ingólfstorg. Þá hefjast þau klukkutíma á undan hinum mótmælunum. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu verða með eitthvað aukið viðbragð vegna mótmælanna. Hann segist hafa fengið ábendingu um að fólk hvetji til ofbeldis. „Ég rak augun í þetta í gær, eftir ábendingu, og við höfum ekki skoðað þetta frekar. Fólk er að tala á móti ofbeldi og ég vona að fyrst fólk vill ekki ofbeldi og mótmælir stríðsástandi að þetta verði bara rólegt og gott hjá okkur.“ Hann segir ekki æskilegt að mótmælin séu svo nálægt hvort öðru. „Ef ég mætti velja í mínum draumaheimi myndi ég vilja hafa þetta á sitthvorum stað á sitthvorum tíma. Það væri þægilegt og einfaldara en ég hef ekki stórar áhyggjur af þessu.“
Lögreglumál Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira