Lífið

Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sara Björk og Árni keyptu íbúð í Urriðaholti.
Sara Björk og Árni keyptu íbúð í Urriðaholti.

Knattspyrnuparið Sara Björk Gunnarsdóttir og Árni Vilhjálmsson hafa fest kaup á glæsilegri útsýnisíbúð við Brekkugötu í Urriðaholti. Kaupverðið nam 88,5 milljónum króna.

Garðabær hefur notið mikilla vinsælda meðal íþróttafólks undanfarin ár, og margir hafa fest kaup á fasteignum í bænum. Þar á meðal eru Annie Mist Þórisdóttir, Aron Einar Gunnarsson, Rúrik Gíslason, Jóhann Berg Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson og Gylfi Þór Sigurðsson.

Útsýni og náttúrufegurð

Umrædd íbúð Söru og Árna er 112 fermetra að stærð á þriðju hæð í glæsilegu fjölbýlishúsi sem reist var árið 2019. Íbúðin er björt og rúmgóð, með opnu alrými þar sem fallegt útsýni yfir Urriðavatn. Útgengt er út á rúmgóðar svalir sem snúa í suður og vestur.

Eldhúsið er prýtt stílhreinni hvítri innréttingu og efri skápum í hlýjum viðartónum sem skapa notalegt yfirbragð. Fyrir miðju rýminu er eldhúseyja með setuaðstöðu, sem tengir rýmin saman. Á gólfum er ljóst viðarparket.

Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi, en hún var upphaflega teiknuð með þremur, sem gefur góðan möguleika á að bæta við þriðja herbergi með einföldum hætti, og eitt baðberbergi með þvottaaðstöðu innaf.

Fastinn.is
Fastinn.is
Fastinn.is
Fastinn.is

Samningslaus sem stendur

Sara og Árni léku bæði fótbolta í Sádi-Arabíu í vetur og nutu þess að búa þar með þriggja ára syni sínum, Ragnari Frank. Í nýlegu viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2 og Vísis sagði Sara að fjölskyldan væri opin fyrir því að fara aftur út eftir sumarið, en Sara er samningaus sem stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.