Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2025 20:05 Vinningshafarnir í kökukeppni Kaffi Krúsar og Konungs Kaffis, sem fór fram á Selfossi sunnudaginn 25. maí. Frá vinstri, Anna Halla, Jónína Guðný og Steinunn Erla með verðlaunin, sem þær fengu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brauðtertan „Skonsuterta með hangikjöti“ og ostakan„Sumarsæla“, ásamt frumlegustu kökunni, „Rabarbara- og engifer ostakaka“ voru sigur kökurnar í kökukeppni Kaffi Krúsar og Konungs Kaffis, sem fór fram á Selfossi um helgina. Þrettán ostakökur og átta brauðtertur tóku þátt í keppninni. Átta manna dómnefnd sá um að smakka og meta kökurnar í keppninni, sem fór fram í gær í miðbænum á Selfossi. Kökunum var síðan raðað á borð úti þar sem gestir og gangandi gátu skoðað þær og metið. „Hér hafa keppendur lagt allt undir til að verða annað hvort besta ostakakan eða besta brauðtertan,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, matgæðingur og formaður dómnefndar. Það hlýtur að vera gaman að taka þátt í svona verkefni? „Já, ég hef svo sannarlega unnið leiðinlegri störf en þetta, það get ég sagt þér. Þetta er líklega eitt ljúffengasta verkefni, sem ég hef tekið að mér,“ segir Ragnar Freyr. Átta manna dómnefnd sá um að dæma kökurnar og velja þær, sem sigruðu í keppninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þá var komið að Silju Hrund Einarsdóttur frá Konungs Kaffi að tilkynna sigurvegarana. „Sigurvegarinn í brauðtertukeppninni fyrir Konungs Kaffi og Kaffi Krús 2025 er Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir, sem er með skonsutertu með hangikjötssalati.“ Og svo var komið að því að tilkynna sigurvegarann í ostaköku keppninni. „Sigurvegarinn í þeim hluta er Jónína Guðný Jóhannsdóttir með kökur, sem hún kallar Sumarsælu,“ sagði Silja Hrund. Dómnefndin var einróma sammála um að frumlegasta kaka keppninnar væri kakan hennar Önnu Höllu Hallsdóttir en það er Rabarbara- og engifer ostakaka. Allar verðlaunakökurnar fara í sölu i Konungs Kaffi og Kaffi Krús í sumar. Vinningshafarnir eru að vonum ánægðir með það. „Það er mjög skemmtilegt, virkilega skemmtilegt. Þetta er mjög spennandi verkefni og við erum til í það,“ sögðu þær Anna Halla, Jónína Guðný og Steinunn Erla. Kökurnar voru einstaklega fallegar og vöktu mikla athygli gesta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Kökur og tertur Matur Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Átta manna dómnefnd sá um að smakka og meta kökurnar í keppninni, sem fór fram í gær í miðbænum á Selfossi. Kökunum var síðan raðað á borð úti þar sem gestir og gangandi gátu skoðað þær og metið. „Hér hafa keppendur lagt allt undir til að verða annað hvort besta ostakakan eða besta brauðtertan,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, matgæðingur og formaður dómnefndar. Það hlýtur að vera gaman að taka þátt í svona verkefni? „Já, ég hef svo sannarlega unnið leiðinlegri störf en þetta, það get ég sagt þér. Þetta er líklega eitt ljúffengasta verkefni, sem ég hef tekið að mér,“ segir Ragnar Freyr. Átta manna dómnefnd sá um að dæma kökurnar og velja þær, sem sigruðu í keppninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Þá var komið að Silju Hrund Einarsdóttur frá Konungs Kaffi að tilkynna sigurvegarana. „Sigurvegarinn í brauðtertukeppninni fyrir Konungs Kaffi og Kaffi Krús 2025 er Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir, sem er með skonsutertu með hangikjötssalati.“ Og svo var komið að því að tilkynna sigurvegarann í ostaköku keppninni. „Sigurvegarinn í þeim hluta er Jónína Guðný Jóhannsdóttir með kökur, sem hún kallar Sumarsælu,“ sagði Silja Hrund. Dómnefndin var einróma sammála um að frumlegasta kaka keppninnar væri kakan hennar Önnu Höllu Hallsdóttir en það er Rabarbara- og engifer ostakaka. Allar verðlaunakökurnar fara í sölu i Konungs Kaffi og Kaffi Krús í sumar. Vinningshafarnir eru að vonum ánægðir með það. „Það er mjög skemmtilegt, virkilega skemmtilegt. Þetta er mjög spennandi verkefni og við erum til í það,“ sögðu þær Anna Halla, Jónína Guðný og Steinunn Erla. Kökurnar voru einstaklega fallegar og vöktu mikla athygli gesta. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Kökur og tertur Matur Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“